Bláþörungar geta gert Marsnýlendu sjálfbæra

Rannsóknir sýna að harðgerðar lífverur Jarðar geta framleitt bæði mat og súrefni fyrir framtíðar Marsnýlendu.

BIRT: 21/06/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Í fyrsta sinn hafa vísindamenn sýnt fram á að bláþörungar geti lifað af í Marslíku umhverfi. Þetta opnar á þann möguleika að menn á Mars gætu lifað á eigin ræktun án utanaðkomandi aðfanga.

 

Á jörðinni hafa bláþörungar haft afgerandi þýðingu. Fyrir 2,4 milljörðum ára breyttu þeir gufuhvolfinu með því að framleiða súrefni með ljóstillífun og ruddu þar með brautina fyrir allar lífverur sem þurfa súrefni, að okkur meðtöldum.

Í lífefnatönkum (t.v.) hefur tekist að rækta bláþörunga (t.h.) án annarra efna en þeirra sem eru á Mars.

Til viðbótar hafa bláþörungar einstæða hæfni til að drekka í sig koltvísýring úr loftinu og umbreyta honum í lífræn efni. Þeir geta þannig framleitt lífmassa þar sem engum öðrum er það fært. Bæði súrefni og lífmassi eru frumnauðsynjar Marsnýlendu framtíðarinnar.

 

Lifðu af lágan loftþrýsing

Í fjölmörgum tilraunum rannsökuðu vísindamenn hjá Bremenháskóla í Þýskalandi hvort gerlegt væri að rækta bláþörunga í umhverfi sem líktist aðstæðum á Mars. Í lífefnatönkum voru þeir látnir þola margvíslegar blöndur af köfnunarefni og koltvísýringi en bæði efnin er að finna í gufuhvolfinu á Mars.

 

Tilraunirnar sýndu að þessar harðgerðu lífverur lifa af þótt loftþrýstingur sé aðeins tíundi partur af því sem hann er hér og líka í tífalt meiri loftþrýstingi en er á Mars. Að vísu þurftu hlutföllin í tankinum að vera um 96% köfnunarefni og 4% koltvísýringur til að bláþörungarnir stæðust álagið en í gufuhvolfi Mars eru þessi hlutföll nánast þveröfug.

Langtímasýnin er að gera Mars byggilega og lífvænlega. Hinir harðgerðu bláþörungar geta gegnt afgerandi hlutverki með súrefnisframleiðslu.

Tilraunin sýnir engu að síður að ræktun bláþörunga er gerleg með þeim efnum sem eru aðgengileg á Mars.

 

Til mjög langs tíma litið má kannski hugsa sér að bláþörungar gætu breytt aðstæðum á Mars svipað og þeir gerðu eitt sinn á jörðinni – og þar með litað rauðu plánetuna græna og gefið henni súrefnislofthjúp.

BIRT: 21/06/2023

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © ZARM/University of Bremen, Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is