Náttúran

Megalodon – stærsti hákarl allra tíma

Megalodon var stærsti háffiskur sem nokkurn tíma hefur synt um heimshöfin. Þyngd hans var svipuð og 18 fullvaxinna karlfíla og í kjaftinu voru risastórar, sagtenntar tennur í fimm röðum bæði að ofan og neðan. Ef ein tönn losnaði í holdi kraftmikillar bráðar, var alltaf af nógu að taka.

BIRT: 11/02/2024

Megalodon var ógnvaldur hafsins

Líkt og ofvaxinn járnbrautarvagn með kjaftinn fullan af slátrarahnífum fór þessi risaskepna um alla króka og kima heimshafanna og var stöðugt í leit að nýmeti.

 

Þannig mætti lýsa megalodon, stærsta háfi sem nokkru sinni hefur synt um heimshöfin. Þessi risaskepna var nefnilega allt að 18 metra löng og heil 50 tonn að þyngd – ámóta og 18 fullvaxnir fíltarfar.

 

Eins og til að setja punktinn yfir i-ið var kjafturinn gríðarlega stór og troðfullur af beittum tönnum sem gátu rifið í sundur hvaða bráð sem var.

Bæði breidd og hæð kjálkanna mældist í metrum. Stærsta ginið er 2,7 metra hátt og 3,4 metra breitt.

Megalodon hafði risatennur

Þar eð háfar eru brjóskfiskar og brjósk brotnar auðveldlega niður, hafa afar takmarkaðar leifar fundist af þessum risafiski. Hryggjarliðir og tennur hafa þó fundist um allan heim og einkum eru það tennurnar sem bera vitni, bæði um stærð skepnunnar og mataræði.

 

Megalodon hafði um 276 tennur, sem orðið gátu allt að 18 sm að lengd. Þær sátu í fimm röðum bæði í efri og neðri kjálka og risaháfurinn hafði því alltaf nægar tennur þótt og ein og ein kynni að losna í átökum við bráðina.

Megalodon var öflugur drápari og var því með heilar fimm raðir af tönnum.

 

Tennur megalodons voru bæði hvassar og sagtenntar og þar með afar hentugar til að rífa hold frá beinum. Samt voru það ekki mjög stór dýr sem enduðu ævina í gini skepnunnar.

 

Á grundvelli tannafara á steingervingum hafa vísindamenn getað dregið þá ályktun að megalodon hafi verið hrifnastur af dýrum sem voru talsvert smærri en háfurinn sjálfur, svo sem skjaldbökum, selum og smávöxnum skíðishvölum.

 

Svipað matarval sést hjá núlifandi hvítháfum, sem líka velja sér smávaxnari veiðibráð.

 

Þessi tönn úr megalodon er rúmlega 15 sm og þar með ekki stærsta tönn sem fundist hefur úr þessum stóra háfi.

 

En þótt bráðin væri ekki stórvaxin át háfurinn mikið magn. Vísindamenn telja að megalodon hafi étið um 1.100 kg á dag.

 

Og með bitstyrk upp á 18 tonn, sem var fimmfaldur bitstyrkur sjálfrar grameðlunnar, eða T. rex, er enginn vafi á því að megalodon gat étið hvað sem honum datt í hug – ef háfinum bara hugnaðist máltíðin.

 

Svona var Megalodon útlits

Á myndum hefur Megalodon oft verið sýndur sem stækkuð útgáfa af hvítháf, en nýjar rannsóknir sýna að stærsti háfur veraldar hefur haft sín sérkenni.

 

Með því að taka mið af fimm núlifandi tegundum háfa hafa vísindamenn hjá Bristolháskóla reiknað út líkamsbyggingu Megalodons.

 

  Breiður haus skapaði Megalodon kröftugt bit

Stórar tennur sýna að Megalodon hefur haft sterkbyggða kjálka og þess vegna líka öfluga kjálkavöðva. Höfuðið hefur því verið þéttvaxnara og breiðara en t.d. höfuð hvítháfs.

 

Vísindamennirnir giska á að höfuð Megalodons hafi verið um 4,65 metra langt.

 

2 – Bakuggi skapaði Megalodon stöðugleika

Megalodon var með lítinn, bogadreginn bakugga, sem gaf stöðugleika bæði á snöggum spretti og í löngum sundferðum. Vísindamennirnir telja að bakugginn hafi verið 1,62 metrar eða nærri mannhæðarhár.

 

3 – Hár sporður jók sundhraða

Eins og hjá öðrum háfum var efri sporðhlutinn lengri en sá neðri. Þessi lögun er dæmigerð fyrir fiska sem einungis nota sporðinn til að skapa sundhraða.

 

Sporður Megalodons var um 3,85 metra langur

Útdauði Megalodons hefur verið umdeildur

Megalodon ríkti í höfunum fyrir 20 milljónum ára og þar til nýlega ríkti nokkuð víðtæk samstaða um þá hugmynd að hann hefði dáið út fyrir 2,6 milljónum ára.

 

Árið 2018 komust vísindamenn að þeirri niðurstöðu Megalodon hefði gengið á vit örlaga sinna um milljón árum fyrr, sem sagt fyrir um 3,6 milljónum ára. Í ljós kom að allar steinrunnar leifar sem skráðar voru yngri en 3,6 milljón ára gamlar höfðu annað hvort verið rangt aldursgreindar eða voru hreinlega af öðrum tegundum.

 

En af hverju dó Megalodon eiginlega út? Niðurstöður rannsókna hafa í því efni bent til ýmissa átta.

 

Sprengistjarna olli fjöldadauða í sjó

Í mörg ár var skýringin talin sú að Megalodon hefði ásamt fjölda annarra forsögulegra sjávardýra dáið út vegna krabbameinsvaldandi geislunar frá nálægri sprengistjörnu.

Sú stjarna sprakk fyrir um 2,6 milljónum ára og þessi tímasetning kemur því ekki heim og saman við nýjustu rannsóknir á aldauða risaháfsins.

Megalodon á sér mörg nöfn

Í rannsóknum hefur Megalodon gengið undir ýms nöfnum, þeirra á meðal Procarcharodon megalodon, Carcharocles megalodon, Otodus megalodon og Carcharodon megalodon.

 

Ástæðan er sú að enn ríkir nokkur óvissa um uppruna tegundarinnar. Nú ríkir þó töluverð eining um að risaháfurinn hafi verið af ættbálknum Otodontidae og ættinni Carcharocles.

 

Eðlilegasta fræðiheitið er því annaðhvort Otodus megalodon eða Carcharocles megalodon.

Svalt haf og hár líkamshiti

Síðari tíma rannsóknir hafa þótt benda til að lækkandi sjávarhiti hafi orðið risaháfnum ofviða.

 

Á grundvelli greininga á kolefnis og súrefnisísótópum í tönnum megalodons gátu vísindamennirnir slegið því föstu að líkamshiti háfsins hafi verið á bilinu 35-40 °C. Með svo háan líkamshita hefur megalodon þurft að hafast við í hlýjum sjó og efnaskiptin hafa verið svo mikil að til þeirra hefur þurft reglubundna inntöku fæðu.

 

Og því fylgdu ákveðin vandamál þegar sjórinn tók að kólna á tímum risaháfsins.

 

Af þessu leiddi nefnilega að risaháfurinn þurfti að færa sig í hlýrri sjó en mikið af þeim tegundum sem voru á matseðlinum gátu haldið kyrru fyrir og aðlagast svalari sjó.

 

Margir af litlu skíðishvölunum tóku t.d. að stækka og þar með hurfu nokkrar uppáhaldsmáltíðir megalodons af neðansjávarveiðilendunum.

 

Varð undir í baráttu við hvítháfinn

Samkvæmt nýrri rannsóknum gæti það þó sem best hafa verið hvítháfurinn sem að lokum gerði endanlega út af við megalodon.

 

Stóri hvítháfurinn, Carcharodon carcharias, er talinn upprunninn í Kyrrahafi fyrir um sex milljónum ára. Tveimur milljónum ára síðar, sem sagt fyrir um fjórum milljónum ára, tók hann svo að breiðast út til annarra hafa og hefur þá fyrir alvöru farið að deila yfirráðasvæðum með megalodon.

 

Framrás hvítháfsins fellur þannig nokkuð vel að erfiðleikatímum megalodons og síðar aldauða fyrir um 3,6 milljónum ára.

 

Vísindamennirnir telja vel mögulegt að hinn gráðugi hvítháfur hafi hreinlega haft betur í samkeppni um fæðu, þar eð hann er smávaxnari og stærð hans hentar þar með betur til að veiða þau sjávardýr sem báðar tegundirnar hafa ásælst.

 

Uppvöxtur unganna var veikur blettur

Enn ein kenningin er á þá leið að ytri aðstæður, svo sem loftslagsbreytingar hafi spillt þeim svæðum þar sem ungviði megalodon-háfanna ólst upp.

 

Árið 2010 fundu vísindamenn fyrstu ummerki þess að megalodon hafi, líkt og margar núlifandi háfategundur, gætt afkvæma sinna á einskonar uppvaxtarheimilum neðansjávar. Á svæði í Panama fannst óvenju mikil þéttni tanna úr megalodon og meirihluti þeirra var úr ungum eða jafnvel nýfæddum háfum sem verið hafa annars vegar 11 metrar, en hins vegar 4 metrar að lengd.

 

Síðan hafa vísindmenn fundið svipuð svæði víðar í heiminum og þetta þykir benda til að megalodon hafi verndað ungviðið á sérstökum svæðum – og í mörg ár. Megalodon var nefnilega ekki fullvaxinn fyrr en við 25 ára aldur og uppvaxtarsvæðin hafa því haft mikla þýðingu varðandi afkomu nýrra kynslóða.

 

Vísindamenn telja loftslagsbreytingar sem best hafa getað spillt slíkum svæðum og þar með markasð upphafið að endalokum þessa risavaxna háfs.

Ættingi megalodons fundinn

Árið 2016 uppgötvaði fjölþjóðlegur hópur vísindamanna að megalodon hefur ekki verið eini drápsháfurinn sem sveimaði um heimshöfin á forsögulegum tíma. Í Norður-Ameríku, Suður-Ameríku og Asíu hafa fundist tennur úr áður óþekktum ættingja megalodons, Megalolamna Paradoxon.

 

Megolamna hefur verið 3-7 metrar að lengd og þar með miklu smærri en megalodon. En stærðin segir ekki allt.

 

Þótt stærstu tennurnar í Megolamna væru „aðeins“ 4,5 sm að lengd, þá reyndust framtennurnar heppilegar til að rífa sundur bráð, en aftari tennur hentuðu til að skera holdið sundur.

Munurinn á megalodon og núlifandi hvítháf

Sá hvítháfur sem nú lifir er af ættbálknum Lamnidae og ættinni Carcharodon, sem vísindamenn töldu reyndar fyrrum að gilti líka um megalodon og af því stafaði nafngiftin Carcharodon megalodon, sem sumir viljar raunar enn halda sig við.

 

Þetta álit var byggt á yfirborðsrannsóknum á tönnum þessara tveggja tegunda og vísindamenn eru nú langflestir á þeirri skoðun að megalodon tilheyri ættbálknum Odontiadae og ættinni Carcharocles.

 

Útlit þessara tveggja stóru háfa er líka talsvert ólíkt. Vísindamenn telja nú að í samanburði við hvítháfinn hafi megalodon haft styttri trjónu, flatari kjálka og stærri vængugga til að styðja lengd og þyngd.

 

Mesti munurinn er þó tvímælalaust fólginn í stærðinni.

 

Megalodon var 10-18 metra langur og 30-50 tonn að þyngd, en hvítháfurinn er 5-6 metra langur og þyngdin getur farið upp undir þrjú tonn.

Á myndinn sést stærðarmunur megalodons og stærsta hvítháfs sem nokkru sinni hefur fundist. Megalodon er bæði sýndur í minnstu fulorðinsstærð, 10 metrar, og þeirri mestu, 18 metrar. Yfirleitt voru það kvendýrin sem urðu svona stór.

 

Báðar tegundirnar einkennast sagtenntum og oddhvössum tönnum.

 

En tennur megalodons gátu orðið allt að 18 sm að lengd. Stærstu hvítháfstennur sem sést hafa eru hins vegar „aðeins“ 7,6 sentimetrar.

 

Samanburður á tönn megalodons og tönn hvítháfs.

Gæti megalodon enn verið til?

Ýmsir hafa gælt við þá hugmynd, ekki síst í skáldskap, að megalodon gæti enn leynst einhvers staðar í höfunum og sú spurning hefur iðulega verið sett fram.

 

Vísindamenn er þó á einu máli um að svo stór skepna geti ekki verið til án þess að hennar verði nokkurn tíma vart.

 

Þótt úthöfin séu enn að stærstum hluta lítt könnuð, þá hlyti svo stórtækur drápari sem megalodon að skilja eftir sig ummerki, t.d. í formi risavaxinna tannafara á hræjum veiðidýra og tennur, sem hljóta annað veifið að losna, ættu líka að hafa fundist.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Charlotte Kjarr

Shutterstock, © Ethan Miller/Scanpix, © Oliver E. Demuth,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hvaða gerð geislunar er skaðlegust?

Náttúran

Hvað er svartur ís (frostrigning)?

Náttúran

Á Suðurskautslandinu myndast dularfull vök af og til – nú vita vísindamenn ástæðuna

Náttúran

Órangútanapi græðir sár

Lifandi Saga

Taipinguppreisnin: Blóðugasta borgarastríð sögunnar

Alheimurinn

Hvað eru sólblettir?

Maðurinn

Af hverju eru vélinda og barki svo nálægt hvort öðru?

Náttúran

Húðin ljær dýrum ofurkrafta

Lifandi Saga

Svört samviska Norðurlanda

Lifandi Saga

Hvað er Truman-kenningin? 

Maðurinn

Vísindin skoða fjórar mýtur um kulda

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is