Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Ég stend vini mína oft að því að skrökva og geri það einnig stundum. En hversu oft segjum við ósatt og hver er tilgangurinn?

BIRT: 06/12/2024

Við ljúgum oft á dag vegna þess að við getum einfaldlega ekki annað.

 

Í bandarískri tilraun sem gerð var á síðasta ári greindu 632 þátttakendur dag hvern frá ósannindum sínum sem alls töldu 116.366 lygar á 91 dags tímabili.

 

Rannsóknin leiddi í ljós að flestir segja aðeins lítillega ósatt á meðan lítill hópur nánast veður í lygum.

 

Um 75% þátttakendanna sögðu ósatt allt að tvisvar á dag en mestu lygalauparnir dönsuðu línudans við sannleikann oftar en 15 sinnum á dag. Einungis einn þátttakandi sagði nánast aldrei ósatt.

 

Hvítar lygar yfirgnæfandi

Rannsóknin leiddi í ljós að fólk telur sig hafa margar ástæður fyrir lygum, m.a. til að forðast tiltekna einstaklinga, til að ganga í augun á öðrum eða til að gabba fólk með skröksögum.

 

Næstum 90% allra ósanninda má flokka sem hvítar lygar, þar sem þátttakendur m.a. þóttust vera ánægðir með gjöf eða greiða sem þeir í raun og veru kærðu sig ekki um.

Sannleikurinn um lygar

Í rannsókn sem gerð var á síðasta ári kemur í ljós hvers vegna við segjum ósatt, hversu oft við gerum það og að hverjum við ljúgum.

1. Við ljúgum til að forðast aðra

Alls 21% allra lyga eru sagðar til að forðast tiltekna einstaklinga, m.a. með því að segja að við séum önnum kafin og getum því ekki hitt hina. Fimmtungur lyganna er hluti af góðlátlegu spaugi og glettni á meðan 13% hafa þann tilgang að ganga í augun á öðrum.

2. Við skrökvum tvisvar á dag

Langflest (75%) látum við út úr okkur ósannindi í mesta lagi tvisvar á dag. Á hinum enda kvarðans er svo að finna það eina prósent sem skrökvar hvað oftast en þeir segja ósatt alls 15 sinnum á dag.

3. Við ljúgum að okkar nánustu

Alls 51% allra ósanninda eru sögð vinum en aðeins 21% ósanninda okkar eru ætluð fjölskyldumeðlimum. Einungis 8,5% beinast að fólki sem við þekkjum lítillega.

Þversagnarkenndasta orsök lyga kom í ljós í ísraelsk-bandarískri rannsókn sem gerð var árið 2020.

 

Þar komust vísindamenn að raun um að fólki sem nær undraverðum árangri, t.d. nemanda sem fær eintómar tíur á einkunnablaðinu, hættir til að draga úr verðleikum sínum til að virðast trúverðugri en ella.

 

Þörfin fyrir að vera talin heiðarleg manneskja er sem sé mikilvægari en að vera það í raun.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: JONAS GROSEN MELDAL

© Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jól

Hver er uppruni jólanna?

Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Alheimurinn

Úr hverju er alheimur?

Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

Maðurinn

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.