Alheimurinn

Lítil kjarnorkuver eiga að framleiða straum á Mars

Orkuskortur er ein veigamesta hindruninin í vegi búsetu manna á Mars. NASA prófar nú kjarnakljúfa til að leysa þann vanda.

BIRT: 16/09/2023

Fimm örsmáir kjarnakljúfar eiga að gera drauminn um búsetu á Mars að raunveruleika.

Hver um sig á að framleiða á bilinu 1-10 kílóvött í áratug eða lengur. Það dugar til að framleiða ljós og hita og knýja tæki í nýlendunni.

 

Frumgerð kjarnakljúfsins „Kilopower“ er nú fullsmíðuð og verður keyrð í tilraunaskyni í Nevadaeyðimörkinni.

 

Grunntæknin er sú sama og í hefðbundnum kjarnorkuverum. Hitaorkunni frá klofnun frumeinda er breytt í raforku.

 

Hefðbundin kjarnorkuver eru stór og flókin að allri gerð. Í Glenn-rannsóknamiðstöðinni hefur verkfræðingum NASA hins vegar tekist að þróa eins konar örútgáfu, mjög einfaldaða gerð kjarnakljúfs, þar sem sem klofnunin er þó fyllilega jöfn og stöðug.

 

Rafallinn er á stærð við venjulega öskutunnu og kljúfurinn sjálfur á stærð við eldhúsrúllu. Tæknibúnaður hefur verið reyndur sérstaklega fyrir hvern einstakan hluta kljúfsins og þróun þessa litla orkuvers því vel á veg komin.

Úraníumkjarni er hjarta kjarnakljúfanna sem munu sjá fyrir nýlendu Marsbúa orku.

Kjarnakljúfur hefur t.d. þann kost í samanburði við sólþiljur að vera sterkbyggðari og alveg óháður um hverfisþáttum.

 

Þetta skiptir miklu máli á Mars, þar sem myrkur ríkir á stórum svæðum og rykský geta skyggt á sólina langtímum saman.

 

Sé orkan fengin úr kjarnakljúfum má velja Marsnýlendu stað hvar sem er, jafnvel á myrkari, norðlægum svæðum, þar sem mögulega gæti verið að finna ís.

 

Þessi svæði eru mjög áhugaverð, þar eð úr ísnum má fá vatn fyrir íbúana og í honum gætu líka leynst ummerki lífs.

 

Geislavirk efni losa hita í kjarnakljúfi

Geislavirkur kjarni gefur frá sér hita í kjarnakljúfi, þar sem honum er umbreytt í rafmagn. Þessi litlu orkuver eiga að sjá bækistöð á Mars fyrir orku.

1
Úrankjarni myndar hjartað í þeim kjarnakljúfum, sem eiga að framleiða orku á Mars.
 Geislavirkurúrankjarni klofnar og gefur frá sér hita, þegar stöðugleikastafur úr hörðum málmi er dreginn út. Stafurinn situr fastur í kjarnanum þar til kljúfnum hefur verið komið fyrir á Mars.
2
Beryllíumhringir stjórna klofnunarhraða frumeindakjarnanna þannig að aðrir hlutar kjarnakljúfsins virki rétt.
3
Pípur með fljótandi natríum leiða hitann frá kjarnaklofnuninni til aflvélanna án nokkurrar dælu. Án dælukerfis eykst rekstraröryggi kjarnakljúfsins.
4
Bullur ganga upp og niður í strokkum þegar hitinn berst inn. Þetta skapar hreyfiorku sem vélarnar breyta í raforku fyrir nýlenduna á Mars.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ANTJE GERD PEDERSEN & JAKOB ESPERSEN

NASA,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Vetrardvali tryggir lífsskilyrði dýra

Maðurinn

Góðir erfðavísar gera andlitið skakkt: Fögnum ósamhverfu!

Tækni

Ný rafhlöðutækni fyrir rafbíla dregur verulega úr hleðslutíma

Maðurinn

Fólk fætt í sveit er betur áttað.

Lifandi Saga

Topp – 10: Fáránlegustu stríð sögunnar

Maðurinn

Svona má þekkja sjálfsdýrkanda

Tækni

Hversu mikið menga flugeldar?

Alheimurinn

Tíu atriði sem þú vissir ekki um sólina

Glæpir

Góðgerðarsamtök stýrðu undirheimum Berlínar 

Alheimurinn

Vetrarbrautin – Stjörnuþokan okkar

Alheimurinn

Hvers vegna er mestan landmassa að finna á norðurhveli jarðar?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is