Lifandi Saga

,,Kjarnorkusprengjurnar voru ástæða uppgjafar Japana“

Frá því í lok seinni heimsstyrjaldar hefur það verið viðtekin staðreynd að kjarnorkuárásirnar á Hírósíma og Nagasakí hafi þvingað Japani til uppgjafar. En var það eina ástæðan?

BIRT: 04/04/2024

Þann 6. ágúst 1945 var kjarnorkusprengjunni „Little Boy“ varpað á Hírósíma.

 

Um 140.000 manns fórust og þegar Japan gafst ekki upp strax var annarri kjarnorkusprengju varpað á Nagasakí þremur dögum síðar.

 

Daginn eftir sendi japanska utanríkisráðuneytið símskeyti til allra bandamanna um að þeir væru tilbúnir að gefast upp. Í fyrirsögn bandarísku dagblaðanna stóð: „Friður í Kyrrahafi: Sprengjan okkar gerði það!“

 

En japanskar heimildir segja aðra sögu: Herforysta landsins hélt fyrst neyðarfund um uppgjöf þremur dögum eftir árásina á Hírósíma.

 

Forsaga fundarins var ekki kjarnorkuárásin, heldur það að skömmu eftir miðnætti 9. ágúst riftu Sovétríkin gagnkvæmum samningi við Japani um að ráðast ekki hvorir á aðra og réðust inn í Mansjúríu og japanska hluta eyjunnar Sakalín.

Þann 9. ágúst réðust Sovétríkin inn í japanska hluta eyjunnar Sakalín. Þetta gaf Rússum tækifæri til að ráðast á næstu eyju, Hokkaídó.

Nú gátu 100.000 Rússar farið óhindrað um eyjuna því japanski herinn var í suðurhluta Japans, tilbúinn að mæta innrás Bandaríkjamanna.

 

Á neyðarfundinum lýsti keisarinn því yfir að ekki væri lengur hægt að verja landið. Nokkrum klukkustundum eftir að fundurinn hófst var kjarnorkusprengju varpað á Nagasakí.

MEÐ OG Á MÓTI: Japan var þegar nánast rústir einar

Vikingehjelmen_thumbsup
– Gífurleg eyðilegging

Kjarnorkusprengjan var öflugasta vopn heims. Sprengingin var mikið högg fyrir japanskan baráttuvilja, sér í lagi þegar umfang eyðileggingarinnar kom í ljós.

 

– Nýtt vopn var áfall

Mikil leynd hvíldi yfir þróun bandarískra kjarnorkuvopna. Það var því gríðarlegt áfall fyrir fyrir Japani þegar þessum nýju sprengjum var varpað yfir japanskar borgir.

 

– Ótti við fleiri kjarnorkusprengjur

Á neyðarfundinum 9. ágúst var óttinn við fleiri kjarnorkusprengjuárásir mikill. Hins vegar töldu nokkrir hershöfðingjar að Bandaríkin ættu ekki nóg af kjarnorkuvopnum til að eyðileggja allt landið – jafnvel eftir að önnur sprengjan lenti á Nagasakí.

Vikingehjelmen_thumbsdown
– Stöðugar loftárásir á borgir

Japanskar borgir höfðu þegar orðið fyrir barðinu á gríðarlegum loftárásum. Eldsprengjur yfir Tókýó þann 9. og 10. mars höfðu til dæmis kostað meira en 100.000 mannslíf.

 

– Japan með sína eigin kjarnorkuáætlun

Herforingjarnir þekktu til kjarnorkuvopna. Japanir stunduðu sínar eigin kjarnorkurannsóknir og eftir árásina á Hírósíma gerðu japönsku hershöfðingjarnir sér grein fyrir að verið væri að nota kjarnorkuvopn.

 

– Ógnin frá Rússum var raunveruleg

Innrás Sovétríkjanna var ástæða neyðarfundar japönsku herforingjanna. Í marga mánuði hafði landið haldið sínu striki gegn stórfelldum loftárásum Bandaríkjanna en var varnarlaust gegn innrás Rauða hersins úr norðri.

Eyðileggingarmáttur kjarnorkusprengjunnar hræddi Japana en stærstu borgir þeirra höfðu þegar verið sundur sprengdar með eldsprengjum.

NIÐURSTAÐA: Rússar gerðu gæfumuninn

Kjarnorkusprengjurnar voru án efa þungt högg en forysta japanska hersins hafði staðið fast á sínu þrátt fyrir nánast daglegar árásir með hefðbundnum sprengjum.

 

Hershöfðingjarnir bjuggust við innrás Bandaríkjamanna og vildu sýna baráttuvilja til að tryggja bestu friðarskilmálana þar sem þeir óttuðust að algjör ósigur myndi þýða endalok heimsveldisins.

 

Kjarnorkusprengjurnar sköpuðu óvissu um þetta markmið en þær voru ekki eina ástæðan fyrir uppgjöfinni.

 

Rauði herinn var á leið inn í Japan þann 9. ágúst og innrás úr norðri, þar sem varnir Japana voru veikar, hefði líklega leitt til skilyrðislausrar uppgjafar.

 

Strax í júní árið 1945 hafði æðsta stríðsráð Japana lýst því yfir að: „Þátttaka Sovétríkjanna í stríðinu mun skera úr um örlög þessa heimsveldis“.

 

Uppgjöf fyrir Bandaríkjunum kom sér betur fyrir Japan.

 

Skýringin um ofurvopn óvinarins sem enginn hafði séð fyrir, gerði keisaranum og hershöfðingjum hans kleift að afsala sér ábyrgð þannig að þeir misstu ekki traust landsmanna.

 

Óttinn við innrás Rússa var því líklega jafn mikilvæg ástæða uppgjafar Japana og kjarnorkusprengjurnar.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Bue Kindtler-Nielsen

Shutterstock,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Stjörnufræðingar finna fyrstu frumvísa að Vetrarbrautinni

Maðurinn

Hve hratt fer blóðið um líkamann?

Lifandi Saga

Fjöldamorð SS leiddi til miskunnarlausrar hefndar

Lifandi Saga

Hvað var gula?

Náttúran

Öflugasta bit heims – Hér eru fimm dýr sem ekki væri gott að enda í skoltinum á

Náttúran

Geta elliglöp herjað á hunda?

Lifandi Saga

Martröð í Mogadishu

Náttúran

Eðlisfræðingar afnema hlutlægan raunveruleika 

Lifandi Saga

Af hverju vill Indland heita Bharat?

Lifandi Saga

Hve mikið af gulli fannst í gullæðinu?

Alheimurinn

Með þvergöngu Venusar var hægt að mæla sólkerfið

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is