Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Listinn: Albert Einstein var mikill innblástur fyrir margar kynslóðir af uppfinningamönnum og þakka má honum fjölmargar uppfinningar sem við tökum nú sem gefnar. Hér eru átta þeirra.

BIRT: 18/04/2024

Albert Einstein er frægur fyrir óhlutbundnar kenningar sínar og lét sig litlu varða praktískar útfærslur á þeim. 

 

En hugmyndir hans um tíma, rúm og ljós urðu mörgum kynslóðum vísindamanna og uppfinningamanna innblástur og þakka má hugmyndum hans fjölmargar uppfinningar sem við teljum nú vera sjálfsagðar. 

1. Sjónvarpið

Þú getur þakkað Einstein fyrir að geta séð Netflix og Meistaradeildina í háskerpusjónvarpi. Í sjónvarpinu er rafeindum hraðað og skotið upp á skjá þar sem þær skapa myndir. 

 

Samkvæmt takmörkuðu afstæðiskenningu Einsteins auka rafeindir á miklum hraða massa sinn og ef ekki er gert ráð fyrir því myndu rafeindirnar á skjánum missa marks og myndin verða óskýr. 

2. Stafræna myndavélin 

Stafræn myndavél er með innbyggða skynjara sem umbreyta ljósi í rafboð. 

 

Þetta undirstöðuatriði má þakka Einstein og kenningu hans um ljósröfun frá árinu1905, þar sem hann lýsti ljóseindum sem skila orku sinni í formi rafmagns.

3. GPS-kerfið

Þú getur þakkað Einstein það að þú villist ekki þegar þú ferð leiða þinna með GPS. 

 

GPS-kerfið reiknar út staðsetningu okkar með því að mæla fjarlægðina til fjögurra gervitungla. En gervitunglin þjóta um í 20.000 km hæð yfir okkur, á hraða sem nemur 14.000 km/klst. Samkvæmt afstæðiskenningunni gengur tíminn hægar á mikilli hreyfingu og hraðar því veikara sem þyngdarsviðið er. 

 

Á hverjum sólarhring tapa gervitunglin sjö míkrósekúndum vegna hraðans og vinna 45 míkrósekúndur vegna mismunar í þyngdarsviði. GPS-kerfið leiðréttir sjálfkrafa muninn sem nemur 38 míkrósekúndum á sólarhring. Án slíkra leiðréttinga þyrfti ekki að líða langur tími áður en GPS sýndi ranga staðsetningu.

 

4. Útvarpsstýrðar klukkur 

Þegar vekjaraklukka þín hringir nákvæmlega klukkan sex er það kannski vegna þess að þú ert með eitt af útvarpsstýrðum úrum sem samhæfa sig sjálfkrafa við opinberar atómklukkur sem er að finna í GPS-gervihnöttunum. Þar sem tíminn gengur hægar um borð í gervitunglunum samkvæmt Einstein en á jörðu veldur það litlu en mikilvægu fráviki. 

 

Sé ekki horft til þess verður tímamælingin ónákvæm og þú átt á hættu að koma of seint í vinnuna. 

5. PET-skanninn

Svona virkar PET-skanni.

Áður en sjúklingurinn fer í PET-skannann er sprautað í hann geislavirku efni sem hægt er að rekja í tækinu. Skönnunin sýnir síðan mynd af sýktum svæðum í líkamanum og getur stundum greint krabbamein. 

 

PET grundvallast af sérstökum ögnum, jáeindum sem myndast í kjarnakljúfum. Einstein hafði sannað tilvist jáeinda í takmörkuðu afstæðiskenningu sinni. 

 

6. Kolefnisaldursgreining 

Þegar við getum aldursgreint gamla hluti, t.d. steingervinga, má þakka það Einstein. Hans frægasta jafna, E = mc2 segir að massi og orka séu tvær hliðar af sama fyrirbærinu. 

 

Með því að mæla niðurbrot atómkjarna í lífrænu efni getum við ákvarðað hve langur tími hefur liðið – og þannig hversu gamalt viðkomandi efni er. 

 

7. Tannkrem sem lekur ekki 

Það að tannkremið leki ekki af tannburstanum áður en þú færir það upp í munninn getur þú þakkað Einstein fyrir. 

Hann kom fram með jöfnu til að ákvarða stærð uppleystra sameinda í vökva og sú jafna hefur gert mönnum kleift að framleiða eða betrumbæta fjölmarga eiginleika ýmissa vörutegunda – m.a. raksápu og tannkrem. 

 

8. Farsíminn 

Uppgötvun Einsteins á ljóseindinni er undirliggjandi lögmál fyrir margar af helstu tækninýjungum liðinnar aldar. 

 

Farsímar, reykskynjarar og hurðir sem opnast sjálfar sem og lyftur eru dæmi um uppfinningar sem væru ekki mögulegar án skammtafræðinnar sem Einstein átti drjúgan þátt í að móta. 

Ísskápur Einsteins

Einstein var afar sjaldan með hagnýtar uppfinningar en reyndar fann hann upp sérstakan ísskáp – Einstein-Szilárd ísskáp. Þetta var svokallaður gleypni-ísskápur og það þurfti aðeins gaslampa til að knýja hann.

 

Þar sem ísskápurinn þurfti ekkert rafmagn var hann t.d. heppilegur í fátækum löndum. En þrátt fyrir margar tilraunir sló ísskápurinn samt aldrei í gegn.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Anders Bruun

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

5 haldbærar sannanir um að jörðin er hnöttótt

Alheimurinn

Tungl Júpíters á að veita svar við einni helstu ráðgátu lífsins: Leiðangur til Evrópu 

Náttúran

Segulmagn bjargar okkur frá banvænum ögnum

Náttúran

Þegar jörðin hreykir sér 

Lifandi Saga

Hvers vegna borða Japanar sushi?

Alheimurinn

Má ímynda sér líf án vatns?

Lifandi Saga

Hvert var hlutverk Martins Bormanns í nasistaflokknum?

Alheimurinn

Stjörnufræðingar finna fyrstu frumvísa að Vetrarbrautinni

Maðurinn

Hve hratt fer blóðið um líkamann?

Lifandi Saga

Fjöldamorð SS leiddi til miskunnarlausrar hefndar

Lifandi Saga

Hvað var gula?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is