Var pabbi Arnolds Schwarzeneggers nasisti? 

Árið 1990 tóku fjölmiðlar í Hollywood að skrifa um að faðir Arnolds Schwarzeneggers hafi verið nasisti og barist fyrir Hitler. Síðan hefur kvikmyndastjarnan sjálf látið rannsaka fortíð hans.

BIRT: 25/10/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

„Ég veit ekki mikið um fortíð föður míns. Ég veit ekki hvort hún er góð eða ömurleg en ég vil gjarnan komast að því“, minnist rabbíinn Marvin Hier að kvikmyndastjarnan Arnold Schwarzenegger hafi sagt við hann árið 1990. 

 

Skömmu áður hafði orðrómur borist um í Hollywood að Schwarzenegger sem er frá Austurríki væri sonur nasista sem hafði barist fyrir Hitler. 

 

Nú vildi leikarinn fá Hier – stofnanda samtaka sem rannsaka herförina – til að grafa niður í fortíð föður síns. Hier fann skjöl sem sýndu að faðirinn – Gustaf Schwarzenegger – hafi verið meðlimur í nasistaflokknum en hann fann engar tengingar við stríðsglæpi. 

Faðir Arnold Schwarzenegger dó árið 1972 – fáeinum árum eftir að Arnold hafði komið fram í sinni fyrstu kvikmynd.

Faðirinn særðist í Leníngrad

Árið 2003 fékk dagblaðið „Los Angeles Times“ aðgang að skjalasafni Austurríkis sem sýndi að Gustaf hafi verið meðlimur í samtökunum SA sem voru þekkt sem stormsveitir nasista. Faðirinn var tekinn inn í þau árið 1939 – um hálfu ári eftir að SA hafði gjöreyðilagt heimili, verslanir og synagógur gyðinga í Þýskalandi og Austurríki í svokallaðri Kristalsnótt. 

 

 

Skjölin sýna ennfremur að faðirinn þjónaði sem herlögregla í þýska hernum og var sendur til Frakklands, Belgíu, Póllands og Sovétríkjanna. Hvað hann gerði þar segja skjölin ekkert um en árið 1943 var Gustaf sendur heim eftir að hafa særst í Leningrad. 

 

Arnold Schwarzenegger hefur sjálfur ekki reynt að fela fortíð föður síns og hefur áður sagt að hann hafi reynt að deyfa djöfla sína úr stríðinu með alkóhóli. Í mars 2022 talaði Arnold um föður sinn á myndbandi á samfélagsmiðlum þar sem hann hvatti jafnframt Rússa til að hætta hernaði í Úkraínu. 

Myndband: Sjáðu skilaboð Arnold til rússa

BIRT: 25/10/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Creative Commons

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is