Hvað er rauði bletturinn á Júpíter?

Þegar skoðaðar eru myndir af Júpíter tekur maður alltaf eftir einkennandi rauðum bletti en úr hverju er þessi blettur eiginlega?

BIRT: 25/01/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Júpíter er ekki með fast yfirborð eins og jörðin eða Mars. Hins vegar samanstendur ysta lag hans af gastegundum sem eru á sífelldri hreyfingu.

 

Rauði bletturinn er líklega háþrýstisvæði þar sem gastegundirnar hreyfast með mun meiri krafti.

 

Bletturinn er umtalsvert kaldari en umhverfi hans og rís upp frá umlykjandi svæði. Í honum hafa mælst hreyfingar sem eru meira en 100 metrar á sekúndu og talið er að þessi stormur sé knúinn af varmauppsprettu úr iðrum Júpíters.

 

Rauðir bletturinn snýst rangsælis og umferðartími hans er sex dægur. Stærð hans er breytileg og getur verið allt að 40.000 kílómetra breiður sem er á stærð við jörðina.

 

Litir blettsins sem trúlega stafa af fosfór, eru breytilegir milli þess að vera ljósrauðir og dökkrauðir. Menn hafa séð þennan rauða blett allt frá því á 15. öld en nokkrar vísbendingar eru um að tími hans sé að renna sitt skeið á enda.

 

Svarti blettur Neptúnusar

Samkvæmt nýjustu tölvulíkönum mun hann leysast upp einhvern tímann í framtíðinni, kannski innan tíu ára. Það sama gerðist með svokallaðan svartan blett sem fannst á Neptúnusi.

 

Svarti bletturinn var kerfi storma rétt eins og á Júpíter og það var Voyager sem uppgötvaði hann þegar könnunarfarið fór fram hjá Neptúnusi árið 1989. Undir lok síðustu aldar var ekki hægt að greina þennan svarta blett.

 

BIRT: 25/01/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is