Koss milli kammerata
Sovéski aðalritarinn Mikhail Gorbachev er í heimsókn í Austur-Þýskalandi. Samkvæmt óskrifuðum reglum þegar æðstu menn kommúnistaríkja hittast býður Erich Honecker, þjóðarleiðtogi DDR, fram opinn faðminn og smellir einum blautum kossi á munn Mikhails.
Berlín, Austur-Þýskaland apríl 1986
Fagnaðarfundur félaganna
Þjóðarleiðtogi Kúbu hefur hlakkað til þess dags þegar hann fær loksins að hitta sovéskan kollega sinn augliti til auglitis. Þessi hjartnæmi fundur átti sér stað á aðalfundi SÞ og sjá má að Nikita Krúsjóv er alveg jafn glaður. Hann virðist bókstaflega vera að springa úr gleði í þessu innilega faðmlagi.
SÞ, New York
September 1960
Allt er gott sem endar vel
Eftir að velheppnuðum fundi milli forseta BNA Richard Nixons og þjóðarleiðtoga Sovétríkjanna Leonid Brésnevs lýkur á landareign Nixons geta leiðtogarnir slappað af við sundlaugarbakkann. Báðir hafa heitið hvor öðrum gagnkvæmum vilja til að draga úr vopnavæðingu ríkjanna. Brésnev og túlkur hans dást hér að bandarísku leikkonunni Jill St. John. Hún er lagskona öryggisráðgjafa Henry Kissingers.
Kalifornía, 25. júní 1973
Furðulegt fiðurfé
Sovéski þjóðarleiðtoginn Nikita Krúsjov fékk leiðsögn um enska landbúnaðarsýningu í Moskvu árið 1964 þegar fáfræði hans um fiðurfénað kom í ljós. Í heimsókninni fékk Krúsjov stæðilegan fjögurra kílóa hana í fangið, en var viss um að þetta væri hæna. Þegar misskilningurinn kom í ljós brosti sovéski leiðtoginn út að eyrum.
Moskva, Rússland
28. maí 1964
Koss milli kammerata
Sovéski aðalritarinn Mikhail Gorbachev er í heimsókn í Austur-Þýskalandi. Samkvæmt óskrifuðum reglum þegar æðstu menn kommúnistaríkja hittast býður Erich Honecker, þjóðarleiðtogi DDR, fram opinn faðminn og smellir einum blautum kossi á munn Mikhails.
Berlín, Austur-Þýskaland Apríl 1986
Fagnaðarfundur félaganna
Þjóðarleiðtogi Kúbu hefur hlakkað til þess dags þegar hann fær loksins að hitta sovéskan kollega sinn augliti til auglitis. Þessi hjartnæmi fundur átti sér stað á aðalfundi SÞ og sjá má að Nikita Krúsjóv er alveg jafn glaður. Hann virðist bókstaflega vera að springa úr gleði í þessu innilega faðmlagi.
SÞ, New York
September 1960
Allt er gott sem endar vel
Eftir að velheppnuðum fundi milli forseta BNA Richard Nixons og þjóðarleiðtoga Sovétríkjanna Leonid Brésnevs lýkur á landareign Nixons geta leiðtogarnir slappað af við sundlaugarbakkann. Báðir hafa heitið hvor öðrum gagnkvæmum vilja til að draga úr vopnavæðingu ríkjanna. Brésnev og túlkur hans dást hér að bandarísku leikkonunni Jill St. John. Hún er lagskona öryggisráðgjafa Henry Kissingers.
Kalifornía, 25. júní 1973
Furðulegt fiðurfé
Sovéski þjóðarleiðtoginn Nikita Krúsjov fékk leiðsögn um enska landbúnaðarsýningu í Moskvu árið 1964 þegar fáfræði hans um fiðurfénað kom í ljós. Í heimsókninni fékk Krúsjov stæðilegan fjögurra kílóa hana í fangið, en var viss um að þetta væri hæna. Þegar misskilningurinn kom í ljós brosti sovéski leiðtoginn út að eyrum.
Moskva, Rússland
28. maí 1964