Menning og saga

Stærsta fjársjóðskista heims opnar í nóvember

Einkaskip faraósins Keops, hraðskreiður stríðsvagn Tútankamons og gullhúðaður hnífur úr loftsteini. Þetta eru einungis nokkrir fjársjóðanna sem verður að finna í risastóra forngripasafninu sem stendur til að opna rétt við Giza-píramídana. Lesið hér um forngripina.

BIRT: 13/09/2022

Stærsta fornminjasafn heims lítur brátt dagsins ljós við undirstöður Giza-píramídanna í Egyptalandi. Þar verða til sýnis rösklega 100.000 gripir frá hinu forna Egyptalandi sem veita munu gestum innsýn í stórfenglega fortíð landsins.

 

Áformað er að opna 81.000 m2 stórt Giza-safnið í nóvember á þessu ári en fyrir þá sem ekki geta beðið svo lengi er hér hægt að kynna sér eilítið einstaka dýrgripi og fræðast um það hvernig þeir hafa ratað á þetta nýja safn.

1. SÓLSKIP

Sólskipið var fyrst sýnt á sérstöku safni árið 1982 en skipinu er hins vegar ætlað langtum meira rými á nýja safninu.

Viðkvæmt sólskip fær sérmeðhöndlun

Sólskip voru grafin ásamt eigendum þeirra, faraóunum, til þess að sálir þeirra gætu siglt inn í Dauðaríkið ásamt sólguðinum Ra. Enginn veit þó fyrir víst hvaða tilgangi þetta tiltekna sólskip gegndi því það ber þess merki að því hafi verið siglt á sjó og fyrir vikið telja vísindamenn að faraóinn hafi notað skipið á meðan hann lifði.

 

Eitt er alveg víst og það er að fornleifafræðingar urðu yfir sig hrifnir þegar skipið kom í leitirnar árið 1954. Það hafði verið hlutað niður í 1.272 hluta. Þegar fornleifafræðingum loks tókst að setja skipið saman eftir margra ára vinnu blasti við þeim 43,4 m langt og 5,9 m breitt skip úr sedrusviði en stærri viðargripur hefur aldrei fundist í Egyptalandi hinu forna.

 

Fínlegur viðurinn er einkar viðkvæmur gegn hitabreytingum og miklum lofthita sem getur látið viðinn tútna út og rotna.

 

Árið 2009 var fyrir bragðið reist rannsóknarstofa við hlið uppgraftarsvæðisins til þess að unnt yrði að setja skipið saman við öruggar aðstæður. Þar voru allir hlutar skipsins hreinsaðir gaumgæfilega og endurbættir áður en þeir voru settir saman aftur og mynduðu þetta stórfenglega skip sem brátt verður hægt að berja augum á Giza-safninu.

 

Sjáðu tignarlega ferð sólskipsins í safnið

2. GRÖF TÚTANKAMONS

Gröf barnakonungsins mun laða flesta að

Tútankamon lést þegar hann var aðeins 19 ára að aldri. Heilum þrjú þúsund árum eftir andlát hans fundu fornleifafræðingar svo glæsilega gröf hans í Konungadalnum. Á safninu verður í fyrsta sinn unnt að berja augum allar 5.000 gersemar grafarinnar á einum stað. Hér eru tvær þekktustu gersemarnar.

Hneykslanleg meðferð á grímunni

Tíu kílóa gullgríma Tútankamons hefur valdið hrifningu um gjörvallan heim, allt frá því að hún fannst í gröf faraósins árið 1925.

 

Hins vegar datt skeggið skyndilega af grímunni árið 2014 þegar verið var að hreinsa hana á Egypska safninu í Kaíró. Forverðirnir límdu í óðagoti skeggið á grímuna með tonnataki frammi fyrir augum furðu lostinna safngesta.

 

Egypski fornminjaráðherrann neyddist síðan til að biðjast afsökunar á afglöpum þessum frammi fyrir heimspressunni. Yfirmaður safnsins í Giza hefur lofað að viðlíka muni aldrei endurtaka sig.

Dularfullur hnífur ruglaði vísindamenn í ríminu

Meðal þúsunda forngripa sem fundust í gröf Tútankamons var 34 cm langur járnhnífur. Hnífurinn vakti furðu því járn var afar sjaldséð í Egyptalandi hinu forna og engan óraði fyrir hvaðan málmurinn gæti verið upprunninn.

 

Árið 2016 fékkst svo loks svar við ráðgátunni, því hnífurinn var gerður úr loftsteini sem hrapað hafði til jarðar. Skönnun leiddi í ljós að hnífsblaðið innihélt 10% nikkel og 0,6% kóbolt, nákvæmlega sama efni og loftsteinninn Kharga sem fundist hafði í Egyptalandi árið 2000. Þannig að safngestir geta ekki aðeins kynnst fortíðinni á nýja Giza-safninu, heldur einnig hluta af geimnum í kringum okkur.

3. ÁSTIN EILÍFA

Meryre var æðstiprestur í Atontrúnni sem faraóinn Akanaton gerði að ríkistrú um 1378 fyrir Krist. Sonur faraósins, Tútankamon, innleiddi svo gömlu egypsku guðina á nýjan leik.

Einstæður kærleikur úr kalksteini

Kalksteinsstyttan sem kallast „Meryre og kona hans Iniuia“ er einungis 85 cm á hæð og bliknar þess vegna í samanburði við aðrar styttur á Giza-safninu.

 

Styttan er engu að síður í algerum sérflokki því á sama tíma og Egyptar til forna sköruðu fram úr í gerð tilkomumikilla bygginga til heiðurs drottnurum sínum, heyrðu styttur til heiðurs einstaklingum til algerra undantekninga. Engu að síður lét skrifarinn, ráðgjafinn og æðstipresturinn Meryre gera styttu af sér og eiginkonu sinni Iniuia sem leggur handlegg sinn ástúðlega utan um eiginmann sinn.

 

Hjónin eru sýnd í miklu meiri smáatriðum en tíðkaðist á dögum 18. konungsættarinnar (1550-1307 f. Kr.), þegar styttan var gerð. Smáatriðin má ekki hvað síst greina í hágreiðslunni á Iniuia sem sýnd er með ósamhverfa greiðslu og fléttur í hárinu, svo og plíseruðum kirtli eiginmanns hennar, Meryre.

 

Styttan sem fannst í borginni Saqqara suður af Kaíró árið 2020, telst fyrir vikið vera alveg einstök. Hún var strax sett í sýningu á Egypska safninu, áður en hún síðan var flutt í hið nýja Giza-safn árið 2020.

4. STRÍÐSVAGNAR

Margir af hestvögnum Tútankamons voru lagðir gulli.

Sjáið vagnana í vagnageymslu Tútankamons

Ójafnir, sendnir vegirnir í Egyptalandi til forna öftruðu Tútankamon engan veginn. Þrátt fyrir að vagn hans gæti keyrt á 40 km hraða á klst. á ósléttu landslaginu í Egyptalandi hinu forna, þýddi það engan veginn að ferðin þyrfti að vera óþægileg. Á dögum 18. konungsættarinnar voru vagnar Egypta nefnilega svo fullkomnir að gerð að bifreiðasérfræðingar segja að þeim hafi mátt líkja við fyrsta flokks bifreiðar.

 

Fundist hafa sex af þessum hestvögnum í gröf Tútankamons: Einn stríðsvagn, tveir viðhafnarvagnar og þrír veiðivagnar.

 

Það voru einkum hjólin sem áttu þátt í að deyfa höggin þegar vagnarnir óku á vegunum, því sveigjanlegar viðarhjólagjarðirnar löguðu sig að öllum ójöfnum sem vagninn ók yfir. Þá var öxullinn jafnframt smurður með dýrafitu sem gerði hjólunum kleift að snúast án nokkurs viðnáms.

 

Hestvagnarnir sex hafa verið hafðir til sýnis á ýmsum söfnum í Egyptalandi. Í Giza-safninu verða vagnarnir allir samankomnir á einum stað í fyrsta sinn frá því að þeir voru dregnir upp úr gröf Tútankamons fyrir hartnær heilli öld.

5. STYTTA RAMSES 2.

Ellefu metra há stytta af Ramses 2. var fyrsti gripurinn sem komið var fyrir í nýja safninu.

Risavaxinn faraó á taumlausu ferðalagi

Ramses 2. ríkti í alls 66 ár, allt til dauða árið 1224 fyrir Krist. Faraó þessi hlaut viðurnefnið „hinn mikli“ sem er vel við hæfi enn þann dag í dag, þar sem 11 metra há og 83 tonna þung styttan af þessum valdamikla drottnara gnæfir yfir innganginum að Giza-safninu. Styttan er svo stór að notast þurfti við tvær sérhannaðar vinnuvélar til að koma henni fyrir á safninu árið 2018, áður en salurinn sem hýsir innganginn var reistur.

 

Ferðalag styttunnar hefur verið langt og strangt. Hún var hoggin út fyrir 3.200 árum í grjótnámu í Aswan og síðan siglt með hana á ánni Níl til hins forna höfuðstaðar Egyptalands, Memfis, þar sem hún er talin hafa staðið fyrir framan stórt hof sem tileinkað var guðinum Pta. Styttan fannst í sex hlutum árið 1820 og það var svo ekki fyrr en árið 1954 sem tókst að setja hana saman með notkun járnstanga sem komið var fyrir innan í henni.

 

Styttan af Ramses 2. stóð fyrir framan aðallestarstöðina í Kaíró í 50 ár, hulin reykjarsvælu bifreiðanna í kring sem olli tæringu á gegnheilum granítsteininum. Árið 2006 var Ramses-styttunni svo komið fyrir við Egypska safnið, allt þar til hún var flutt á núverandi staðsetningu í Giza-safninu í lögreglufylgd.

6. SVÍFANDI BRODDSÚLA

Broddsúlur frá gjörvöllu Egyptalandi voru fluttar að safninu í Giza.

Broddsúla mun svífa yfir jörðu

Anddyri þessa nýja egypska safns mun bjóða upp á afar sérstæða sýn. Þar munu safngestir geta virt fyrir sér broddsúlu í lausu lofti sem gerir þeim kleift að lesa textann á neðanverðri súlunni. Broddsúlan var upprunalega höggvin út í tíð Ramses 2. en hún fannst síðan í norðurhluta landsins þar sem faraóinn voldugi lét reisa hof og setja upp fleiri broddsúlur.

 

Súlan vegur 110 tonn, er 16 metrar á hæð og hana þarf að styrkja með fjórum súlum sem verja hana gegn titringi í jörðu, m.a. frá neðanjarðarlestakerfinu í Kaíró.

 

Undanfarin 3.500 ár hefur undirstaða broddsúlunnar hulið svokallaðan skrautramma Ramses 2. en um er að ræða sporöskjulagað nafnskilti með myndletri sem gaf til kynna yfirráð faraósins. Þegar hins vegar broddsúlunni verður lyft upp með fjórum súlum og gegnsærri plötu eiga safngestirnir að geta gengið undir henni og virt fyrir sér þennan einstaka skrautramma.

 

Fyrst þarf raunar að hreinsa og endurbæta broddsúluna áður en henni verður endanlega komið fyrir, fyrir framan innganginn að safninu „sem tákn um fortíð, nútíð og framtíð Egyptalands“.

7. ÞRÍEINA STYTTAN

Styttur sem sýndu faraóinn Menkaure voru gerðar úr sléttum sandsteini sem Egyptar að öllu jöfnu tengdu við Ósíris, guð upprisunnar.

Þrefaldar styttur tryggðu faraóum upprisu

Faraóinn Menkaure sem réði ríkjum í Egyptalandi á dögum 4. konungsættarinnar (2558-2449 f. Kr.), varð að þola margt eftir andlát sitt: Minnisvarðinn um hann, minnsti píramídinn á öllu Giza-svæðinu, var rændur ótalmörgum sinnum og meira að segja reynt að eyðileggja hann, auk þess sem steinkista hans liggur á hafsbotni, sökum þess að skipið sem átti að sigla kistunni til Lundúna árið 1830, sökk á leið sinni.

 

Árið 1907 má segja að faraóinn hafi hlotið eilitla uppreist æru þegar hof, tileinkað honum, fannst nærri gröf hans. Þar grófu fornleifafræðingar m.a. upp fjórar stráheilar þrenningarstyttur (þ.e. styttur sem sýndu þrjár mannverur) úr dökkum sandsteini. Stytturnar eru 92,5 cm háar og sýna allar Menkaure með eiginkonur hans tvær beggja vegna eða þá gyðjur sem tákna hin ólíku héruð Egyptalands.

 

Á Giza-safninu verður hægt að berja augum best varðveittu stytturnar, m.a. eina sem á að tákna Menkaure með ástargyðjuna Haþor, öðrum megin og kvenkyns persónugerving 7. héraðsins, Sesheshet, hinum megin.

8. FALLEGAR STEINKISTUR

Enn finnast steinkistur frá Egyptalandi hinu forna.

Nýfundnar steinkistur hver annarri fegurri

Árið 2020 fundust alls 59 steinkistur í borginni Saqqara suður af Kaíró og fundur þessi vakti geysimikla athygli í fréttamiðlum um gjörvallan heim. Steinkisturnar voru innsiglaðar og þegar egypskir fornleifafræðingar opnuðu þær á blaðamannafundi, frammi fyrir leiftrandi myndavélum, fundu þeir uppþornaðar leifar af prestum og skrifurum frá 26. konungsættinni (672-525 f. Kr.).

 

Steinkisturnar og líkklæði múmíanna voru í svo góðu ásigkomulagi að litríkar skreytingarnar með ýmsum táknum og myndletri lýstu enn í bláum, gulum, rauðum og grænum litbrigðum, þrátt fyrir að hafa verið geymt í jörðu í hartnær 2.600 ár. Stuttu eftir þetta var ákveðið að allar kisturnar skyldu hafðar til sýnis á nýja Giza-safninu.

 

„Okkur segir svo hugur að þetta sé bara byrjunin“, sagði egypski fornminjaráðherrann, Khaled El-Enany, á blaðamannafundi.

 

Örfáum mánuðum síðar kom í ljós að hann hafði lög að mæla, því alls eitt hundrað steinkistur til viðbótar fundust í grenndinni. Fornleifafræðingar stunda enn uppgröft í eyðimerkursandinum í von um að finna enn fleiri steinkistur sem varpað gætu nýju ljósi á Egyptaland hið forna.

9. VARÐVEISLA Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI

Varðveislumiðstöðin er svo stór að hún hefur yfir að ráða eigin orkuveri og slökkvistöð.

Neðanjarðarmiðstöð vekur fortíðina til lífsins

Giza-safnið verður ekki einungis stærsta fornleifasafn heims þegar ráðgert er að opna það í lok árs 2022. Með því fyrsta sem byggt var í tengslum við safnið var varðveislumiðstöð þar sem hundruð vísindamanna og forvarða geta gert upp, flokkað og sundurgreint þær þúsundir safngripa sem safnið hefur yfir að ráða.

 

Það eru m.a. þessir vísindamenn sem á undanförnum árum hafa getað leitt í ljós að hnífur Tútankamons var gerður úr loftsteini og að hestvagnar hans voru ekki gerðir úr sedrusviði, heldur álmi frá svæðinu umhverfis Miðjarðarhaf.

 

„Okkar starf hér er fólgið í því að enduruppgötva fjársjóðina“, útskýrði forstöðumaður safnsins, Al-Tayeb Abbas, við opnun þess árið 2010.

 

Rannsóknarstofa á stærð við fótboltavöll

Miðstöðin er 7.000 m2 að stærð og hefur yfir að ráða fimm aðalrannsóknarstofum sem hver um sig sérhæfir sig í sínum efniviði: Steini, viði, lífrænum efnum á borð við klæðnað, leður og papýrus, ólífræn efni í líkingu við leir, gler og málm, auk jarðneskra leifa fólks, m.a. múmía.

 

Eitt helsta verkefni miðstöðvarinnar felst í að rannsaka á hvern hátt Tútankamon lést.

LESTU MEIRA UM GISA-SAFNIР

Heimasíða safnsins:

GRAND EGYPTIAN MUSEUM

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Nanna Apergis & Bue Kindtler-Nielsen

© Jack Sullivan/Imageselect,© Tarek Heikal & Mark Fischer,© Robertharding/Masterfile/Ritzau Scanpix & Shutterstock,© DEA/S. VANNINI/Getty Images,© Mohamed El-Shahed/AFP/Ritzau Scanpix & Shutterstock,© Mohamed Hossam/EPA/Ritzau Scanpix,© Hassan Mohamed/AP/Ritzau Scanpix,© Chipdawes,© Khaled Elfiqi/EPA/Ritzau Scanpix,© Philippe Bourseiller/Getty Images

Alheimurinn

Næsti tungljeppi NASA verður hálfsjálfvirkur

Maðurinn

Vald breytir heilanum – og persónuleikanum

Maðurinn

Vald breytir heilanum – og persónuleikanum

Maðurinn

Straumur í heila hressir þunglynda

Maðurinn

Straumur í heila hressir þunglynda

Maðurinn

„Við kvefumst frekar á veturna“

Maðurinn

Hvers vegna aka Bretar á vinstri vegarhelmingi?

Náttúran

Vísindamenn varpa ljósi á taugakerfi plantna

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

7 ósannar mýtur um líkamann

Náttúran

Hvers vegna eru sólin og tunglið ekki með sama lit? 

Maðurinn

Síamstvíburar giftust og eignuðust börn

Lifandi Saga

Guðfaðir hrollvekjunnar: Edgar Allan Poe: Enn hvílir dulúð yfir meistara myrkranna

Menning og saga

Stórt nef arfur fortíðarinnar

Heilsa

Sannleikurinn um vítamín

Jörðin

Jarðskjálftar geta raskað tíma og rúmi

Jörðin

Loftslagsbreytingar munu bitna harkalegast á Kína

Náttúran

Fyrsta rándýrið kannski uppgötvað í Ástralíu

Heilsa

Átta merki þess að þú drekkir of lítið vatn

Maðurinn

7 ósannar mýtur um líkamann

Náttúran

Hvers vegna eru sólin og tunglið ekki með sama lit? 

Maðurinn

Síamstvíburar giftust og eignuðust börn

Lifandi Saga

Guðfaðir hrollvekjunnar: Edgar Allan Poe: Enn hvílir dulúð yfir meistara myrkranna

Menning og saga

Stórt nef arfur fortíðarinnar

Heilsa

Sannleikurinn um vítamín

Jörðin

Jarðskjálftar geta raskað tíma og rúmi

Jörðin

Loftslagsbreytingar munu bitna harkalegast á Kína

Náttúran

Fyrsta rándýrið kannski uppgötvað í Ástralíu

Heilsa

Átta merki þess að þú drekkir of lítið vatn

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Besta leiðin til að verjast lús

Heilsa

Besta leiðin til að verjast lús

Heilsa

Hversu oft á að þvo rúmfötin?

Heilsa

Hversu oft á að þvo rúmfötin?

Maðurinn

Konur finna fyrir meiri sársauka en karlar

Lifandi Saga

Fasisti stal líki Mussolinis: Hinsta ferð harðstjórans

Lifandi Saga

Fimm ástæður þess að nasistar flúðu til Suður-Ameríku

Lifandi Saga

Grínari setti London á annan endann

Vinsælast

1

Heilsa

Átta merki þess að þú drekkir of lítið vatn

2

Heilsa

Getur þvagblaðran sprungið, ef maður heldur of lengi í sér?

3

Maðurinn

Síamstvíburar giftust og eignuðust börn

4

Maðurinn

7 ósannar mýtur um líkamann

5

Náttúran

Vísindamenn varpa ljósi á taugakerfi plantna

6

Maðurinn

Vald breytir heilanum – og persónuleikanum

1

Heilsa

Átta merki þess að þú drekkir of lítið vatn

2

Heilsa

Getur þvagblaðran sprungið, ef maður heldur of lengi í sér?

3

Maðurinn

Síamstvíburar giftust og eignuðust börn

4

Maðurinn

7 ósannar mýtur um líkamann

5

Maðurinn

Vald breytir heilanum – og persónuleikanum

6

Maðurinn

Straumur í heila hressir þunglynda

Jörðin

Er mögulegt að vara við flóðbylgjum?

Heilsa

Fimm atriði sem þú ættir að þekkja til að öðlast heilbrigðari lífstíl.

Maðurinn

Samkennd. Hvað táknar það að vera fær um að sýna samkennd?

Lifandi Saga

Pöddufullur bakari Titanic lifði af á viskíi

Jörðin

Parísarsamkomulagið dautt: Það sýður upp úr hnettinum

Lifandi Saga

Hafnarborg í Texas lyftist upp um fimm metra 

Lifandi Saga

Grimmsævintýri: Bönnuð börnum

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Lifandi Saga

Úkraínska og rússneska – hver er munurinn?

Maðurinn

Svona mikið vatn ættir þú að drekka á dag

Náttúran

Fólk fer oft ekki rétt að köttunum sínum

7 ósannar mýtur um líkamann

Þurfum við virkilega að bíða í heila klukkustund með að fara í sund eftir máltíð? Fáum við gigt af því að láta smella í fingrunum? Hér ætlum við að velta fyrir okkur sjö lífseigum mýtum um líkamann.

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is