Veðurfræði
Þótt loftslag í Sahara sé skraufaþurrt, kemur það – þótt ótrúlegt sé – ekki í veg fyrir að oft myndist öflug þrumuveður yfir sunnanverðri eyðimörkinni.
Að þessu hafa vísindamenn við Utah-háskóla nú komist á grundvelli mælinga frá bandarísk-japanska gervihnettinum TRMM (Tropical Rainfall Measuring Mission Satellite), sem hefur vaktað öll þrumuveður á jörðinni á tímabilinu frá 1988 – 2004.
TRMM-gervihnötturinn er búinn skynjurum sem skrá uppstígandi loftstrauma, eldingar og ísmyndun í þrumuskýjum.
Í ljós hefur komið að rigning er ekki sjálfsagður fylgifiskur þrumuveðurs. Þótt þrumuveður séu algeng á úrkomusvæðum t.d. í Suðaustur-Asíu og Amasónsvæðinu, eru þar sjaldnast meiriháttar þrumustormar á ferð.
Harkalegustu þrumustormarnir geisa hins vegar yfir Argentínu, austur af Andesfjöllum, þar sem hlýtt og rakt loft mætir þurru og köldu lofti.
En ákafir þrumustormar eru líka algengir í Pakistan, Bangladesh og sums staðar í Mið-Afríku.