Blettir Júpíters birtast og hverfa

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Stjörnufræði

Stundum er engu líkara en Júpíter sé að fá mislinga. Á plánetunni eru tveir stórir, rauðir blettir, en á myndum sem Hubble-sjónaukinn tók fyrir stuttu hafði sá þriðji skyndilega bæst við.

 

Upphaflega mátti greina nýja blettinn sem hvítt óveðurssvæði, en á Hubble-myndunum var svæðið orðið rautt. Eftir fáeina mánuði lá leið hans svo framhjá þeim stærri af hinum blettinum og sá gleypti þann nýja í sig.

 

Ekki er vitað með vissu af hverju blettirnir á Júpíter verða rauðir.

 

Hugsanlegt er að mjög hvassir vindar þyrli fosfórríku efni upp úr þéttari hlutum gufuhvolfsins og efnahvörf verði þegar fosfórinn kemst í snertingu við sólarljósið.

 

Minni bletturinn á Júpíter myndaðist á árunum 1998 – 2000. Hann var einnig hvítur í upphafi. Stóri, varanlegi bletturinn er þrefalt stærri en jörðin og hefur verið þekktur í um 340 ár.

 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is