Alheimurinn

Ný sönnun um fljótandi vatn á tungli Júpíters

Hjá NASA hafa menn fundið endanlega sönnun þess að á Evrópu, tungli Júpíters, sé heilt haf af fljótandi vatni en í því gæti leynst líf.

BIRT: 29/04/2023

Til að sjá er Evrópa, tungl Júpíters, ekki hið minnsta aðlaðandi. Hnötturinn er á stærð við tunglið okkar og kuldalegt, ísi lagt yfirborðið virðist ekki líklegt til að geyma líf.

 

Ýmsar uppgötvanir vekja þó stöðugt aukinn áhuga á þessum hnetti.

 

Fyrir 40 árum flaug geimfarið Voyager 2 fram hjá Evrópu og tók myndir sem vöktu forvitni vísindamanna.

Tungl Júpíters ekki svo hrjóstrugt

Á myndunum mátti sjá langar sprungur í ísnum en hitt kom á óvart að þar skyldu nánast ekki vera neinir loftsteinagígar.

 

Skýringin hlaut að vera fólgin í einhvers konar jarðvirkni sem þurrki út ummerki eftir loftsteina.

 

Myndir sem Galíleófarið tók á síðasta tug 20. aldar renndu stoðum undir þá kenningu að undir ísþekjunni kynni að leynast vatnshaf sem yrði fyrir áhrifum af þyngdarafli Júpíters þannig að það bungi upp á við og rífi sprungur í ísinn.

 

⇒ Júpíter togar vatn upp úr leyndu hafi Evrópu

Aðdráttaraflið frá gasrisanum brýtur ísinn á tunglinu Evrópu og upp um sprungurnar gjósa vatnsstrókar úr hafinu undir ísþekjunni.

 

Farðu með bendilinn yfir tölurnar til að lesa meira.
1
Júpíter skapar sprungur í ísnum

Aðdráttarafl Júpíters veldur sprungum í ísnum á Evrópu.

2
Vatn sogast upp í sprungurnar

Vatn úr hafinu á Evrópu þrýstist upp á yfirborð ísþekjunnar.

3
Vatnsúði þeytist  upp í gufuhvolfið

Sums staðar kemst vatn upp í gegnum ísinn og sprautast þá sem úði upp frá yfirborðinu. Í fyrsta sinn hefur tekist að mæla vatnsúðann.

Árið 2012 fann Hubble-sjónaukinn fyrstu ummerki vatnsgosa þar sem vatnsúðastrókar þrýstust upp úr ísnum.

 

Nú hefur stjörnufræðingum hjá NASA loksins tekist að sanna að úðagosin – og þar með hið fljótandi vatnshaf – séu raunveruleg.

 

Með Keck-sjónaukanum á Hawaii voru gerðar nákvæmar mælingar á innrauðu ljósi frá Evrópu.

 

Vatn á Evrópu gefur von um líf

Með svonefndum ljósrófsmælingum tókst að greina ummerki þeirra efna sem er að finna í þunnu gufuhvolfi hnattarins og þá sáust skýr ummerki vatnsúða.

 

Útreikningarnir voru afar vandasamir þar eð mælingarnar voru gerðar frá yfirborði jarðar og ljós frá Evrópu hefur því ekki bara farið um gufuhvolfið þar heldur líka gegnum gufuhvolf jarðar, þar sem mikið er af vatnsgufu.

 

Ummerki vatns í gufuhvolfi jarðar þurfti að draga frá til að fá hreina mynd af vatnsgufu á Evrópu.

 

En sönnunin um vatn á Evrópu gerir þann hnött einn af örfáum stöðum í sólkerfinu þar sem mögulega mætti finna líf.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

Shutterstock,© SETI Institute/JPL-Caltech/NASA

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.