Alheimurinn

Leiðbeiningar: Hvernig á að koma auga á Mars?

Janúar 2023: Mars er í margra milljón kílómetra fjarlægð frá okkur en þú getur séð plánetuna með berum augum – og það er furðu auðvelt að koma auga á hana. Við leiðbeinum þér að sjá rauðu plánetuna.

BIRT: 17/01/2023

Um Mars

 

Rauður nágranni okkar kíkir í heimsókn

Eitt af þeim himintunglum sem auðveldast er að koma auga á um þessar mundir er rauða plánetan Mars. Reikistjarnan er meðal björtustu fyrirbæra á stjörnuhimninum – þrátt fyrir að nú sé tiltölulega langt á milli Mars og Jarðar á brautum sínum um sólu. En um það bil einu sinni á tveggja ára fresti kemur Mars nær okkur – þ.e. í um það bil 100 milljón kílómetra fjarlægð – þegar Sólin, Jörðin og Mars eru í beinni línu.

 

En það mun ekki gerast á þessu ári. Mars er auðþekkjanleg á rauð-appelsínugulum bjarma hennar sem stafar af ryðrauðu ryki á yfirborði og í lofthjúpi plánetunnar. Rykið er rautt vegna þess að yfirborð Mars inniheldur tiltölulega mikið magn af járnoxíði sem einnig gefur m.a. ryði og blóði lit. Yfirborð Mars inniheldur 18 prósent járnoxíð en á Jörðinni er sú tala átta prósent. Þú getur auðveldlega séð litinn á Mars með berum augum eða sjónauka.

 

Leiðbeiningar til að sjá Mars

Kl. 22 finnurðu Mars u.þ.b. 50 gráður fyrir ofan suður- eða suðvestur sjóndeildarhringinn.

Hvar og hvenær?

Á hverju kvöldi í janúar kl. 22 má sjá Mars í suður- eða suðvesturátt um það bil 50 gráður fyrir ofan sjóndeildarhringinn. Að kvöldi og nóttu færist plánetan svo niður til vesturs.

 

Þann 30. janúar mun tunglið fara mjög nálægt Mars á himninum.

 

Í sjónauka má jafnvel sjá smáatriði á yfirborði Mars eins og hvítar íshettur pólanna. Þú verður að nota mikla stækkun, þ.e. linsu með stuttri brennivídd.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: JESPER GRØNNE

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.