Alheimurinn

Fimm stærstu áfangarnir í leitinni að lífi á Mars

Í 30 ár hafa sönnunargögn um líf á Mars hrannast upp en endanleg staðfesting á því er þó enn ekki í augsýn. Hún leynist kannski í nýjum borkjörnum sem vísindamenn bíða spenntir eftir að fá í hendurnar.

BIRT: 23/05/2023

Fyrir aðeins 50 árum töldu stjörnufræðingar Mars vera dauða, ískalda steineyðimörk og nánast engir möguleikar væru á að líf hefði nokkurn tíma þrifist þar.

 

Sú skoðun gjörbreyttist þegar bandarísku geimkannarnir Viking 1 og Viking 2 fóru til plánetunnar árið 1976 og sendu myndir til jarðar. Myndirnar sýndu skýrar útlínur af uppþornuðum stöðuvötnum, ám og höfum á yfirborðinu.

 

Þar sem fljótandi vatn er, getur mögulega verið líf og Mars er því augljós staður þegar vísindamenn reyna að svara einni stærstu spurningu vísindanna: Kviknaði líf annars staðar en á jörðinni eða erum við ein í alheiminum?

 

Síðan Viking geimkannarnir lentu á Mars höfum við sent marga geimkanna og gervihnetti til að fá svör. Æ fleiri rannsóknir benda til þess að á rauðu plánetunni hafi hugsanlega þrifist einhvers konar líf og þrífist jafnvel enn. Hér eru fimm stærstu áfangarnir í leit vísindamanna að endanlegri sönnun þess.

1996: Myndir af örverum

Loftsteinninn ALH 84001 finnst á Suðurskautslandinu. Hann inniheldur form sem líta út eins og steingerðar bakteríur.

Loftsteinar innihalda mögulega steingervinga

Hver gerði uppgötvunina?

Vísindamenn NASA vöktu mikla athygli árið 1996 þegar þeir tilkynntu að loftsteinninn ALH 84001 frá Mars innihéldi ákveðnar vísbendingar um líf á Mars.

 

Hver var uppgötvunin?

Rannsóknir á berginu sýndu að það myndaðist í vatnsríku umhverfi á Mars fyrir fjórum milljörðum ára. Inni í berginu fundu vísindamenn form sem litu út eins og steingerðar bakteríur. Auk þess innihélt loftsteinninn litlar kúlulaga kolefnisagnir og kristalla sem gætu hafa myndast frá bakteríum á Mars.

 

Hversu örugg er sönnunargögnin?

Í dag telja langflestir vísindamenn að hugsanleg merki um líf í ALH 84001 séu annað hvort vegna mengunar sýna frá jörðinni eða af ólífrænum uppruna.

2008: Fæðugjafar fyrir bakteríur

Árið 2008 fann geimkanninn Phoenix sérstök sölt sem gætu verið grundvöllur fyrir tilvist baktería.

Geimkanni leitar að mögulegri fæðu sem bakteríur nýttu sér.

Hver gerði uppgötvunina?

Phoenix Mars Lander geimkanninn frá NASA var farartæki sem starfaði á norðlægum slóðum rauðu plánetunnar sem kallast Vastitas Borealis. Markmiðið var að rannsaka hvort ís væri falinn undir yfirborði Mars.

 

Hver var uppgötvunin?

Fönix fann ekki bara ís, heldur líka perklóratsölt sem geta verið næring fyrir bakteríur. Söltin hafa líka þann eiginleika að þau geta haldið vatni fljótandi við -72 °C. Með bæði þeirri næringu og vatni geta bakteríur þrifist.

 

Hversu örugg eru sönnunargögnin?

Tilraunir hafa sýnt að söltin geta ekki haldið lífi í jarðbakteríum við svipaðar aðstæður og á Mars. Hins vegar er ekki hægt að útiloka að Marsbakteríur séu mun harðgerðari en þær frá Jörðinni.

2012: Hugsanlegar leifar frumna

Geimkanninn Curiosity er enn að ferðast um Gale gíginn sem fyrir milljörðum ára innihélt stórt stöðuvatn.

Gígar innihalda byggingareiningar lífsins

Hver gerði uppgötvunina?

Curiosity geimkanni NASA sem lenti í Gale gígnum árið 2012, hefur fundið fleiri merki um líf á Mars í fyrndinni.

 

Hver var uppgötvunin?

Í gígnum er stórt stöðuvatn og í borsýnum hefur kanninn greint lífrænar sameindir sem líkjast fitusýrum í frumuveggjum baktería. Auk þess innihalda sýnin efni sem líkjast byggingareiningum olíu og jarðgass. Hér á jörðinni myndast olía og jarðgas aðallega úr svifi sem hefur sokkið til botns í grunnhöfum.

 

Hversu örugg eru sönnunargögnin?

Niðurstöðurnar eru sterkar vísbendingar um að líf hafi verið á Mars þegar plánetan var ung en vísindamenn eru enn ekki vissir.

2015: Undarleg metanlosun

Trace Gas Orbiter gervihnötturinn leitar að metani í lofthjúpi Mars. Gasið gæti verið merki um líf í dag.

Dularfullt metan gæti verið að koma frá lífverum

Hver gerði uppgötvunina?

Geimkanninn Curiosity hefur skynjað ummerki metangass sem nú er verið að rannsaka nánar af gervihnetti ESA Trace Gas Orbiter.

 

Hver var uppgötvunin?

Hin dularfulla losun metans sem geimkanninn mældi í Gale gígnum gæti verið að koma undan yfirborðinu en hún gæti einnig stafað af lifandi metanbakteríum sem eru sérstaklega virkar á sumrin. Þó gervihnötturinn hafi ekki enn komið auga á metan yfir Mars getur það verið vegna þess að gasið brotnar niður og eyðist á leið sinni upp í gegnum lofthjúpinn.

 

Hversu örugg eru sönnunargögnin?

Sönnunargögnin eru ekki næg. Styrkur metangassins verður að vera meiri til að ákvarða hvort það sé af líffræðilegum uppruna.

2033: Borkjarnar lofa góðu

Borkjarninn á miðri myndinni gæti innihaldið vísbendingar um líf á Mars. Það kemur í ljós þegar hann kemur heim til jarðar árið 2033.

Borprófanir geta gefið endanlegt svar

Hver gerði uppgötvunina?

Perseverance geimkanni NASA er nú að störfum í vatnsgígnum sem var þakinn stöðuvatni og árkerfi fyrir 3,5 milljörðum ára. Markmiðið er að bora og safna 43 borkjörnum.

 

Hver verður möguleg uppgötvun?

Á jaðri árkerfisins hefur Perseverance borað kjarna í leirsteini sem inniheldur mikið magn af lífrænum sameindum af hugsanlegum líffræðilegum uppruna. Nú er geimkanninn að bora í sjálfum árfarveginum. Hér á jörðinni eru árkerfi sneisafull af lífi, svo vonin er sú að sýnin úr Jezero gígnum innihaldi steingerðar örverur.

 

Hvenær fáum við skotheld sönnunargögn?

Áætlun NASA og ESA er að skipuleggja leiðangur sem árið 2033 mun koma með 30 borkjarna frá Mars til rannsóknar á jörðinni.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ROLF HAUGAARD NIELSEN

© NASA & Jstuby. © NASA/JPL-Caltech/University of Arizona. © NASA/JPL-Caltech/MSSS. © ESA–D. Ducros.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Köngulóin er sköpuð til að myrða

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Heilsa

Vísindamenn: Blóðsýni afhjúpa elliglöp 15 árum fyrir einkenni

Maðurinn

Af hverju erum við með mismunandi blóðflokka?

Alheimurinn

Bilaðasta tilraun heims: Komdu með í ferðalag til endimarka alheims

Maðurinn

Getur kláði verið smitandi?

Alheimurinn

Jörðinni var bjargað af illa tvíbura sínum

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is