LESTÍMI: 4 MÍNÚTUR
Nú tekur geimfarið Double Asteroid Redirection Test, DART, stefnun þráðbeint á loftstein á braut um jörðu og verður látið keyra inn í hann á fullri ferð.
Sjálfsmorðsleiðangur geimfarsins er ætlað að fá úr því skorið hvort við ráðum nú þegar yfir nauðsynlegri tækni til að sveigja loftsteina framhjá jörðinni.
NASA veitir okkur tækifæri til að fylgjast með geimskotinu í beinni útsendingu, en skotstundin er áætluð um kl. 05:30 að íslenskum tíma
Myndtengill: Fylgstu með hér þegar DART kveður jörðina
DART á að ýta við loftsteininum
DART er á stærð við lítinn bíl og verður skotið á loft með SpaceX Falcon 9-eldflaug sem ber farið út úr þyngdarsviði jarðar og í átt að loftsteininum Didymos og fylgisveini hans.
Geimfarið nær þó ekki til loftsteinsins og smærri steininum, Dimorphos, fyrr en í október 2022.
Tækið DRACO, um borð í geimfarinu, nýtir tundurskeytatækni til að stýra farinu án skipana frá jörðu og getur til viðbótar tekið myndir af lofsteinunum tveimur.
Eftir kerfisathugun breytir DART um stefnu og hefur „kamikazeferð“ sína.
1. DART fer á árekstrarbraut
DART flýgur í lítilli fjarlægð fram hjá loftsteinunum 2001 CB21 til að aðgæta kerfi sín áður en stefnan er endanlega tekin á Didymos. Í 38.000 km fjarlægð tekur sjálfvirka stjórnkerfið yfir og stýrir DART inn á braut Dimorphos.
2. Áreksturinn myndar gíg.
DART skellur á Diomorphos á 21.000 km hraða. Áreksturinn skapar margra metra breiðan gíg og þyrlar gríðarstóru rykskýi út í geiminn. Skýið sjá vísindamennirnir auðveldlega í sjónaukum og þar með að geimfarið hafi hitt í mark.
3. Sjónaukar sýna stefnubreytingu
Netverk sjónauka fylgist með loftsteinunum eftir áreksturinn. Þar eð lofsteinarnir snúast hvor um annan verður unnt að mæla langtímaáhrifin – jafnvel þótt hraði Dimorphos breytist aðeins um 0,014 km/klst eftir áreksturinn
Um tíu dögum fyrir áreksturinn losar DART lítinn gervihnött, LICIACube, sem á að senda myndir og upplýsingar til jarðar.
Vörn gegn loftsteinahamförum
Menn gera sér vonir um að hreyfiorkan frá DART, sem skellur á Dimorphos á 6,6 km hraða á sekúndu vegna hröðunar háþróaðs jónahreyfils, geti stytt brautartíma minni lofsteinsins um margar mínútur. Sjónaukar á jörðu niðri geta greint muninn.
Við áreksturinn hægir á minni loftsteininum en hann færist inn á nálægari braut og hefur því áhrif á hraða og stefnu stærri steinsins.
2024 verður ESA-geimfarið Hera sent út í geiminn til að rannsaka skemmdirnar eftir DART í smáatriðum.
Þekking frá báðum þessum leiðöngrum á svo að skera úr um það hvort unnt er ýta loftsteinum til og breyta þannig stefnu þeirra.
Didymos og Dimorphos fara fram hjá jörðinni í 5,9 milljón km fjarlægð árið 2123 og eru því ekki bein ógn við við jörðina. En meira en 22.000 lofsteinar eru á hringferð um sólina eftir brautum sem liggja ógnvekjandi nálægt hnetti okkar.
22.000 lofsteinar gætu skapað hér hættu og eytt allt frá einu bæjarfélagi upp í menningu okkar í heild.
Strax árið 2022 kemur einn þeirra loftsteina sem eru á listanum yfir hættulega himinhnetti í mögulegri árekstrarstefnu. Til allrar lukku eru líkurnar á árekstri þó einungis 1/3.800 og steinninn ætti því að fara hjá í nokkuð öruggri fjarlægð.
Engir þekktir lofsteinar stærri en 140 metrar í þvermál verða á mögulegri árekstrarbraut næstu 100 árin. En hins vegar er talið að einungis 40% loftsteina af þeirri stærð hafi enn fundist.
Heppnist DART-leiðangurinn vel hafa stjörnufræðingar komist einu skrefi nær því að verja jörðina fyrir árekstrum við stóra loftsteina.
Birt: 24.11.2021
JEPPE WOJCIK