Alheimurinn

Jú! Menn fóru til tunglsins

Allt frá því að Neil Armstrong og Buzz Aldrin settu fótspor sín í tunglrykið hafa samsæriskenningarnar verið á sveimi. Gagnrýnendur segja mönnuðu tunglferðirnar bara hafa verið allsherjar svindl en vísindin ryðja nú röksemdum þeirra úr vegi hverri á fætur annarri.

BIRT: 30/08/2022

Fyrir meira en 50 árum náði Apollo 11-leiðangurinn til tunglsins og Neil Armstrong og Buzz Aldrin urðu fyrstir manna til að stíga fæti í ryklagið á yfirborðinu.

 

Fram til 1972 voru farnar fimm mannaðar tunglferðir til viðbótar – en samsæriskenningasmiðir standa samt á því fastar en fótunum að þetta hafi allt saman verið eitt allsherjar gabb.

 

Kenningarnar byggjast einkum á greiningum á myndum NASA frá tunglinu en gagnrýnendur segja þær sýna manngerða lýsingu, leikmyndir, aukastarfsmann og óraunhæf myndefni.

„Fölsuð fótspor og ljósmyndari“

Fótspor í ryki fölsuð

*  Kenning: Sporin eru allt of skýr til að geta verið í  tunglryki sem er skraufaþurrt og alveg án vætu.

 

*    Skýring: Tunglryk getur haldið formi án vökva – rétt eins og t.d. talkúmduft á jörðu.

Speglun sýnir aukamann

  Kenning: Speglun á hjálmgleri geimfarans Eugenes Cernan sýnir mann án geimbúnings – starfsmann í upptökuveri.

*  Skýring: Maðurinn er geimfarinn Harrison Schmitt sem tók myndina. Bogaform hjálmgluggans gerir speglunina óljósa en skuggi hans er of breiður til að maðurinn sé ekki í geimbúningi.

LESTU EINNIG

 

Myndbandsupptökur frá tunglinu eru líka notaðar til að sanna samsæriskenningar: Geimfarar virðast hanga í línum og myndin er spiluð hægt til að skapa þá ímynd að geimfararnir séu í veikburða aðdráttarafli tunglsins.

 

Vísindin sanna að myndirnar eru ekta

Með hjálp vísindanna er hægt að hrekja fullyrðingar samsæriskenningasmiða hverja á fætur annarri.

 

1 – Fáninn blaktir fyrir vindi
  • Kenning: Það er ekkert gufuhvolf á tunglinu en samt blaktir bandaríski fáninn eins og vegna áhrifa af vindi.

 

  • Skýring: Fánanum er haldið uppi með þverstöng efst. Hreyfingin hófst þegar fánastönginni var stungið niður.

 

2 –  Skuggar falla til mismunandi átta
  • Kenning: Skuggar falla til margra átta. Það hlýtur að stafa af því að sólin er ekki ljósgjafinn, heldur ýmsir lampar í upptökuverinu.

 

  • Skýring: Ljós kemur frá búnaði geimfaranna og frá jörðu. Ójöfnur í landslagi geta líka platað augað.

 

3 –  Himinninn svartur og án stjarna
  • Kenning: Stjörnur ættu að vera sýnilegar á himni en hann er alveg svartur. Þess vegna hljóta myndirnar að vera teknar í stúdíói.

 

  • Skýring: Myndirnar eru teknar meðan sólin skín og stjörnuljós því ekki nógu bjart til að sjást.

Árið 2004 sagði þáverandi forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, að Bandaríkjamenn myndu fara aftur til tunglsins en Obama lagði þá áætlun til hliðar árið 2010.

 

Í augum samsæriskenningasmiða er þetta bara ein sönnun til viðbótar: Fallið var frá áætluninni vegna þess að það er einfaldlega ekki hægt að senda fólk til tunglsins.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ESBEN SCHOUBOE

NASA

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

Lifandi Saga

Hvers vegna brann Hindenburg? 

Náttúran

Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Lifandi Saga

Hvað voru fyrsta og annað ríkið?

Lifandi Saga

El-Alamein: Montgomery sigrar Rommel í sandbylnum

Lifandi Saga

Hvers vegna geta kosningar verið svona ótrúlega jafnar?

Náttúran

Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Náttúran

Geta hvalir gleypt fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is