Náttúran

Þess vegna getum við ekki verið samtímis á tveim stöðum

Hvað er þetta! Ég get ekki verið á tveimur stöðum í einu! Þetta heyrir maður oft, en í raun og veru er merkilegt að við getum EKKI verið á tveimur stöðum í einu. Það geta nefnilega öreindir, og það er engin sjálfsögð ástæða fyrir að stærri hlutir eins og manneskjur geti ekki líka verið á tveimur – eða jafnvel óendanlega mörgum – stöðum í einu.

BIRT: 04/11/2014

Reyndar hafa margir af helstu kenningasmiðum síðustu alda, þ.m.t. Albert Einstein, eytt drjúgum starfstíma í að skýra hvers vegna málum er svo háttað.

 

Hinn heimsfrægi enski stærðfræðingur Roger Penrose við Oxford – háskóla hefur aldrei fyllilega sætt sig við skýringar þeirra. Hann hefur nú sett fram nýja tilgátu þar sem þyngdaraflið gegnir meginhlutverki.

 

Hafi Penrose á réttu að standa getum við ekki aðeins þakkað þyngdaraflinu að við stöndum bókstaflega með báða fætur á jörðinni, heldur einnig að líkamar okkar, líkt og aðrir hlutir, komast eldsnöggt á vel skilgreindan stað í alheimi eftir að hafa sundrast í marga parta.

 

Það kemur kannski sumum á óvart að eðlisfræðingar vinna reglulega með að atóm og aðrar öreindir geti verið á mörgum stöðum samtímis.

 

Fyrirbæri þetta stafar af því að fyrrnefndir hlutir geta hvort heldur sem verið öreind eða bylgja. Hvað bylgjur varðar hefur um langan tíma verið þekkt að þær mynda hliðrun (grípa inn í fyrir hver annari). Ef sem dæmi tvær 4 m háar vatnsbylgjur renna saman verður afleiðingin ein átta metra há alda. Ef á hinn bóginn 4 m há alda skellur á móti 4 m djúpum öldudal, þá upphefja þau hvort annað og árangurinn verður slétt yfirborð. Sama á við um ljósbylgjur.

 

Stærsti sigur eðlisfræðinnar

 

En það sem kemur mest á óvart er að þrátt fyrir að ljósbylgjur séu sendar ein í senn, þá á sér samt stað hliðrun.

 

Það þýðir að ljósbylgjan hliðrast við sjálfa sig. Eða með öðrum orðum: Hún er á tveimur stöðum í senn. Þetta var sannað í fyrsta sinn árið 1908 af Geoffrey Ingram Taylor.

 

Síðan hefur tilraunin verið endurtekin í mörgum tilbrigðum. Vísindamenn hafa fengið rafeindir, atóm og jafnvel stórar sameindir til að hliðrast með sjálfum sér. Í dag er hægt án erfiðleika að taka stakt atóm og staðsetja það á mismunandi stöðum, og láta það strax falla saman í eina stöðu.

 

Þessum undarlegu eiginleikum öreinda er lýst í skammtafræðinni. Kenning þessi er ein helsta stoð eðlisfræðinnar og er algerlega viðtekin. Hins vegar ríkir nokkur óeining um túlkanir innan skammtafræðinnar. Hvernig á mannshugurinn að viðurkenna að sama fyrirbæri geti hvort tveggja verið öreind á einum stað og ljósbylgja á öðrum?

 

Elsta og viðurkenndasta túlkunin er kennd við Kaupmannahöfn og er upprunnin frá Dananum Niels Bohr og samverkamanni hans, Werner Heisenberg. Fyrir Bohr var skammtafræðin sönnun þess að aðskilnaður sígildrar eðlisfræði milli manns og umheims væri blekking ein. Þar sem vísindamaðurinn hefur óhjákvæmileg áhrif á hið athugaða fyrirbæri með tilraunum sínum, mun hið athugaða koma fram á mismunandi máta undir ólíkum kringumstæðum. Í einni tilraun kemur ljóseind fram sem öreind – í annarri sem bylgja. Við getum aldrei vitað hvað ljóseind er í raun og veru.

 

Fýldur Einstein

 

Kaupmannahafnartúlkun Bohrs á skammtafræðinni hlaut ekki hvarvetna frábærar móttökur. Albert Einstein orðaði efasemdir sínar svo: „Huggunarheimspeki Heisinbergs og Bohrs – eða trúarbrögð? – eru svo tryggilega samansúrruð, að um þessar mundir býður hún hinum auðtrúa svo mjúkan kodda, sem er hreint ekki auðvelt að rísa upp frá. Leyfið þeim því að hvíla í friði.”

 

Einstein leit á túlkunina sem rökvillu. Í stað þess að þróa þau hugtök og aðferðir sem gætu gert heiminn skiljanlegri, hefðu eðlisfræðingar sópað vandamálunum undir teppið með geldum, heimspekilegum gervihugtökum. Dulhyggja í gervi vísinda.

 

Þrátt fyrir að viðbætur Bohrs hafi verið leiðandi í túlkun fram til dagsins í dag, hafa á sama tíma komið fram fjölmargar aðrar túlkanir.

 

Flestar leitast þær á einn eða annan máta að innleiða svonefnda hlutlæga ástandssmættun. Henni má lýsa svo: Ímyndið ykkur að öreind sé tyggigúmmíkúla. Ef hún er tekin og blásin upp í margar blöðrur sem klístrast saman og verka mismunandi hver á aðra, mætti ætla að um margar tyggjókúlur væri að ræða.

 

Þegar blöðrurnar springa allar og smættast aftur í sitt upprunalega form, verður ljóst að hér er aðeins einn hlutur – ein öreind.

 

                                                                 Niels Bohr og Albert Einstein 

 

Ef náttúran hefur á sama máta innbyggða virkni sem við sum skilyrði dregur bylgjurnar saman í öreind, mætti skýra hliðrunaráhrifin. Þegar öreindin er í bylgjufasa sínum dreifist hún yfir stærra svæði og virðist vera á mörgum stöðum samtímis. Síðan falla bylgjurnar saman í upprunalega öreind. Þetta hefur ekkert með manneskjuna eða athuganir hennar að gera – öreindin skiptir aðeins um birtingarform.

 

Þyngdaraflið í meginhlutverki

 

Hin nýja tilgáta sem Roger Penrose hefur þróað byggir á viðlíka hugmynd. Ferlið þegar tyggjóið springur er hin hlutlæga ástandssmættun.

 

Vandamálið felst í að túlkun Bohrs veitir ekki viðhlítandi svar við veigamikilli spurningu: Þegar allar öreinda hafa eiginleika bylgju og geta teigst út í marga hluta, því á ekki það sama við um menn og stærri hluti?

 

Hvers vegna er það aðeins hinn míkróskópíski heimur og ekki sá makróskópíski, sem býr yfir þessari þverstæðukenndu tvívirkni? Ættum við ekki öll að geta sinnt börnum okkar og verið í vinnunni á sama tíma?

 

Málum er augljóslega ekki þannig háttað. Stórir hlutir sýna aldrei sín mjúku bylgjuform, en örsmáir gera það. Þar sem stærð skiptir greinilega máli gerir Penrose ráð fyrir að þyngdaraflið sé ábyrgt fyrir hinni hlutlægu ástandssmættun. Þetta má skýra með hversdagslegu dæmi:

 

Vegna þyngdaraflsins hefur uppreist tré meiri stöðuorku, en tré sem liggur á hliðinni. Þar sem allt stefnir í minnstu mögulegu stöðuorku, þýðir það að tréð mun fyrr eða síðar velta um koll.

 

Samsvarandi gæti gerst fyrir manneskju, sem skyndilega skiptist í tvennt. Ólíkir hlutar hennar munu óhjákvæmilega hafa mismunandi orku með tilliti til þyngdaraflsins, og því mun hin skipta manneskja „falla” niður í lægsta orkuástand.

                                                                            Roger Penrose

Penrose hefur reiknað út hve langan tíma tekur fyrir manneskjuna að falla saman. Fyrir stóran hlut á við mann er það að jafnaði 10 sekúndur, meðan rafeind getur haldist í bylgjuformi í milljónir ára. Hvort tveggja er í samræmi við reynslu okkar.

 

Þar sem svo öfgakenndur tímamunur er á öreindum og mönnum í ofangreindu dæmi, hafa Penrose og samverkamenn hans hugsað upp tilraun sem grundvallast á muninum á hinu minnsta og því stærsta.

 

Hann ætlar að mæla hlut sem breytist frá því að vera bylgja í að vera öreind, til að sjá hvort tímamunurinn stenst útreikningana hans. Við tilraunina á m.a. að nota spegil, sem er 1/100 mm á hverja hlið – um tíundi hluti hársbreiddar – og vegur fimm milljörðustu hluta úr grammi. Þetta er afar smátt miðað við manneskju, en stór miðað við atóm. Þess vegna ætti tíminn sem líður frá „fallinu” að vera mitt á milli.

 

Penrose þarf fyrst að kljúfa staka ljóseind í tvær bylgjur og láta þær sveiflast, meðan önnur bylgjan hittir ekki á spegilinn.

 

Hriktir í stoðum eðlisfræðinnar

Hugmyndin að baki tilrauninni er þessi: Þegar ljóseindin endurspeglast og ekki – endurspeglast á sama tíma mun spegillinn sveiflast og ekki – sveiflast samtímis!

 

Þá munu Penrose og félagar strax sjá hvort hvort stærri hlutir (spegillinn) geti verið á fleiri en einum stað í senn.

 

Gagnstætt sígildri eðlisfræði telja þeir nefnilega að það geti aðeins gerst í afar skamman tíma. Auk þess gerir tilraunin kleift að kanna þann tíma sem, ef að líkum lætur, líður áður en spegillinn fellur úr tvíeðli sínu og annað hvort sveiflast eða ekki – sveiflast.

 

Ef tímamunurinn er 0,1 sekúnda hefur Penrose fengið risastóra fjöður í sinn hatt og þá mun hrikta í stoðum eðlisfræðinnar. Hafi Bohr rétt fyrir sér gæti spegillinn haldi tvíeðli sínu nánast óendanlega lengi, og þá verða eðlisfræðingar að sætta sig við túlkun hans. Kannski er heimurinn að grunni til óskiljanlegur mönnum.

 

Vísindamenn vinna nú hörðum höndum að nýju tilrauninni og reikna með að verða tilbúnir innan þriggja ára. Ástæða þess að ekki er hægt að hraða henni stafar af því að kæla þarf búnaðinn niður í 60 milljónustu hluta úr gráðu yfir alkuli og tilraunin þarf að eiga sér stað í ofurlofttæmi, því annars myndu atóm hafa áhrif á mælingarniðurstöður.

 

Kannski er þyngdaraflið svarið við hinni gömlu gátu um hvort stórir hlutir geti verið á fleiri stöðum í senn. Þá gæti gamla viðkvæðið fengið nýja merkingu: „Hvað er þetta! – ég get vel verið á mörgum stöðum á sama tíma – bara ekki mjög lengi.”

 
 

Maðurinn

Hvernig grær brotið bein?

Maðurinn

Öfgar persónuleikans: Úthverfur eða innrænn persónuleiki

Maðurinn

Öfgar persónuleikans: Úthverfur eða innrænn persónuleiki

Alheimurinn

Hvað verður um orkuna frá sólarljósinu? 

Alheimurinn

Hvað verður um orkuna frá sólarljósinu? 

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Maðurinn

Hver er sneggsti vöði líkamans?

Maðurinn

Karlhormón styttir ævina

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

Tækni

140.000 veirur hafa fundist í þarmaflórunni

Tækni

140.000 veirur hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Fimm svefntruflanir sem geta komið þér til að kvíða nóttinni

Náttúran

Hvers vegna mala kettir?

Maðurinn

Þvagið segir ýmislegt um heilsu okkar

Maðurinn

Stökkbreytingar valda flötu enni eða stóru nefi

Vinsælast

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

3

Heilsa

Sannleikurinn um kaffi

4

Saga

Með hverju var þurrkað áður en klósettpappírinn var fundinn upp?

5

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

6

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Saga

Með hverju var þurrkað áður en klósettpappírinn var fundinn upp?

3

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

4

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

5

Maðurinn

Hvað veldur dauðastjarfa?

6

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Maðurinn

Þetta eru sjö mikilvægustu skilningarvitin

Lifandi Saga

Kveðjuveisla Washingtons endaði með rosalegu fylleríi

Tækni

Ný tækni getur bjargað milljónum frá jarðskjálftum

Alheimurinn

Hvað ef við höfum í raun fengið heimsóknir úr geimnum?

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Maðurinn

Svefnleysi skaðar þarmana

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Lifandi Saga

Þess vegna trúa milljónir á mýtuna: Barnaníðingar djöfulsins 

Vísindamenn

Stærðfræðisnillingur fann upp tölvuna

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Púlsmælingar á stærstu skepnu jarðar komu líffræðingum á óvart. Hjarta steypireyðar þarf að skila nánast óvinnandi verki.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.