Search

Af hverju létu stórveldin Arabíuskagann eiga sig?

Í fornöld mynduðu bæði Persar og Rómverjar mikil stórveldi. Hvers vegna lögðu þeir Arabíuskaga ekki undir sig?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Löndin norðan sjálfs Arabíuskagans, svo sem Sýrland, Ísrael, Jórdanía og Líbanon hafa gegnt ákveðnu hlutverki á sögulegum tímum. En þar sem nú er Sádi-Arabía var ekki að finna sambærilegar auðlindir og nú. Það var ekki fyrr en eftir 1930 sem menn fundu þær gríðarlegu olíulindir sem síðan hafa skapað Sádi-Arabíu stórt hlutverk gagnvart hinum iðnvæddu ríkjum í vestri.

 

Þá sem nú var ekki nægilegt vatn á Arabíuskaganum til að standa undir landbúnaði sem framleitt gæti vörur sem Persar eða Rómverjar ágirntust. Að auki hefur mönnum sennilega ekki þótt svara kostnaði að innlima þetta svæði. Miðlendi skagans er eyðimörk sem rithöfundar fornaldar nefndu „Arabia Deserta“ eða „Eyði-Arabíu“. Norðvesturhlutinn hét „Arabia Petrea“ eða „Arabía hin grýtta“. Í Barein var auðveldari aðgangur að vatni og þar var jörðin frjósamari. Suðvesturhlutinn, þar sem nú er Jemen kallaðist „Arabia Felix“ eða „Arabía hamingjunnar“.

 

Íbúar á Arabíuskaga voru þó ekki án sambands við umheiminn. Sum svæði á austurhlutanum, svo sem Barein, Kúvæt og Oman áttu náin viðskiptatengsl við bæði Mesópótamíu og Indusríkið fyrir tæpum 4.000 árum. Íbúar á Arabíuskaga áttu líka samskipti við Rómverja, bæði í verslun og svo töldust þeir til rómversku nýlendunnar Arabíu. Merkasta borg nýlendunnar var Petra í Jórdaníu en bæði Bostra í Sýrlandi og Hegra í Norður-Arabíu töldust til Rómarveldis. Í lok 7. aldar komst Sádi-Arabía svo fyrir alvöru á spjöld sögunnar. Íslamskir herir lögðu undir sig stóran hluta heimsbyggðarinnar, allt frá Spáni í vestri til Indlands í austri. Tungumálið breiddist líka út samhliða landvinningunum.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is