Alheimurinn

Lífið eyddi sjálfu sér á Mars

Rykugt og óvinsamlegt yfirborð á Mars gæti hafa alið frumstæðar lífverur sem svo hafi valdið eigin útrýmingu áður en þær náðu að þróast áfram.

BIRT: 31/05/2023

Nú er yfirborðið á Mars of kalt, þurrt og geislunarmengað til að þar þrífist líf.

 

En fyrir 3,7 milljörðum ára gæti þessi ryðbrúna pláneta hafa verið byggð neðanjarðarörverum sem á endanum hafi þó útrýmt sjálfum sér.

 

Þetta er allavega niðurstaða nýlegrar rannsóknar sem birt hefur verið í vísindatímaritinu Nature Astronomy.

 

Líktist Jörðinni

Vísindamennirnir beittu svonefndum loftslags og jarðvegslíkönum til að skoða möguleika lífvera á rauðu plánetunni fyrir um fjórum milljörðum ára – á þeim tíma þegar aðstæður í gufuhvolfi voru svipaðar þar og hér.

 

Þetta vinsamlegra umhverfi telja vísindamennirnir að gæti hafa fóstrað einfaldar örveru sem notuðu vetni sem orkugjafa og skiluðu af sér metanúrgangi.

 

En í stað þess að búa í haginn fyrir frekari þróun eins og gerðist hér á jörð, gætu örverurnar á Mars hafa valdið eigin útrýmingu áður en þróunin komst lengra.

 

Varð kaldari

Orsökina segja vísindamennirnir felast í fjarlægð frá sólinni.

 

Mars er í um 228 milljón kílómetra fjarlægð frá sólu og plánetan hefur því meiri þörf fyrir gróðurhúsalofttegundir á borð við vetni og koltvísýring til að viðhalda lífvænlegu loftslagi.

 

En þegar örverurnar á Mars hámuðu í sig vetnið, eyddu þær jafnframt því lagi af gróðurhúsalofti sem hélt hitastiginu uppi.

 

Að lokum varð yfirborðið svo kalt að þar gátu flóknar lífverur ekki lengur þrifist.

 

Fundu leifar af metani

Líkan vísindamannanna sýnir að yfirborðshitinn á Mars gæti hafa farið úr 10-20 gráður niður í 57 stiga frost á þessu tímabili og það hefur líklega hrakið fyrstu lífverurnar niður á allt að eins kílómetra dýpi í jarðskorpunni, þar sem hitastig var hærra.

 

Geimför hafa áður fundið ummerki metans í þunnu gufuhvolfinu á Mars.

 

Sexhjóla Marsjeppi NASA, Curosity hefur líka greint metan á för sinni um vindblásnar klappir á Mars. Vísindamenn eiga þó enn eftir að finna ummerki þess hvort einhverjar af þessum gömlu örverum hafi lifað af.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.