Sannleikurinn um hið afskorna eyra Van Goghs

Vincent van Gogh barðist við innri myrkraöfl sem áttu eftir að kosta hann hálft eyra.

BIRT: 26/10/2022

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Árið 1888 leigði hollenski málarinn Vincent van Gogh hús í franska bænum Arles og hugðist setja þar á laggirnar listamannasamfélag.

 

Ungi maðurinn hafði áður reynt að ná fótfestu í lífinu, m.a. sem kennari og kristilegur trúboði en taugaveiklun hans og gríðarlegar skapsveiflur ollu því að hann átti erfitt með að finna ró.

 

Árið 1880 ákvað þessi eirðarlausi ungi maður að reyna fyrir sér sem listmálari. Hann málaði öllum stundum en tókst engan veginn að selja verk sín og lifði í örgustu fátækt.

 

Fyrsti íbúinn í listamannasamfélaginu var Frakkinn Paul Gauguin. Mennirnir tveir störfuðu saman í tvo mánuði en misstu oft stjórn á skapinu og í einu reiðikastinu, í desember 1888, tók van Gogh upp rakhníf og ógnaði Gauguin.

 

Síðan skar hann vinstra eyrað af sjálfum sér. Ef marka má sögusagnir, gaf hann gleðikonu einni eyrað næsta dag.

 

Hið fræga málverk Stjörnunóttin var málað á geðsjúkrahúsi:

Vincent Van Gogh málaði Stjörnunóttina árið 1889. Listaverkið er nú á MoMa safninu í New York.

Eftir þessa limlestingu á sjálfum sér, lét van Gogh leggja sig inn á geðdeild í því skyni að ná stjórn á myrkraöflunum innra með sér.

 

Þar sveiflaðist andleg líðan hans, sumir dimmu dagarnir einkenndust af alvarlegu þunglyndi en aðra daga réði sköpunargáfan för og þá málaði hann nokkur af sínum bestu verkum, m.a. Stjörnunóttina.

 

Í maí árið 1890 losnaði van Gogh sem þá var 37 ára að aldri, af stofnuninni en líf hans einkenndist þó áfram af örvæntingu og einsemd.

 

Örfáum mánuðum síðar svipti hann sig lífi.

BIRT: 26/10/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Moma / Wikimedia Commons

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is