Tækni

Þannig virka netstríð

Átökin í Úkraínu magnast stig af stigi og þótt árásarstríð nútímans séu enn háð á landi og inni í borgum, fjölgar þó stöðugt þeim átökum sem fara fram í tölvuheimum.

BIRT: 27/03/2023

Hvað er netstríð?  – Hver eru markmiðin í netstríði?  – Hvernig fer netstríð fram? –  Hvernig er hægt að bregðast við árás og svara fyrir sig?

Harkalegt orðfæri fylgir stríði, eldflaugar, skriðdrekar og hermenn með hlaðna hríðskotariffla mynda enn kjarnann í nútíma hernaðartækni en æ fleiri orrustur eru líka háðar í rafheimum.

 

Frá því um miðjan síðasta áratug hafa tölvurnar og netið fyrir alvöru orðið hluti af hergögnum stórþjóða.

 

Einkum hafa Rússar beitt netárásum síðan þeir innlimuðu Krím 2014 og strax 22. desember 2015 náðu rússneskir hakkarar að myrkva 225.000 heimili í Úkraínu í sex klukkustundir.

Fullkomið öryggi er ekki til í rafheimum. Þess vegna skaltu búa þig undir að eitthvað geti farið úrskeiðis hvenær sem er.

Tim Stevens sérfræðingur í netöryggi

Miðvikudaginn 23. febrúar 2022 varð Úkraína aftur fyrir barðinu á fjölmörgum netárásum sem ollu því að vefsetur stjórnvalda og banka lokuðust.

 

Almennt beinast netárásir að mikilvægum innviðum og opinberum heimasíðum en netstríð eru líka háð með villandi upplýsingum á samfélagsmiðlum.

Dr. Tim Stevens

Lektor í öryggismálum og stjórnandi Netöryggisrannsóknarstofnunar við Kings College í London.

Fastur ráðgjafi og sérfræðingur í netöryggi og viðmælandi hjá BBC, Al Jazeera, Reuters, Bloomberg, Wall Street Journal o.fl.

Tim Stevens netöryggissérfræðingur skýrir hér fyrir lesendum Lifandi vísinda fjórar mikilvægustu hliðarnar á netstríðum nútímans.

HVAÐ ER NETSTRÍÐ?

Það er ekki til nein raunveruleg skilgreining á netstríði en segja má að hugtakið nái yfir aðgerðir óvinveittra ríkja á landi andstæðingsins með t.d. hakkaraárásum á innviði.

 

Tim Stevens útskýrir þetta nánar:

 

„Í víðum skilningi nær þetta yfir notkun óvinveittra ríkja á tölvunetum til að trufla tölvunet annarra ríkja eða stofnana en loka fyrir aðgang þeirra. Hér er sem sagt átt við árásir á tölvukerfi og net sem lið í hernaðarstefnu eða hernaðartækni.“

HVER ERU MARKMIÐIN Í NETSTRÍÐI?

„Við lítum oft á netstríð sem markvissa árás á tiltekin tölvunet, þannig að þau verði viðkvæmari fyrir síðari árásum sem geti breiðst út. Þetta getur þó líka haft mikil sálræn, tilfinningaleg eða pólitísk áhrif en ekki bara tæknileg.“

 

„Viðfangið getur verið mikilvægir innviðir eða innviðir sem eru háðir stafrænu sambandi. Hin endanlegu áhrif verða oft í huga almennings eða stjórnenda ríkja.“

 

Afmarkaðri viðföng geta t.d. verið bankar og heimasíður stjórnvalda, raforkukerfi, fjárhagslegur hugbúnaður og umferðarstjórnstöðvar.

 

Markmiðið getur líka verið að ná iðnaðarleyndarmálum en Kínverjar eru meðal þeirra sem stunda iðnaðarnjósnir. Sömuleiðis er reynt að hafa áhrif á almenning með falsfréttum til að hafa áhrif á niðurstöður kosninga, eins og Rússar hafa gert, útskýrir Stevens.

HVERNIG FER NETSTRÍÐ FRAM?

„Það er eiginlega fremur einfalt, því ekki þarf annað til en starfsmann við lyklaborð. Honum er ætlað að skapa sér aðgang að tölvuneti á tilteknum stað. Eftirleikurinn er svo talsvert flóknari og þetta er langt ferli sem krefst undirbúnings, upplýsinga og söfnunar gagna.“

 

Tim Stevens segir aðallega hægt að ráðast á tölvunetverk á tvennan hátt: Annað hvort gegnum tæknilega veikleika eða með þeirri aðferð sem hann kallar félagsverkfræði og merkir að nýta fáfræði fólks eða skort á athygli.

 

„Til að finna tækniveikleika er yfirleitt leitað að galla í hugbúnaði eða jafnvel í vélbúnaðinum sjálfum sem gæti opnað þér dyr inn í tölvunetið.“

 

„Í félagsverkfræðinni leitar þú að félagslegum veikleika sem nýta má til að komast inn í kerfi eða net. Þú þarft t.d. að hafa komist yfir netföng hjá þeim aðila sem þú ætlar að ráðast á. Síðan sendir þú eins konar veiðipósta og vonast eftir svari. Í svarinu gætirðu fengið þær örlitlu viðbótarupplýsingar sem þarf til að þú getir komist inn í tölvunetið.“

 

„Þegar inn er komið, geturðu keyrt þann óvinveitta kóða eða forrit til að ná valdi á tölvunetinu og getur síðan framkvæmt það sem þarf til að ná markmiði þínu.“

„Það þarf ekki annað til en starfsmann við lyklaborð. Honum er ætlað að skapa sér aðgang að tölvuneti á tilteknum stað.“ – Dr. Tim Stevens.

HVERNIG ER HÆGT AÐ BREGÐAST VIÐ ÁRÁS OG SVARA FYRIR SIG?

Netstríð og netöryggi hafa lengi verið til umræðu í ýmsum ríkjum í tengslum við stríð og varnarmál.

 

Hjá NATO og ESB hefur t.d. í mörg ár verið unnið að mótun stefnu og aðferða sem aðildarríkin geti notað.

 

Tim Stevens segir þó að þegar allt kemur til alls, séu það einstök ríki sem verði að sjá um sín eigin netöryggismál.

 

„Það hefur alltaf verið erfitt að benda á þá sem gert hafa tölvuárásir og um leið hvernig við viljum refsa þeim. Nú hefur stefnan verið sú í mörg ár að fylgjast með þeim sem þetta stunda til að geta reiknað út hver hefur gert hvaða árás en engu að síður getur verið erfitt að grípa beinlínis til aðgerða.“

 

„Þetta snýst um leyniþjónustustarfsemi og um hana vilja ríki ekkert segja. Þetta er eins konar spil milli njósnara. Væri bent á einhvern sökudólg og fullyrt að hann hefði gert tiltekna árás, yrði svarið einfaldlega að hann væri blásaklaus og þar eð þú getur ekkert sannað, virðist þú bara vænisjúkur og árásargjarn.“

 

„Þú getur heldur ekki endurgoldið netárás á sama hátt og t.d. sprengjuárás.“

 

Bestu viðbrögðin sér Tim Stevens því í auknu netöryggi:

 

„Fullkomið öryggi er ekki til í rafheimum. Þess vegna skaltu búa þig undir að eitthvað geti farið úrskeiðis hvenær sem er. Viðbragðsáætlun þarf að vera til og hún felst í viðbragðsstöðu allan sólarhringinn.“

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN ROSENBERG PEDERSEN

Shutterstock, © King's College London

Jörðin

Hnattræn hlýnun veldur meiri ókyrrð í lofti

Lifandi Saga

Allir sötruðu þeir kaffi í Vínarborg árið 1913

Lifandi Saga

Allir sötruðu þeir kaffi í Vínarborg árið 1913

Tækni

Rafhlaða sem má innbyrða

Tækni

Rafhlaða sem má innbyrða

Lifandi Saga

Áhugamenn finna ótrúlega fjársjóði

Heilsa

Heilaboðin að baki langvinnum sársauka ráðin

Náttúran

Frostið skapar listaverk í náttúrunni

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Maðurinn

Hversu margt tónlistarfólk þjáist af heyrnarskerðingu?

Læknisfræði

Hvenær byrjuðu læknar að nota eter?

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Lifandi Saga

Frelsisstyttan átti að hrópa til borgaranna

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

Læknisfræði

Ný tækni græðir sár þrefalt hraðar

Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Maðurinn

Hversu margt tónlistarfólk þjáist af heyrnarskerðingu?

Læknisfræði

Hvenær byrjuðu læknar að nota eter?

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Lifandi Saga

Frelsisstyttan átti að hrópa til borgaranna

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

Læknisfræði

Ný tækni græðir sár þrefalt hraðar

Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Nærri önnur hver dýrategund í hættu

Náttúran

Nærri önnur hver dýrategund í hættu

Náttúran

Hvað er þungt vatn?

Náttúran

Hvað er þungt vatn?

Lifandi Saga

Umdeilt starf dóttur nasista

Lifandi Saga

Sameinuðu þjóðirnar risu upp úr ösku seinni heimstyrjaldarinnar

Lifandi Saga

Hvenær hafa fiskikvótar leitt til stríðs? 

Maðurinn

Hvernig starfar minnið?

Vinsælast

1

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

2

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

3

Læknisfræði

D-vítamín ver gegn sjálfsofnæmissjúkdómum

4

Heilsa

Gull afhjúpar krabbamein

5

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

6

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

1

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

2

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

3

Heilsa

Gull afhjúpar krabbamein

4

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

5

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

6

Lifandi Saga

Allir sötruðu þeir kaffi í Vínarborg árið 1913

Menning

Hvers vegna hefur talan sjö svona töfrandi merkingu?

Heilsa

Er lausasölulyf þitt hrein lyfleysa? Fræðimenn efast

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Alheimurinn

Svarthol rekið á flótta

Maðurinn

Verða konur hrukkóttari en karlar?

Jörðin

Sveiflur háloftastrauma gætu drekkt Skandinavíu

Lifandi Saga

Hvenær hættum við að nota brjóstmæður? 

Lifandi Saga

Agatha Christie hverfur sporlaust

Jörðin

Eldfjöll þöktu jörðina kvikasilfri

Lifandi Saga

Fyrsta bólusetningin vakti skelfingu meðal Breta

Jörðin

Fjallgöngumenn í lífsháska: Háskaför á Everest

Lifandi Saga

Hvernig voru skildir víkinga?

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Hundurinn minn veltir sér upp úr alls kyns rusli, olíu sem hellst hefur niður, fiskúrgangi eða dýraskít. Hver er ástæðan?

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.