Af hverju heyrist þruman svona lengi?

Miðað við eldinguna stendur þruman mjög lengi yfir. Hvers vegna?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Þrumugnýr er höggbylgja hljóðs og myndast vegna skyndilegrar og ofboðslegrar hitunar lofts kringum eldinguna.

 

Ýmsar ástæður eru fyrir því að þrumugnýrinn varir lengur en þær fáu míkrósekúndur sem sjá má eldingarblossann.

 

M.a. berast hljóðbylgjur frá mörgum stöðum á ferli eldingarinnar milli skýja og jarðar og tímamunurinn veldur þessum sérkennilega gný.

 

Jafnframt geta hljóðbylgjurnar endurkastast af einhverju sem á vegi þeirra verður og þá heyrir maður stundum sama hljóðið oftar en einu sinni, sem eins konar bergmál.

 

Sjálf eldingin er afhleðsla rafmagns sem fer eftir fyrirfram ákveðinni braut (þar sem frumeindir í lofti hafa þegar jónast) og jafnar út spennumismun milli jarðar og skýs. Oftast er talað um að eldingunni slái niður, en elding getur líka farið milli efsta og neðsta hluta skýsins eða milli tveggja skýja og þá slær engri eldingu niður.

 

Annars má nýta þrumuna til að áætla lauslega fjarlægðina frá eldingunni. Hljóðhraði er um 340 m/sek við sjávarmál þannig að ef t.d. líða 3 sekúndur frá því að eldingin sést þar til þruman heyrist, hefur eldingin verið í um 1 km fjarlægð.

 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is