Þegar múmían af Ramses 2. faraó var flutt í nýbyggt safn í Kaíró var það sem í hryllingssögu. Smurt líkið hafði verið til sýnis í tvo áratugi í Cairo Boulaq Museum en þegar nýtt safn var byggt viðTahrir-torg var Ramses fluttur.
Verðirnir í safninu höfðu heyrt flökkusögur um bölvun faraósins, svo þeir störðu í ofvæni þegar verið var að koma kistunni fyrir á stalli sínum.
LESTU EINNIG
Þeirra versta martöð raungerðist þegar Ramses lyfti upp handleggnum og bankaði í glerið yfir múmíunni. Skelfingu lostnir hlupu þeir sem fætur toguðu úr salnum.
Skýringin var hins vegar sú að vegna hitabreytinga höfðu sinar í hanleggnum dregist hratt saman með þessum uggvænlegu afleiðingum.
Múmían af Ramses 2. faraó hefur vakið ótta hjá mörgum manninum, allt frá því að hún fannst árið 1881.