Lifandi Saga

Katar er byggt á gasi, olíu og dauðum farandverkamönnum

Síðustu 50 ár hefur Qatar þróast frá fátæku fiskveiðisamfélagi í athvarf milljónamæringa. Það eru þó ekki einungis peningarnir sem fljóta í þessu ríka eyðimerkurríki. Þúsundir af farandverkamönnum hafa þegar látið lífið til að gera Qatar kleift að halda heimsmeistaramótið í fótbolta síðar á árinu. 

BIRT: 09/10/2022

Frá hungursneið til ótrúlegs ríkisdæmis – Olía og gas fljóta eins og gull  – 5 þáttaskil í sögu Katar – Byggingaveisla í Katar – HM í fótbolta 2022 – Þrælkunarbúðir fyrir farandverkamenn

Á veraldarkortinu er Katar ekkert sérlega áberandi. 

Það er eins og ósýnilegt viðhengi við Saudi-Arabíu og liggur á sandöldum við Persaflóa. 

 

En þrátt fyrir að Katar sé um tíu sinnum minna en Ísland er furstaríkið eitt það ríkasta og áhrifamesta í heimi. 

 

Katar ræður yfir gríðarlegu magni af náttúrugasi og olíu sem hafa á fáeinum áratugum umbreytt ríkinu úr því að vera fátækt fiskimannasamfélag yfir í að vera fimmta ríkasta land í heimi (árið 2021) samkvæmt Alþjóðagjaldeyrisssjóðnum. 

Undir forrystu furstans sheik Tamim bin Hamad al – Thani hefur Katar frá aldamótum komið sér kyrfilega fyrir sem athvarf fyrir allra ríkustu menn jarðar. 

Katarskagi minnir nokkuð á svonefnd dhow-skip undir fullum seglum. Fiskveiðar og perluleit frá hefðbundnum bátum voru áður fyrr meginatvinnuvegir Katar. 

Þetta ótrúlega ríkidæmi kostaði þó sitt. 

 

Þrátt fyrir nokkrar lýðræðislegar umbætur er Katar ennþá samt stjórnað eftir sharia-lögum íslam. 

 

En ef maður er einn af fjölmörgum farandverkamönnum sem starfa og lifa í Katar er ekki hægt að greina allt þetta ríkidæmi – geti maður yfirhöfuð haldið sér á lífi. 

Frá hungursneið til ótrúlegs ríkisdæmis

Hið gamla Katar: Al Jumail - yfirgefinn perluveiðimannabær í Katar. 

Katar er furstadæmi sem virkar eins og eins konar konungsdæmi. 

 

Katar hefur verið stýrt af hinni valdamiklu Al – Thani fjölskyldu frá byrjun 20. aldar þegar að eyðimerkurríkið varð breskt verndarsvæði. Á þeim tíma var Katar fátækt fiskimannasamfélag sem grundvallaði meginhluta innkomu sinnar á veiðum á fiski og perlum. 

 

Um 1920 ríkti mikil efnahagskreppa í Katar þar sem að perluveiðar hrundu. 

 

Á áratugunum sem fylgdu á eftir ríkti þar örbigð, vannæring, hungursneyð og sjúkdómar. 

 

Umbreyting frá fátæku þróunarlandi yfir í eina af ríkustu þjóðum heims hófst þegar að olía uppgötvaðist árið 1939. 

 

Eftir síðari heimsstyrjöldina framleiddi Katar 46.500 tunnur af olíu á degi hverjum. Árið 2016 hafði framleiðslan náð upp í næstum tvær milljón tunnur á degi hverjum. 

Olía og gas fljóta eins og gull. 

Tankskip fullt af fljótandi gasi – ein helsta útflutningvara Katar.

Nýjar olíulindir uppgötvuðust undan ströndum Katar á 6. og 7. áratug síðustu aldar, en það var fyrst þegar að menn fundu risavaxna gaslind undan ströndum – hina svonefndu South Pars – North Dome Gas – Condensate – svæði – að gæfan fór að snúast þeim verulega í vil.

 

Þegar að eftirspurn eftir gasi jókst – í takt við hnattræna eftirspurn fyrir aðra valkosti heldur en olíu upp úr aldamótum – streymdi fjármagn í stórum stíl inn í landið.

 

Samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum tífaldaði Katar nánast brúttóframleiðslu sína frá árinu 2000 til 2015 og í dag er Katar næst stærsta útflutningsland náttúrugass í heimi á eftir Rússlandi.

 

En meðan að gasútflutningur Rússa fer að mestu leyti fram í gegnum gasleiðslur sem liggja á milli Evrópu og Tyrklands, flytur Katar gas sitt í tankskipum fullum af fljótandi náttúrugasi (LNG).

Doha er höfuðborg Katars og djásnið í krúnu þessa olíu- og gasveldis.

Ríkidæmið er einkum bundið við höfuðborg Katars, Doha, en þar búa 1,1 milljón íbúar – tæplega helmingurinn af íbúafjöldanum sem telur um 2,8 milljónir.

Fimm þáttaskil í sögu Katar

Emirin í Katar hefur fjárfest fyrir tugi milljarða í Al Jazeera, sem hefur orðið á fáeinum áratugum einn helsti fjölmiðill um fréttir frá arabíska heiminum – bæði á arabískum svæðum og á Vesturlöndum.

1 –  1868

Bahrain ræðst inn í Katar, en Englendingar koma Katar til hjálpar og sheik úr hinni valdamiklu Al – Thani fjölskyldu kemst til valda.

 

2 – 1916

Katar fær stöðu sem breskt verndarríki. Emírinn, Abdullah Al – Thani, undirritar samning sem tryggir að hann muni láta Bretum í té landsvæði í skiptum fyrir vernd gegn árásum, bæði frá sjó og landi.

 

3 – 1971

Eftir samninga við Stóra – Bretland nær Sheik Ahmdad árið 1971 fullu sjálfstæði fyrir Katar. Í kjölfarið hefst mikil valdabarátta meðal meðlima Al – Thani fjölskyldunnar um hver skuli leiða landið.

 

4 – 1995

Emírinn Amir Hamad Bin Khalifa al – Thani hrifsar völdin af föður sínum og tekur við stjórn landsins. Frá því rétt fyrir aldamótin hefur Katar verið nútímavætt með margvíslegum umbótum, bæði pólitískum og efnahagslegum.

 

5 – 2006

Katar tekur framúr Indónesíu sem stærsta útflutningsríki heims. Tekjur frá gasi nema 60% af vergri landsframleiðslu og árið 2008 toppaði Katar listann yfir heimsins ríkustu lönd.

 

Byggingaveisla í Katar

Katar er paradís fyrir hina ofurríku. En á bakvið glæsilega framhliðina deyja fátækir farandverkamenn þúsundum saman.

Í dag gnæfa ótal nýtískulegir og rokdýrir skýjakljúfar yfir stórborgina, þar sem hitinn getur náð allt að 50 gráðum yfir sumarið.

 

Frá aldamótum hefur ríkt sannkallað byggingaræði í Doha og er núna unnið að byggingu 58 skýjakljúfa, nokkurra fótboltaleikvanga og öðrum risavöxnum byggingarverkefnum.

 

Fáir staðir í heimi geta státað af jafnmörgum milljarðamæringum, sem má glöggt greina á öllum rándýru bílunum sem keyra um göturnar.

HM í fótbolta 2022

Al Thumama leikvangurinn er einn af alls sjö nýjum fótboltaleikvöngum sem Katar hefur byggt í tilefni af HM nú í vetur. Í Katar er þó engin hefð fyrir fótbolta og er landslið þeirra í kringum fimmtugasta sæti á lista FIFA.

Það lifa ekki allir íbúar í Qatar góðu lífi af olíu – og gaspeningum.

 

Einungis einn af hverjum fimm Qatar-búum hafa fæðst í landinu, en lang flestir íbúanna eru farandverkamenn frá Indlandi, Íran og Norður – Afríku.

 

Árið 2020 innleiddi Qatar endurbætur sem eiga að tryggja farandverkamönnum lágmarkslaun, sem nema um 35.000 krónum á mánuði. Áður voru lágmarkslaun ríflega 23.000 krónur. Þessi nýju lágmarkslaun jafngilda að vinna fyrir eina klukkustund gefur um 180 krónur.

 

Launahækkun þessi kom í kjölfar mikillar umfjöllunar á alþjóðavísu um hörmulegar aðstæður þúsunda farandverkamanna, sem hafa unnið á vöktum allan sólarhringinn til að gera Qatar kleift að halda HM í fótbolta nú í ár.

Þrælkunarbúðir fyrir farandverkamenn

Jarðarför nepalska farandverkamannsins, Krital Mandal, sem var 39 ára gamall. Hann dó í Katar.

Skýrsla frá Amnesty árið 2021 afhjúpaði að aðstæður fyrir farandverkamenn í Katar hafði ekki batnað svo nokkru nemi.

 

Það má líkja aðstæðunum við nútíma þrælahald, og er það regla fremur en undantekning í Katar.

 

Samkvæmt breska dagblaðinu The Guardian hafa alls 6500 farandverkamenn frá Indlandi, Pakistan, Nepal, Bangladesh og Shri Lanka misst lífið frá því að Katar hlaut réttinn til að halda HM í knattspyrnu árið 2010, öllum til mikillar furðu.

 

Þetta samsvarar því að tólf farandverkamenn frá þessum fimm Asíulöndum hafa látist í hverri viku síðasta áratug.

 

Eins og ónafngreindur farandverkamaður sagði við Amnesty árið 2021:

 

„Það er einungis á pappírnum sem breytingar hafa átt sér stað. Þegar þú sérð aðstöðu verkamanna eru þessar breytingar smávægilegar. Aðstæður eru ennþá skelfilegar“.

Katar – íslamskt einræði

  • Samkvæmt stjórnarskrá Katars hefur emírinn Sheik Tamin Bin Hamad Al – Thani í raun öll völd í sínum höndum.

 

  • Síðasta stjórnarskrá landsins frá 2005 kom á laggirnar þjóðkjörnu þingi, sem samanstendur af 30 til 45 meðlimum. Enn hafa þó ekki kosningar farið fram.

 

  • Ríkisstjórnin í Katar tekur allar pólitískar ákvarðanir. Nánast allir meðlimir ríkisstjórnarinnar eru ýmist í fjölskyldu emírsins eða áhangendur Al – Thani fjölskyldunnar.

 

  • Sharia er grunnur lagasetninga í Katar. Sharia – löggjöfin byggir á íslömskum réttarfarshugmyndum.

 

  • Grýtingar, húðstrýkingar og dauðadómar eru algeng form refsingar og í svonefndum fjölskyldumálum (skilnaði o.fl.) er langtum minna mark tekið á framburði eiginkvenna heldur en eiginmanna og í mörgum tilvikum eru konurnar hunsaðar.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Andreas Ebbesen Jensen

Alamy Stock Photo, Shutterstock,© Wikimedia Commons,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

Lifandi Saga

Hvers vegna brann Hindenburg? 

Náttúran

Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Lifandi Saga

Hvað voru fyrsta og annað ríkið?

Lifandi Saga

El-Alamein: Montgomery sigrar Rommel í sandbylnum

Lifandi Saga

Hvers vegna geta kosningar verið svona ótrúlega jafnar?

Náttúran

Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Náttúran

Geta hvalir gleypt fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is