Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur komið auga á áður óþekkt smástirni í sjónaukum sínum.
Smástirnið er um 50 metrar í þvermál og samkvæmt útreikningum Evrópsku geimferðastofnunarinnar er leið þess nokkrum sinnum í námunda við jörðu.
Á Valentínusardaginn – 14. febrúar – árið 2046, er jafnvel örlítil hætta á að loftsteinninn skelli á plánetuna okkar.
Útreikningar stjörnufræðinganna sýna að það er líkurnar séu 1 á móti 560 á að smástirni sem heitir 2023 DW rekist á jörðina árið 2046. NASA leggur hins vegar áherslu á að nokkur tölfræðileg óvissa sé í gögnum þeirra.
Smástirni gjöreyddi 80 milljón trjám
2023 DW er ekki mikil ógn við líf á jörðinni með sína 50 þvermálsmetra en gæti samt valdið miklum skaða ef það rækist á bláu plánetuna okkar.
Höggbylgja felldi 80 milljónir trjáa í Tunguska í Síberíu einn sumarmorgun árið 1908. Ástæðan var líklega loftsteinn.
Árið 1908 skall smástirni svipað af stærð við Tunguska í Síberíu.
Afleiðingin var gríðarleg 12 megatonna sprenging – meira en 570 sinnum öflugri en kjarnorkusprengjan sem varpað var á Nagasaki í seinni heimsstyrjöldinni.
Sem betur fer skall smástirnið ekki á stórborg heldur varð áreksturinn í rússnesku auðninni þar sem smástirnið felldi hvorki meira né minna en 80 milljónir trjáa.
NASA hefur engar áhyggjur
2023 DW er sem stendur efst á lista NASA yfir mögulegar smástirnaógnir. En það er víst lítil hætta á ferðum.
Þetta nýfundna smástirni er í flokki 1 á Tórínó kvarðanum sem þýðir að það er engin ástæða til að hafa áhyggjur alla vega strax.
Torino kvarðinn fer frá 0 og upp í 10, þar sem 0 vísar til smástirna þar sem engar líkur eru á árekstri, eða loftsteina sem annað hvort eru of smáir til að valda skemmdum eða brenna upp í lofthjúpnum áður en þeir skella á yfirborði plánetunnar.
Ef smástirni er á efst á kvarðanum eru allar líkur á árekstri með gríðarlegri eyðileggingu. Slíkir árekstrar eru mjög sjaldgæfir og gerast að meðaltali einu sinni á 100.000 ára fresti.
Á twittersíðu NASA kemur fram að fylgst verði vel með 2023 DW og muni gera almenningi viðvart ef smástirnið færir sig upp í 3 á Torino kvarðanum.
Árekstur gæti sent höggbylgjur um alla jörðina
Síðasti stóri áreksturinn við smástirni var árið 2013 þegar smástirni sem var rúmlega 18 metrar að þvermáli skall á lofthjúp jarðar.
Smástirnið skall á lofthjúpnum með svipuðum krafti og 500.000 tonn af TNT – eða vel yfir 20 sinnum meiri krafti en kjarnorkusprengingin í Nagasaki. Höggbylgjur fór tvisvar í kringum jörðina og slösuðust yfir 1.600 manns.
2023 DW er mun stærra en það smástirni.
Jafnvel þótt hið nýfundna smástirni reynist vera á árekstrarbraut við jörðina, þá eru vísindamenn tilbúnir.
Á síðasta ári tókst geimvísindamönnum og verkfræðingum NASA að breyta stefnu umtalsvert stærri smástirnis með hjálp nýju DART áætlunarinnar.