Jörðin

Námsmaður finnur upp„plast“ sem brotnar niður í náttúrunni, unnið úr dauðum fiskum

Plast safnast upp í náttúrunni. Nú hefur enskur námsmaður hins vegar fundið lausn á vandanum: Himnu sem brotnar niður í náttúrunni, gerða úr fiskúrgangi.

BIRT: 22/01/2021

Lucy Hughes var í námi við háskólann í Sussex þegar hún vann til hinna viðurkenndu James Dyson-verðlauna.

 

Verðlaunin hlaut hún fyrir að finna upp sérstakt efni sem kann að valda straumhvörfum ef það verður sett í fjöldaframleiðslu.

 

Efnið kallast MarinaTex en um er að ræða gegnsæja og náttúruvæna himnu sem hentar einkar vel í einnota umbúðir fyrir matvæli.

Hér má heyra Lucy lýsa því hvernig hún fann upp „fiskplastið“ sitt:

Það sem markar tímamót við efnið er að það er unnið úr fiskúrgangi sem að öðrum kosti hefði verið hent. Meginuppistöðuefnið er prótein úr innyflum, blóði, beinum og hreistri af fiski og öðrum sjávardýrum.

 

Próteininu úr fiskúrganginum er blandað saman við viðloðunarefni sem unnið er úr rauðum þörungum sem yfrið nóg er til af í sjónum og úr þessari blöndu verður teygjanlegt og sterkt efni sem minnir á plast.

Efnið líkist plasti en krefst mun minni orku

Langtum minni orka fer í framleiðslu á MarinaTex en á sambærilegum plastefnum. Sumt plast er framleitt við meira en 150 gráður á meðan MarinaTex er unnið við hitastig undir 100 gráðum.

Verkfræðineminn Lucy Hughes gerði tilraunir með bæði þang og kítósan (efni sem er unnið úr rækjuskeljum) þar til hún komst að raun um að rauðir þörungar væru ákjósanlegasta viðloðunarefnið fyrir lífrænu himnuna hennar.

Árið 2050 verður meira af plasti en fiski í sjónum, ef að líkum lætur. Hluta mengunarinnar verður unnt að hreinsa með hreinsunarframkvæmdum á borð við „The Ocean Cleanup“. Það leysir þó ekki mesta vandann sem er sá að við notum of mikið af plasti sem endar úti í náttúrunni. Fyrir vikið er allt kapp lagt á að finna upp ný efni sem nýtast okkur við verndun vistkerfanna.

 

Lucy Hughes sagði í viðtali við dagblaðið The Guardian:

 

„Plast er stórkostlegt efni og fyrir bragðið hafa hönnuðir og verkfræðingar tamið sér að nota það. Það er í raun út í hött að nota plast sem er ótrúlega endingargott efni í afurðir sem eiga að endast skemur en sólarhring.“

Einn þorskur verður að 1.400 innkaupapokum

Það var samt ekki þess vegna sem Lucy ákvað að þróa nýja efnið sitt.

 

Hún hafði nefnilega heyrt að Bretar losuðu sig við 172.000 tonn af fiskúrgangi árlega. Sé litið til alls heimsins er sennilega um að ræða 50 milljón tonn sem fara til spillis ár hvert.

 

Einn einasti þorskur getur breyst í 1.400 innkaupapoka úr MarinaTex og þeir eru meira að segja endingarbetri en venjulegir plastpokar úti í búð.

 

Verðlaunafénu ætlar Lucy Hughes að verja í frekari þróun á efninu og hún bindur nú vonir við að finna samstarfsaðila sem gera henni kleift að hefja framleiðslu á MarinaTex seinna á árinu.

HÖFUNDUR: Søren Høgh Ipland

Menning

Vit og vitleysa: Þökk sé stjörnuspekinni-nei fræðinni

Alheimurinn

Kína yfirtekur bakhlið tunglsins

Alheimurinn

Kína yfirtekur bakhlið tunglsins

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

7 óviðeigandi brandarar frá fornöld

Alheimurinn

Slær öll met:  Brúnn dvergur er heitari en sólin

Lifandi Saga

Hve fjölmennir eru rússnesku minnihlutahóparnir í Austur-Evrópu?

Lifandi Saga

Afþreying í gegnum tímann: Allt frá skylmingabardögum til sirkustrúða

Maðurinn

Þannig kemstu í gegnum þrep sorgarinnar

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Lifandi Saga

7 óviðeigandi brandarar frá fornöld

Alheimurinn

Slær öll met:  Brúnn dvergur er heitari en sólin

Lifandi Saga

Hve fjölmennir eru rússnesku minnihlutahóparnir í Austur-Evrópu?

Lifandi Saga

Afþreying í gegnum tímann: Allt frá skylmingabardögum til sirkustrúða

Maðurinn

Þannig kemstu í gegnum þrep sorgarinnar

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Vinsælast

1

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

2

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

3

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

4

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

5

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

6

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

1

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

2

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

3

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

4

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

5

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

6

Menning

Vit og vitleysa: Þökk sé stjörnuspekinni-nei fræðinni

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Alheimurinn

Hvað ef við höfum í raun fengið heimsóknir úr geimnum?

Læknisfræði

„Brennið í hvelvíti“: Alnæmi kallar fram það versta í Bandaríkjamönnum

Náttúran

Spendýr og eðlur skiptu um hlutverk

Náttúran

Hvernig brögðuðust risaeðlur?

Lifandi Saga

13 ódauðleg kveðjuorð

Maðurinn

Er hættulegt að halda í sér prumpinu?

Heilsa

Mold undir nöglum barna skiptir máli fyrir ónæmiskerfið

Lifandi Saga

England og Frakkland: Bestu óvinir í þúsund ár

7 óviðeigandi brandarar frá fornöld

Á þriðju öld eftir Krist skrifuðu tveir Grikkir niður 265 rómverska brandara. Safnið sem bar titilinn „Philogelos“ – „Ást á hlátri“, er það elsta í heimi og margir brandararnir standast enn tímans tönn. Hér færðu 7 af þeim bestu.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.