Það hljómar nánast eins og sena úr bók eftir Dan Brown. En rithöfundurinn og bókmenntaprófessorinn James Hall telur sig hafa fundið áður óþekkta teikningu af Michelangelo (1465 – 1564) – hinum heimsþekkta ítalska listamanni sem meðal annars skreytti Sixtínsku kapelluna í Vatíkaninu.
Teikningin dúkkaði upp í útgáfu frá 15. öld, sögunni af Guðdómlega gleðileiknum eftir Dante.
Hall sá fyrst teikninguna í fyrirlestri um þessa sömu bók og varð strax heillaður af henni:
„Eftir nokkra mánuði datt mér allt í einu í hug að margt í þessari ráðgátu virtist passa við Michelangelo“ útskýrði Hall.
Þetta portrett af Michelangelo di Londovico Buenaroti Simioni var málað af nánum samstarfsmanni hans, Danielle da Volterra, um árið 1555.
Full bók af glaðlegum teikningum
Hall tók eftir því að hér var ekki um að ræða venjulegt form fyrir svokallaðar spássíuteikningar sem hafa fundist ótal sinnum í bókum miðaldanna.
„Maður finnur yfirleitt ekkert sem sýnir náttúruna og menn eða greinir frá áhugaverðri sögu sem hæfir viðfangsefni bókarinnar,” útskýrir hann.
Myndhöggvarinn getur einungis verið Michelangelo, að mati Halls. Hann bendir t.d. á að styttan sem listamaðurinn virðist vinna við, minnir á Pál postula. Michelangelo gerði tvær styttur af Páli og texti bókarinnar vísar einmitt á þessum stað til dýrlingsins.
Hann telur að maðurinn sem teiknaði myndina hafi verið samtímamaður Michelangelos – og líklega aðdáandi verka hans.