Sjáðu hringi og tungl Satúrnusar

Ágúst 2022: Um þessar mundir er Satúrnus bæði tiltölulega nálægt jörðu og vel upplýstur af sólskini. Það tryggir besta tækifæri ársins til að skoða þessa fjarlægu plánetu, tungl hennar og hina frægu hringi.

BIRT: 16/08/2022

LESTÍMI:

3 mínútur

UM SATÚRNUS

Önnur stærsta pláneta sólkerfisins, Satúrnus, er einmitt núna í hugsaðri beinni línu frá sólinni og gegnum jörðina.

 

Það þýðir þýðir að þessi stóra pláneta er tiltölulega nálægt okkur – fjarlægðin er samt meira en milljarður kílómetra – og auk þess lýsir sólin upp þá hlið sem að okkur snýr.

 

Og þar eð þetta tvennt fer saman gefast ekki betri tækifæri til að skoða Satúrnus.

Hringafyrirbrigðið

Hringirnir gætu verið ungir

Rannsóknir geimfarsins Cassini leiddu í ljós að hinir einkennandi hringir Satúrnusar gætu hafa myndast svo seint sem fyrir aðeins 100 milljón árum.

Eitt af tunglum Satúrnusar gæti hafa orðið fyrir loftsteini eða halastjörnu og áreksturinn valdið því að hvort tveggja hafi tæst í sundur.

Brotin hafa þá dreifst út í breitt belti kringum plánetuna. Síðan hafa nýir árekstrar sundrað brotunum enn meira.

Leifar efnisins hafa síðan smám saman myndað þessa þunnu hringi smásteina og ísbrota sem nú mynda hringina.

Tunglin birtast í sjónauka

Með berum augum sést Satúrnus sem skýr, gulleit stjarna, en í gegnum venjulegan handkíki má sjá að plánetan hefur nokkuð aflangt form, sem stafar af því gríðarstóra kerfi hringa sem umlykur hana.

 

Með dálítilli heppni gætirðu líka greint Títan, stærsta tunglið, og í gegnum stærri stjörnusjónauka með um 150 mm opi geturðu líka séð tunglin Rhea, Tethys, Dione, Enceladus og Iapetus.

LEIÐSÖGN

Þannig ferðu að

HVAR OG HVENÆR?

Farðu út milli hálftvö og tvö upp úr miðjum ágúst.

 

Satúrnus var í hásuðri kl. 01:33 aðfaranótt 15. ágúst en færist örlítið vestar eftir því sem líður á mánuðinn. Hann stendur þó talsvert lægra á himni en sýnt er á þessari mynd (sem miðast við nokkuð suðlægari breiddargráðu), eða um 11° yfir sjóndeildarhring.

 

Satúrnus sést áfram þótt ágúst líði og verður t.d. um 10° yfir sjóndeildarhring í hásuðri laust fyrir klukkan hálftólf að kvöldi 15. september, en þá ekki jafn vel upplýstur af sólinni og nú.

 

Svo er auðvitað upplagt að nýta tækifærið og skoða Júpíter líka. Hann er töluvert austar á himni og rís mun hærra, sést beint í austri (4°) þegar myrkvar en fer í nærri 30° gráðu hæð í hásuðri laust fyrir birtingu eftir miðjan ágúst. Júpíter sést líka ágætlega í september.

HVERNIG SJÁST TUNGLIN?

Með handkíki geturðu séð aflanga lögun Satúrnusar og mögulega líka tunglið Títan, rétt undir plánetunni. Með stærri sjónauka sérðu fleiri tungl kringum Satúrnus.

HVERNIG SJÁST HRINGIRNIR?

Með litlum stjörnusjónauka má líka sjá hringi Satúrnusar greinilega. Í stærri sjónauka sést hvernig skífan skiptist í fleiri hringi. Hringirnir eru mestanpart úr ísbrotum sem allt frá einum sentimetra upp í 10 metra í þvermál.

BIRT: 16/08/2022

HÖFUNDUR: JESPER GRØNNE

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock, SPL,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is