Læknisfræði

Nú hafa vísindamenn leyst ráðgátuna: Klígjan kvödd

Allt hringsnýst í höfðinu og þú ert í þann veginn að kasta upp. Allir þekkja ógleði og nú hefur vísindamönnum loks tekist að staðsetja ástæðu ógleðinnar lengst inni í heilanum og hafa jafnframt þróað áhrifamikið meðal gegn henni.

BIRT: 01/08/2023

Heimurinn hringsnýst fyrir augunum á okkur. Svita slær út um allan líkama. Ein röng hreyfing getur valdið því að við byrjum að gubba.

 

Flökurleiki getur stafað af öllu mögulegu frá bíltúr yfir í krabbameinslyfjameðferð. Hjá sumum er einungis um að ræða kvilla sem líður hjá, á meðan aðrir kljást við langvarandi ógleði sem setur mark sitt á allt daglegt líf og skerðir lífsgæði þeirra.

 

Fyrir utan sjálf óþægindin getur ógleðin enn fremur haft í för með sér þreytu og orkuleysi sem getur leitt af sér þyngdartap. Magasýran sem myndast af völdum tíðra uppkasta getur skemmt bæði vélindað og tennurnar.

 

Þrátt fyrir það hvað ógleði er algeng og hve alvarlegar afleiðingar hennar geta verið, hefur mjög fátt verið vitað um læknisfræðilegar orsakir hennar til þessa.

 

Vísindamönnum hefur nú í fyrsta sinn tekist að komast að raun um rót ógleðinnar í heilanum og vinna nú af öllu kappi að því að nýta þessar tímamótaupplýsingar til að lækna þennan óþægilega kvilla.

 

Allt mögulegt getur valdið velgju

Ógleði telst ekki vera sjúkdómur í sjálfu sér, heldur er um að ræða röð einkenna sem geta gert vart við sig fyrir margra hluta sakir. Einkennin eru oft svimi, óþægindi og magaverkur, lystarleysi, sviti, ósjálfráður samdráttur í vöðvum umhverfis innri líffæri og þegar verst lætur – uppköst.

Yfir 50% þeirra krabbameinssjúklinga sem eru í krabbameinslyfjameðferð finna fyrir ógleði sem hrjáir þá meðan á meðferðinni stendur.

Sumir kasta raunar ekki upp og það kann að vera enn óþægilegra. Ástæða þess er sú að heilar okkar framleiða svokölluð endorfín þegar við erum búin að kasta upp. Endorfín eru efni sem framkalla vellíðan og gleði og fyrir vikið kann að vera fólgin þægileg lausn í sjálfum uppköstunum. Án uppkasta vantar þessi sefandi áhrif endorfínanna.

 

Ýmsir mismunandi þættir geta leyst úr læðingi ógleði og þar sem hver þessara þátta hefur ólík áhrif á líkamann eru upptök ógleðinnar ekki ætíð þau sömu.

Bílveiki og svimi hafa t.d. áhrif á heilann að því leyti að hvort tveggja veldur truflun á sjóntauginni og jafnvægisskyninu en hins vegar getur ofát valdið ógleði með því að hafa áhrif á tognema magans.

 

Ekki er vitað fyrir víst hvers vegna líkaminn bregst við þessum áhrifum með því að framkalla ógleði. Í sumum tilvikum er tilfinningin þó af hinu góða. Með því að kalla fram uppköst getur ógleði sem t.d. stafar af neyslu áfengra drykkja eða skemmds matar gagnast líkamanum til að draga úr áhrifum skaðans. Þegar við köstum upp losum við okkur við eiturefni úr maganum áður en þau komast út í blóðrásina.

 

Þessi líkamsstarfsemi er sennilega einnig ástæða þess að sumar tegundir lyfja, m.a. krabbameinslyf og sykursýkislyf geta haft í för með sér flökurleika því líkaminn skynjar lyfin einfaldlega sem eiturefni sem þurfi að fjarlægja.

 

Hinar ýmsu orsakir ógleði eru einmitt ástæða þess að vísindamenn hafa átt í basli með að komast að rót óþægindanna. Þeir hafa þó lengi haft tiltekin svæði heilans undir grun.

 

Heilinn lætur okkur kasta upp

Strax á 6. áratugnum komust vísindamenn að raun um að heilasvæði sem kallaðist Area postrema í mænukylfunni tengdist ógleði á einhvern hátt. Á 9. áratugnum var sýnt fram á með tilraunum að rafræn örvun þessa umrædda svæðis hefði í för með sér flökurleikaeinkenni í músum. Skemmdir á þessu sama svæði gerðu það hins vegar að verkum að mýsnar urðu ófærar um að skynja ógleði.

 

Í dag vita vísindamenn  að area postrema ýtir undir ógleði þegar svæðið skynjar tiltekin eiturefni eða hormóna úr blóðinu. Svæðið er ábyrgt fyrir m.a. óléttuógleði, timburmönnum og velgju í tengslum við inntöku tiltekinna lyfja en hins vegar ekki bílveiki sem virðist eiga rætur að rekja til annarra svæða heilans.

 

Geta heilasvæðisins til að bregðast við efnunum í blóðinu tengist staðsetningu þess. Svæðið er að finna í svokölluðu fjórða heilaholi heilastofnsins og er fyrir vikið utan þess hluta heilans þar sem æðarnar eru umluktar blóð-heila-hömlum. Þessar hömlur halda frá heilafrumunum efnum sem hugsast getur að séu skaðleg en efnin geta samt mæta vel komist inn í area postrema.

 

Í heilasvæðinu virkja efnin svæði sem nefnist CTZ (kveikjusvæði efnaviðtaka) en það hefur að geyma marga viðtaka sem eru næmir fyrir efnunum. Síðan sendir CTZ boð áfram til annarra hluta heilans og líkamans sem hrinda af stað ógleði og uppköstum.

Taugar búa líkamann undir uppköst

Heilasvæðið sem nefnist area postrema knýr fram uppköst en fyrst undirbýr það líkamann undir flæði matarleifa og sýru úr maganum.

1. Eiturefni valda ógleði í heilanum

Ógleði getur m.a. orsakast af inntöku tiltekinna eiturefna, m.a. áfengis. Efnin komast út í blóðið og eru flutt til heilans. Þar virkja eiturefnin sérstaka viðtaka á yfirborði taugafrumna í ógleðisvæðinu  area postrema

1. Eiturefni valda ógleði í heilanum

Ógleði getur m.a. orsakast af inntöku tiltekinna eiturefna, m.a. áfengis. Efnin komast út í blóðið og eru flutt til heilans. Þar virkja eiturefnin sérstaka viðtaka á yfirborði taugafrumna í ógleðisvæðinu  area postrema

2. Taugar búa líkamann undir sýru

Area postrema virkjar taugar sem búa líkamann undir að hann þurfi brátt að kasta upp, m.a. með því að auka munnvatnsframleiðslu tauganna en munnvatnið kemur jafnvægi á magasýrur í munninum. Þá verður einnig lokað fyrir barkann þannig að gubbið komist ekki þá leiðina.

3. Vöðvar þrýsta upp innihaldi magans

Þegar líkaminn er tilbúinn virkjar area postrema driftaugakerfið sem gerir það að verkum að vöðvarnir umhverfis magann þrýsta ælunni upp. Við þetta verður hjartslátturinn örari, líkamshitinn hækkar og svitakirtlarnir virkjast.

Taugar búa líkamann undir uppköst

Heilasvæðið sem nefnist area postrema knýr fram uppköst en fyrst undirbýr það líkamann undir flæði matarleifa og sýru úr maganum.

1. Eiturefni valda ógleði í heilanum

Ógleði getur m.a. orsakast af inntöku tiltekinna eiturefna, m.a. áfengis. Efnin komast út í blóðið og eru flutt til heilans. Þar virkja eiturefnin sérstaka viðtaka á yfirborði taugafrumna í ógleðisvæðinu  area postrema

2. Taugar búa líkamann undir sýru

Area postrema virkjar taugar sem búa líkamann undir að hann þurfi brátt að kasta upp, m.a. með því að auka munnvatnsframleiðslu tauganna en munnvatnið kemur jafnvægi á magasýrur í munninum. Þá verður einnig lokað fyrir barkann þannig að gubbið komist ekki þá leiðina.

3. Vöðvar þrýsta upp innihaldi magans

Þegar líkaminn er tilbúinn virkjar area postrema driftaugakerfið sem gerir það að verkum að vöðvarnir umhverfis magann þrýsta ælunni upp. Við þetta verður hjartslátturinn örari, líkamshitinn hækkar og svitakirtlarnir virkjast.

Nokkrar tegundir ógleðilyfja virka á þann hátt að þau hefta viðtakana í CTZ. Vandinn er sá að um er að ræða marga ólíka viðtaka og lyfin lenda ekki ávallt á þeim viðtaka sem ógleðinni veldur. Þá er viðtakana einnig að finna annars staðar í líkamanum þar sem þeir gegna mikilvægu hlutverki sem hefur ekkert með ógleði að gera og fyrir vikið geta lyfin haft í för með sér óheppilegar aukaverkanir.

 

Fyrir bragðið er brýn þörf fyrir nýjar tegundir lyfja. Vísindamenn hafa komist að raun um áður óþekkt atriði hvað líffræði ógleðinnar áhrærir sem skipt getur sköpum í baráttunni gegn kvillanum.

 

Ný tækni afhjúpar mikilvægt smáatriði

Ógleðisvæðið area postrema er afar smátt og lengst inni í heilanum sem gerir það að verkum að torvelt reynist að rannsaka svæðið. Árið 2021 tókst hópi vísindamanna við læknadeildina í Harvard að afhjúpa sitt lítið af hverju í tengslum við þetta litla taugafrumusvæði, þökk sé nýrri byltingarkenndri aðferð.

 

Vísindamönnum tókst að fjarlægja heilasvæðið afar varfærnislega úr músum og rannsökuðu það síðan með aðstoð tækni sem á ensku kallast einkjarna-RNA-röðun, þ.e. aflestur á RNA úr einum frumukjarna.

 

RNA er eins konar afrit af virku erfðavísunum í frumukjarnanum og gegnir hlutverki fyrirmæla fyrir prótein frumunnar. Með því að lesa RNA geta vísindamenn komist að raun um hvaða prótein fruman myndar.

 

Próteinin eru eins konar verkamenn frumunnar og samsetning próteina leiðir í ljós hvaða eiginleikum fruman býr yfir og hvað hún er fær um.

 

Rannsóknin leiddi í ljós aðarea postrema felur í sér tvær afar ólíkar gerðir af taugafrumum.

Vísindamenn við Harvard-háskóla hafa fundið tvær ólíkar gerðir taugafrumna í ógleðisvæði heilans. Önnur gerðin veldur ógleði (hvítt) en hin heftir hana (rautt).

Annar frumuhópurinn hrindir ógleðinni af stað en síðari hópurinn er hins vegar fær um að hefta þann fyrri og koma í veg fyrir óþægindin.

 

Uppgötvunin gerði það að verkum að Harvard-vísindamennirnir ákváðu að ráðast í nýja rannsókn árið 2022, að þessu sinni með lyf sem virðist búa yfir ýmsum kostum.

 

Ný lyf á leiðinni

Vísindamennirnir gáfu fyrst í stað hópi tilraunamúsa vatn sem efni sem framkallar ógleði hafði verið bætt í. Óþægindatilfinningin gerði það að verkum að mýsnar forðuðust vatnið.

 

Öðrum hópi músa var gefið vatn sem innihélt sama efni en sem hormóninu GIP hafði jafnframt verið bætt í. Hormón þetta virkjar taugafrumurnar sem hefta ógleðitilfinninguna.

 

Tilraunin bar góðan árangur. GIP vann bug á áhrifum ógleðiefnisins í vatninu og mýsnar drukku vatnið af bestu lyst án þess að finna fyrir ógleði.

Niðurstöðurnar lofa góðu og ryðja brautina fyrir glænýrri aðferð í baráttunni gegn ógleði. Áður fyrr studdust vísindamenn fyrst og fremst við lyf sem heftu tiltekna viðtaka á þeim taugafrumum sem virkja ógleði. Hver einstakur viðtaki á einungis þátt í örfáum gerðum af ógleði og fyrir bragðið gagnast lyfin mörgum sjúklingum ekki neitt.

 

Með því hins vegar að virkja taugafrumurnar sem hefta ógleðina hafa læknarnir einungis þörf fyrir eitt einstakt lyf gegn alls kyns velgju, allt frá timburmönnum og morgunógleði þungaðra kvenna, yfir í ógleði af völdum krabbameinslyfja.

 

Eina velgjugerðin sem þetta nýja vopn vísindamannanna við Harvard virðist ekki vinna bug á er bílveiki. Þessi aðferð sem felst í að rannsaka nákvæmlega einstaka taugafrumur heilans á þó vonandi einnig eftir að afhjúpa leyndardóm bílveikinnar og leiða í ljós hvernig hinar ýmsu gerðir af ógleði tengjast saman í heilanum.

 

Þegar þetta verður mun vísindamönnum endanlega takast að þróa alhliða lyf sem ætti að gagnast öllum mögulegum, allt frá krabbameinssjúklingum yfir í bílveika.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: LEA MILLING KORSHOLM

© Shutterstock,© Chuchu Zhang,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.