Lifandi Saga

Hvert var hlutverk Martins Bormanns í nasistaflokknum?

Bormann var í innsta hring Hitlers síðustu mánuði þriðja ríkissins.

BIRT: 10/11/2024

Martin Bormann var forseti aðalráðs nasistaflokksins í Þýskalandi.

 

Hann er þó fyrst og fremst þekktur fyrir að hafa verið einkaritari Adolfs Hitlers. Það fól í sér að hann hafði – einn af fáum – beinan aðgang að Hitler og gat stýrt þeim upplýsingum sem bárust til Foringjans, nokkuð sem hann nýtti sér til hins ítrasta.

 

Bormann gekk í nasistaflokkinn árið 1927 og sinnti margvíslegum stjórnunarstörfum, þar til hann hækkaði í tign og varð aðstoðarmaður varaleiðtogans Rudolfs Hess.

 

Í þessu nýja hlutverki þróaði Bormann umfangsmikið skrifræðiskerfi sem kom honum í náið samband við allar mikilvægustu ákvarðanatökur í nasistaflokknum.

Við upphaf seinni heimstyrjaldar var Bormann einn af æðstu leiðtogum nasista.  Hér er hann, hægra megin við Hitler, í París árið 1940.

 

Með tímanum var Bormann búinn að tryggja sér svo mikil völd að hann átti jafnan síðasta orðið hvað varðaði ráðningu nýrra embættismanna sem og nýjar lagasetningar. Segja má að hann hafi í raun verið innanríkisráðherra.

 

Bormann var með Foringjanum í neðanjarðarbyrginu þegar Hitler framdi sjálfsmorð 30. apríl 1945. Hann reyndi að flýja Berlín fótgangandi og lét lífið við þá tilraun en ekki er vitað um kringumstæður þess. Talið er að hann hafi framið sjálfsmorð til að forðast að sovéskir hermenn gætu handtekið hann.

 

Sjáðu Bormann með Hitler í Berghof:

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Bue Kindtler-Nielsen

© Bundesarchiv, Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

Lifandi Saga

Hvers vegna brann Hindenburg? 

Náttúran

Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Lifandi Saga

Hvað voru fyrsta og annað ríkið?

Lifandi Saga

El-Alamein: Montgomery sigrar Rommel í sandbylnum

Lifandi Saga

Hvers vegna geta kosningar verið svona ótrúlega jafnar?

Náttúran

Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Náttúran

Geta hvalir gleypt fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is