Árið 1986 var söngvarinn Freddie Mercury í rokkbandinu Queen á hátindi ferils síns og einn af heimsins stærstu tónlistarmönnum þegar orðrómur tók að berast í fjölmiðlum.
Samkvæmt nafnlausum heimildum átti Mercury að hafa greinst með HIV-veiruna, nýjan og hræðilegan smitsjúkdóm sem einkum herjaði á samkynhneigða.
Á næstu árum tók þessi orðrómur að magnast upp meðan æsifréttablöð veltu sér upp úr því hversu horaður hann var orðinn og margir fyrrum kærastar greindu frá einkalífi söngvarans. Mercury sjálfur og aðrir meðlimir Queen höfnuðu þó öllum slíkum sögusögnum.
Þrátt fyrir þetta var fjöldi tónleika sleginn af og Mercury kom sjaldan fram opinberlega. Á síðasta tónlistarmyndbandi Queen var Mercury augljóslega grindhoraður og árið 1991 gat hann vart gengið þegar hann tók upp síðasta söng sinn. Eftir það dró hann sig í hlé í húsi sínu í London.
Rokkstjarnan Freddy Mercury smitaðist af HIV og féll frá einungis 45 ára.
„Tíminn er kominn“
Þaðan sendi Mercury fréttatilkyningu þann 23. nóvember 1991 þar sem söngvarinn staðfesti að hann væri með alnæmi:
„Tími er kominn til að vinir mínir og aðdáendur um heim allan fái að vita sannleikann og ég vona að aðrir styðji mig, lækna mína og aðra í heiminum sem berjast við þennan hræðilega sjúkdóm“.
Daginn eftir dó Mercury aðeins 45 ára gamall. Frá andláti Mercurys hefur meðferð gegn alnæmi orðið svo skilvirk að smitaðir á Vesturlöndum geta haldið veirunni niðri og lifað nokkurn veginn eðlilegu lífi.