Endurteknir draumar geta verið merki um aukna hættu á vitglöpum

Ef tekst að styrkja grundvöll þessarar rannsóknar með öðrum sambærilegum rannsóknum getur það nýst vísindamönnum til að skima fyrir heilabilun meðal aldraðra.

BIRT: 30/09/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Ef þú manst ekki hvenær þú vaknaðir síðast skyndilega eftir hræðilega martröð er það á undarlegan hátt tákn fyrir gott minni.

 

bresk rannsókn hefur nefnilega sýnt fram á að eldra fólk sem dreymir óhuggulega drauma að minnsta kosti einu sinni í viku er fjórum sinnum hættara á að upplifa einhvers konar vitræna skerðingu – þ.e.a.s. hnignun á andlegum hæfileikum eins og að muna – samanborið við þá sem fá sjaldan martraðir.

 

Ef tekst að styrkja grundvöll þessarar rannsóknar með öðrum sambærilegum rannsóknum getur það nýst vísindamönnum til að skima fyrir heilabilun meðal aldraðra.

 

Sást hjá Parkinsonsjúklingum

Það er alveg eðlilegt að dreyma skelfilega drauma af og til. En um fimm % allra fullorðinna fá það truflandi martraðir að þeir vakna. Og þetta gerist að minnsta kosti einu sinni í viku. Það sem vísindamenn vita er að áhættuþættir vegna martraða geta verið streita, kvíði og of lítill svefn.

 

Eldri rannsóknir á Parkinsonsjúklingum sýna að hröð andleg hnignun sem og aukin hætta á vitglöpum tengjast oft martröðum.

 

Rannsókn á svefngæðum og heilastarfsemi

Til að kanna hvort það sama eigi við hjá heilbrigðum einstaklingum greindi hópur vísindamanna frá háskólanum í Birmingham undir stjórn Dr. Abidemi Otaiku gögn úr þremur eldri rannsóknum sem ná yfir nokkur ár. Rannsakað var hvernig svefngæði fólks höfðu áhrif á heilastarfsemi þeirra.

 

Nýja rannsóknin náði til yfir 600 manns á miðjum aldri (35-64 ára) og 2.600 eldra fólks (79 ára og eldri). Auk fjórum sinnum meiri hættu á vitsmunalegri hrörnun hjá miðaldra fólki sem fékk martraðir að minnsta kosti einu sinni í viku, var hættan á að greinast með heilabilun tvöfalt meiri hjá öldruðum með síendurteknar martraðir.

LESTU EINNIG

Rannsakendur leggja áherslu á að aðeins viss hluti fullorðinna með síendurteknar martraðir sé líklegur til að fá heilabilun. Verði þessi tengsl staðfest er hægt að nýta martraðirnar til að finna einstaklinga í áhættuhópum.

 

„Besta leiðin í baráttunni gegn heilabilun er að koma í veg fyrir vandamálið. Við vitum um nokkra áhættuþætti sem við getum gert eitthvað í. Óhollt mataræði, of lítil hreyfing, reykingar og óhófleg áfengisneysla, svo eitthvað sé nefnt“ segir dr. Abidemi Otaiku.

BIRT: 30/09/2022

HÖFUNDUR: BJØRN FALCK MADSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is