Tækni

Þannig virka netstríð

Átökin í Úkraínu magnast stig af stigi og þótt árásarstríð nútímans séu enn háð á landi og inni í borgum, fjölgar þó stöðugt þeim átökum sem fara fram í tölvuheimum.

BIRT: 27/03/2023

Hvað er netstríð?  – Hver eru markmiðin í netstríði?  – Hvernig fer netstríð fram? –  Hvernig er hægt að bregðast við árás og svara fyrir sig?

Harkalegt orðfæri fylgir stríði, eldflaugar, skriðdrekar og hermenn með hlaðna hríðskotariffla mynda enn kjarnann í nútíma hernaðartækni en æ fleiri orrustur eru líka háðar í rafheimum.

 

Frá því um miðjan síðasta áratug hafa tölvurnar og netið fyrir alvöru orðið hluti af hergögnum stórþjóða.

 

Einkum hafa Rússar beitt netárásum síðan þeir innlimuðu Krím 2014 og strax 22. desember 2015 náðu rússneskir hakkarar að myrkva 225.000 heimili í Úkraínu í sex klukkustundir.

Fullkomið öryggi er ekki til í rafheimum. Þess vegna skaltu búa þig undir að eitthvað geti farið úrskeiðis hvenær sem er.

Tim Stevens sérfræðingur í netöryggi

Miðvikudaginn 23. febrúar 2022 varð Úkraína aftur fyrir barðinu á fjölmörgum netárásum sem ollu því að vefsetur stjórnvalda og banka lokuðust.

 

Almennt beinast netárásir að mikilvægum innviðum og opinberum heimasíðum en netstríð eru líka háð með villandi upplýsingum á samfélagsmiðlum.

Dr. Tim Stevens

Lektor í öryggismálum og stjórnandi Netöryggisrannsóknarstofnunar við Kings College í London.

Fastur ráðgjafi og sérfræðingur í netöryggi og viðmælandi hjá BBC, Al Jazeera, Reuters, Bloomberg, Wall Street Journal o.fl.

Tim Stevens netöryggissérfræðingur skýrir hér fyrir lesendum Lifandi vísinda fjórar mikilvægustu hliðarnar á netstríðum nútímans.

HVAÐ ER NETSTRÍÐ?

Það er ekki til nein raunveruleg skilgreining á netstríði en segja má að hugtakið nái yfir aðgerðir óvinveittra ríkja á landi andstæðingsins með t.d. hakkaraárásum á innviði.

 

Tim Stevens útskýrir þetta nánar:

 

„Í víðum skilningi nær þetta yfir notkun óvinveittra ríkja á tölvunetum til að trufla tölvunet annarra ríkja eða stofnana en loka fyrir aðgang þeirra. Hér er sem sagt átt við árásir á tölvukerfi og net sem lið í hernaðarstefnu eða hernaðartækni.“

HVER ERU MARKMIÐIN Í NETSTRÍÐI?

„Við lítum oft á netstríð sem markvissa árás á tiltekin tölvunet, þannig að þau verði viðkvæmari fyrir síðari árásum sem geti breiðst út. Þetta getur þó líka haft mikil sálræn, tilfinningaleg eða pólitísk áhrif en ekki bara tæknileg.“

 

„Viðfangið getur verið mikilvægir innviðir eða innviðir sem eru háðir stafrænu sambandi. Hin endanlegu áhrif verða oft í huga almennings eða stjórnenda ríkja.“

 

Afmarkaðri viðföng geta t.d. verið bankar og heimasíður stjórnvalda, raforkukerfi, fjárhagslegur hugbúnaður og umferðarstjórnstöðvar.

 

Markmiðið getur líka verið að ná iðnaðarleyndarmálum en Kínverjar eru meðal þeirra sem stunda iðnaðarnjósnir. Sömuleiðis er reynt að hafa áhrif á almenning með falsfréttum til að hafa áhrif á niðurstöður kosninga, eins og Rússar hafa gert, útskýrir Stevens.

HVERNIG FER NETSTRÍÐ FRAM?

„Það er eiginlega fremur einfalt, því ekki þarf annað til en starfsmann við lyklaborð. Honum er ætlað að skapa sér aðgang að tölvuneti á tilteknum stað. Eftirleikurinn er svo talsvert flóknari og þetta er langt ferli sem krefst undirbúnings, upplýsinga og söfnunar gagna.“

 

Tim Stevens segir aðallega hægt að ráðast á tölvunetverk á tvennan hátt: Annað hvort gegnum tæknilega veikleika eða með þeirri aðferð sem hann kallar félagsverkfræði og merkir að nýta fáfræði fólks eða skort á athygli.

 

„Til að finna tækniveikleika er yfirleitt leitað að galla í hugbúnaði eða jafnvel í vélbúnaðinum sjálfum sem gæti opnað þér dyr inn í tölvunetið.“

 

„Í félagsverkfræðinni leitar þú að félagslegum veikleika sem nýta má til að komast inn í kerfi eða net. Þú þarft t.d. að hafa komist yfir netföng hjá þeim aðila sem þú ætlar að ráðast á. Síðan sendir þú eins konar veiðipósta og vonast eftir svari. Í svarinu gætirðu fengið þær örlitlu viðbótarupplýsingar sem þarf til að þú getir komist inn í tölvunetið.“

 

„Þegar inn er komið, geturðu keyrt þann óvinveitta kóða eða forrit til að ná valdi á tölvunetinu og getur síðan framkvæmt það sem þarf til að ná markmiði þínu.“

„Það þarf ekki annað til en starfsmann við lyklaborð. Honum er ætlað að skapa sér aðgang að tölvuneti á tilteknum stað.“ – Dr. Tim Stevens.

HVERNIG ER HÆGT AÐ BREGÐAST VIÐ ÁRÁS OG SVARA FYRIR SIG?

Netstríð og netöryggi hafa lengi verið til umræðu í ýmsum ríkjum í tengslum við stríð og varnarmál.

 

Hjá NATO og ESB hefur t.d. í mörg ár verið unnið að mótun stefnu og aðferða sem aðildarríkin geti notað.

 

Tim Stevens segir þó að þegar allt kemur til alls, séu það einstök ríki sem verði að sjá um sín eigin netöryggismál.

 

„Það hefur alltaf verið erfitt að benda á þá sem gert hafa tölvuárásir og um leið hvernig við viljum refsa þeim. Nú hefur stefnan verið sú í mörg ár að fylgjast með þeim sem þetta stunda til að geta reiknað út hver hefur gert hvaða árás en engu að síður getur verið erfitt að grípa beinlínis til aðgerða.“

 

„Þetta snýst um leyniþjónustustarfsemi og um hana vilja ríki ekkert segja. Þetta er eins konar spil milli njósnara. Væri bent á einhvern sökudólg og fullyrt að hann hefði gert tiltekna árás, yrði svarið einfaldlega að hann væri blásaklaus og þar eð þú getur ekkert sannað, virðist þú bara vænisjúkur og árásargjarn.“

 

„Þú getur heldur ekki endurgoldið netárás á sama hátt og t.d. sprengjuárás.“

 

Bestu viðbrögðin sér Tim Stevens því í auknu netöryggi:

 

„Fullkomið öryggi er ekki til í rafheimum. Þess vegna skaltu búa þig undir að eitthvað geti farið úrskeiðis hvenær sem er. Viðbragðsáætlun þarf að vera til og hún felst í viðbragðsstöðu allan sólarhringinn.“

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN ROSENBERG PEDERSEN

Shutterstock, © King's College London

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

NÝJASTA NÝTT

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

3

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

4

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

5

Jörðin

Jörðin eftir manninn

6

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Jörðin eftir manninn

Hvað verður um jörðina þegar við verðum horfin? Að sögn vísindamanna munu úlfaflokkar dreifast hratt á meðan borgirnar hrynja og sökkva. Hins vegar munu síðustu ummerki mannkyns standa til enda alheimsins.

Jörðin

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is