Lifandi Saga

Hvert var banamein Freddie Mercury? 

Freddie Mercury var upp úr 1980 ein helsta rokkstjarna heims með ótal lög sem slógu í gegn. En þá fer orðrómur að berast um alnæmi í blöðunum.

BIRT: 17/06/2022

Árið 1986 var söngvarinn Freddie Mercury í rokkbandinu Queen á hátindi ferils síns og einn af heimsins stærstu tónlistarmönnum þegar orðrómur tók að berast í fjölmiðlum.

 

Samkvæmt nafnlausum heimildum átti Mercury að hafa greinst með HIV-veiruna, nýjan og hræðilegan smitsjúkdóm sem einkum herjaði á samkynhneigða.

 

Á næstu árum tók þessi orðrómur að magnast upp meðan æsifréttablöð veltu sér upp úr því hversu horaður hann var orðinn og margir fyrrum kærastar greindu frá einkalífi söngvarans. Mercury sjálfur og aðrir meðlimir Queen höfnuðu þó öllum slíkum sögusögnum. 

 

Þrátt fyrir þetta var fjöldi tónleika sleginn af og Mercury kom sjaldan fram opinberlega. Á síðasta tónlistarmyndbandi Queen var Mercury augljóslega grindhoraður og árið 1991 gat hann vart gengið þegar hann tók upp síðasta söng sinn. Eftir það dró hann sig í hlé í húsi sínu í London. 

Rokkstjarnan Freddy Mercury smitaðist af HIV og féll frá einungis 45 ára.

„Tíminn er kominn“

Þaðan sendi Mercury fréttatilkyningu þann 23. nóvember 1991 þar sem söngvarinn staðfesti að hann væri með alnæmi: 

 

„Tími er kominn til að vinir mínir og aðdáendur um heim allan fái að vita sannleikann og ég vona að aðrir styðji mig, lækna mína og aðra í heiminum sem berjast við þennan hræðilega sjúkdóm“.

 

Daginn eftir dó Mercury aðeins 45 ára gamall. Frá andláti Mercurys hefur meðferð gegn alnæmi orðið svo skilvirk að smitaðir á Vesturlöndum geta haldið veirunni niðri og lifað nokkurn veginn eðlilegu lífi. 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© Paul Natkin/Getty Images

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jól

Hver er uppruni jólanna?

Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Alheimurinn

Úr hverju er alheimur?

Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

Maðurinn

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.