Læknisfræði

Möguleg lækning gegn heilabilun: Mænuvökvi bætir minni eldri músa

Bandarískir vísindamenn hafa komið í veg fyrir minnistap í eldri músum með því að sprauta inn í heilann mænuvökva úr yngri músum. Tilraunin gæti rutt brautina fyrir alveg ný meðferðarúrræði gegn heilahrörnunarsjúkdómum á borð við alzheimer.

BIRT: 05/01/2023

Heilahrörnunarsjúkdómurinn alzheimer er algengastur slíkra heilasjúkdóma og orsök tveggja af hverjum þremur heilabilunum á heimsvísu.

 

Sjúkdómurinn veldur því að heilafrumurnar deyja smám saman og þannig visnar hæfni heilans, svo sem minni, áttun og dómgreind hægt og hægt uns sjúklingurinn deyr úr sjúkdómnum.

 

Fram að þessu hafa læknavísindin einbeitt sér að þróun lyfja til að hægja á sjúkdómseinkennunum. En nú hefur hópur vísindamanna við Stanfordháskóla í Bandaríkjunum mögulega fundið lækningu sem kemur í veg fyrir minnistap.

 

Með því að sprauta mænuvökva úr yngri músum í heila eldri músa, drógu vísindamennirnir úr því minnistapi sem yfirleitt gerir vart við sig þegar mýsnar eldast.

 

Mænuvökva dælt í heilann

Niðurstöðurnar eru birtar í hinu viðurkennda tímariti Nature og rannsóknin byggir ofan á eldri rannsókn frá 2014, þar sem sömu vísindamenn sýndu fram á að eldri mýs ná bæði betri áttun og betra minni þegar blóði yngri músa er sprautað í æðarnar.

 

Að þessu sinni vildu vísindamennirnir athuga hvort inngjöf mænuvökva úr yngri músum hefði ámóta góð áhrif á eldri mýs.

 

Þeir tóku alls 10 míkrólítra af mænuvökva (um tíundapart úr stærð vatnsdropa) úr hundruðum 10 vikna gamalla músa.

 

Til þess var gerður lítill skurður í hnakka ungu músanna og örlítill mænuvökvi fjarlægður. Því næst voru boruð lítil göt á höfuðkúpur eldri músanna og í gegnum þau var mænuvökvanum dælt inn í heilann með ígræddum dælubúnaði.

Vísindamennirnir drógu mænuvökva úr hundruðum 10 vikna gamalla músa - hægt ferli sem tók nokkra mánuði.

Látnar hlusta á vælutón

Fáeinum vikum síðar voru mýsnar látna þola tiltekin boð – vælutón og ljósmerki – sem þær höfðu áður lært að tengja við rafstuð.

 

Ungar mýs skapa minningar um sársauka og þær minningar sitja sem fastast vikum eða mánuðum saman. Öfugt við ungar mýs eru þær eldri ekki færar um að varðveita slíkar minningar.

 

En það gerðu þær mýs sem höfðu fengið í sig mænuvökva ungu músanna. Þegar þær sáu ljósmerkið eða heyrðu vælutóninn „frusu“ þær á staðnum.

 

Þetta töldu vísindamennirnir sanna að meðhöndluðu mýsnar hefðu varðveitt minninguna um rafstuðið miklu betur en ómeðhöndlaðar mýs.

 

Erfðarannsóknir á músunum sýndu líka að mænuvökvinn hafði haft afar jákvæð áhrif á sérhæfðar heilafrumur sem eru minninu mikilvægar.

 

Frekari prófanir leiddu í ljós að sérstakar stoðfrumur kallaðar smágriplufrumur brugðust sérstaklega jákvætt við ákveðnu prótíni í mænuvökvanum sem kallast FGF17, sem öllu jöfnu fer minnkandi með aldrinum.

Hinn ungi mænuvökvi styrkti sérstaklega fjölda fituríkra stoðfruma í heilanum sem kallast smágriplufrumur (grænar), sem virka sem eins konar einangrun fyrir taugafrumur heilans.

Enn langt í nothæft lyf

Árangur vísindamanna við að bæta minni með próteininu FGF17 gæti haft mikil áhrif á baráttuna gegn heilabilun.

 

Ef t.a.m. tekst að fjöldaframleiða gerviefni sem líkir eftir FGF17 væri hugsanlegt hægt að hægja á minnistapi vegna hins ógnvekjandi heilasjúkdóms – eða jafnvel koma í veg það.

 

Enn er þó langt í land þar til lyfið verður að veruleika. Tilraunir hafa hingað til eingöngu verið gerð á músum og enn á eftir að gera tilraunir á mönnum.

 

Að auki þurfa rannsakendur einnig að finna svör við því hvernig hægt er að koma lyfinu á öruggan hátt á réttan stað í heilanum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ANDREAS EBBESEN JENSEN

Shutterstock,© Wikimedia Commons,© Oliver Larsen

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

Lifandi Saga

Hvers vegna brann Hindenburg? 

Náttúran

Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Lifandi Saga

Hvað voru fyrsta og annað ríkið?

Lifandi Saga

El-Alamein: Montgomery sigrar Rommel í sandbylnum

Lifandi Saga

Hvers vegna geta kosningar verið svona ótrúlega jafnar?

Náttúran

Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Náttúran

Geta hvalir gleypt fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is