Jörðin

Námsmaður finnur upp„plast“ sem brotnar niður í náttúrunni, unnið úr dauðum fiskum

Plast safnast upp í náttúrunni. Nú hefur enskur námsmaður hins vegar fundið lausn á vandanum: Himnu sem brotnar niður í náttúrunni, gerða úr fiskúrgangi.

BIRT: 22/01/2021

Lucy Hughes var í námi við háskólann í Sussex þegar hún vann til hinna viðurkenndu James Dyson-verðlauna.

 

Verðlaunin hlaut hún fyrir að finna upp sérstakt efni sem kann að valda straumhvörfum ef það verður sett í fjöldaframleiðslu.

 

Efnið kallast MarinaTex en um er að ræða gegnsæja og náttúruvæna himnu sem hentar einkar vel í einnota umbúðir fyrir matvæli.

Hér má heyra Lucy lýsa því hvernig hún fann upp „fiskplastið“ sitt:

Það sem markar tímamót við efnið er að það er unnið úr fiskúrgangi sem að öðrum kosti hefði verið hent. Meginuppistöðuefnið er prótein úr innyflum, blóði, beinum og hreistri af fiski og öðrum sjávardýrum.

 

Próteininu úr fiskúrganginum er blandað saman við viðloðunarefni sem unnið er úr rauðum þörungum sem yfrið nóg er til af í sjónum og úr þessari blöndu verður teygjanlegt og sterkt efni sem minnir á plast.

Efnið líkist plasti en krefst mun minni orku

Langtum minni orka fer í framleiðslu á MarinaTex en á sambærilegum plastefnum. Sumt plast er framleitt við meira en 150 gráður á meðan MarinaTex er unnið við hitastig undir 100 gráðum.

Verkfræðineminn Lucy Hughes gerði tilraunir með bæði þang og kítósan (efni sem er unnið úr rækjuskeljum) þar til hún komst að raun um að rauðir þörungar væru ákjósanlegasta viðloðunarefnið fyrir lífrænu himnuna hennar.

Árið 2050 verður meira af plasti en fiski í sjónum, ef að líkum lætur. Hluta mengunarinnar verður unnt að hreinsa með hreinsunarframkvæmdum á borð við „The Ocean Cleanup“. Það leysir þó ekki mesta vandann sem er sá að við notum of mikið af plasti sem endar úti í náttúrunni. Fyrir vikið er allt kapp lagt á að finna upp ný efni sem nýtast okkur við verndun vistkerfanna.

 

Lucy Hughes sagði í viðtali við dagblaðið The Guardian:

 

„Plast er stórkostlegt efni og fyrir bragðið hafa hönnuðir og verkfræðingar tamið sér að nota það. Það er í raun út í hött að nota plast sem er ótrúlega endingargott efni í afurðir sem eiga að endast skemur en sólarhring.“

Einn þorskur verður að 1.400 innkaupapokum

Það var samt ekki þess vegna sem Lucy ákvað að þróa nýja efnið sitt.

 

Hún hafði nefnilega heyrt að Bretar losuðu sig við 172.000 tonn af fiskúrgangi árlega. Sé litið til alls heimsins er sennilega um að ræða 50 milljón tonn sem fara til spillis ár hvert.

 

Einn einasti þorskur getur breyst í 1.400 innkaupapoka úr MarinaTex og þeir eru meira að segja endingarbetri en venjulegir plastpokar úti í búð.

 

Verðlaunafénu ætlar Lucy Hughes að verja í frekari þróun á efninu og hún bindur nú vonir við að finna samstarfsaðila sem gera henni kleift að hefja framleiðslu á MarinaTex seinna á árinu.

HÖFUNDUR: Søren Høgh Ipland

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Ofurjörð fundin í lífbelti stjörnu

Náttúran

Af hverju er mínútunni skipt í 60 sekúndur?

Heilsa

Kírópraktík: Getur hnykkur í hrygginn linað verki þína? 

Maðurinn

Af hverju erum við myrkfælin?

Náttúran

Áhugamenn finna 470 milljón ára gamlan heim

Maðurinn

Er hægt að mæla sársauka?

Maðurinn

Þess vegna verða sumir frekar fyrir tannskemmdum

Alheimurinn

Hvernig fær geimstöðin súrefni og vatn?

Alheimurinn

Minnkun tunglsins veldur tunglskjálftum sem skapa hættu fyrir geimfara

Lifandi Saga

Hvers vegna er New York kölluð „Stóra eplið“?

Maðurinn

6 mýtur um litlu, bláu rispilluna

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is