Í fyrri heimsstyrjöldinni hófu stríðandi þjóðir ákafa leit – að kirkjuklukkum. Þessir gríðarmiklu smíðisgripir gátu vegið meira en eitt tonn og innihéldu mikið magn af bronsi og tini sem var eftirsótt í skotfæragerð.
Í Þýskalandi einu saman voru 44% kirkjuklukkna eyðilagðar, þrátt fyrir að margar hafi verið meira en 700 ára gamlar. Jafnframt lögðu Þjóðverjar kerfisbundið hald á klukkur óvinanna.
Einn af ,,bjöllukirkjugörðum” stríðsins, einnig kallaður Glockenfriedhof. Hamborg, 1947.
Í seinni heimsstyrjöldinni hertu nasistar tökin enn frekar. Sérfræðingar áætla að 175.000 kirkjuklukkur (ásamt bronsstyttum) hafi verið fluttar til Þýskalands. Þar var þeim komið fyrir í „klukkna-kirkjugarði“ áður en þær voru bræddar niður.
Allt að þriðjungur klukkna í Belgíu og nær allar í Hollandi enduðu þannig í Þýskalandi. Að stríði loknu endurheimtu Hollendingar þó um 300 klukkur.