Um áratuga skeið hafa efnafræðingar leitað að ofurleiðurum, sem sé efnum sem leiða straum án viðnáms. Ofurleiðarar geta flutt rafstraum um langar leiðir án orkutaps.
Vísindamenn þekkja nú þegar allmarga ofurleiðara. T.d. hafa flestir málmar, sem ekki geta orðið segulmagnaðir, reynst geta leitt rafstraum án viðnáms.
Gallinn er sá að til þess þar mikið frost; hitastig rétt yfir alkuli, -273,15 °C.
Nýr staður til að leita
Draumurinn er að finna ofurleiðaraefni sem virkar við stofuhita og nú hafa menn þó uppgötvað nýjan leitarstað: lofsteina.
Mundrabrilla loftsteinninn
Hópur vísindamanna hjá Kaliforníuháskóla í San Diego í BNA rannsakaði 16 loftsteina með því að fínmylja sýni úr þeim og beina að duftinu örbylgjugeislun, sem afhjúpar leiðarahæfni efnanna.
Duft úr tveimur lofsteinum reyndist ofurleiðandi og nánari rannsóknir sýndu hvaða efni í duftinu höfðu þann eiginleika.
Öfgafullar aðstæður skapa ofurleiðara
Rannsóknirnar leiddu í ljós að efnin voru ofurleiðandi við nálægt -268 °C, sem sagt alls ekki við stofuhita. En rannsóknin staðfesti þó tiltekna kenningu:
Loftsteinar sem berast utan úr geimnum hafa skapast við óvenjulegan hita og þrýsting og þess vegna má finna þeim efni með eiginleika, sem ekki er að finna á jörðinni.
– 268,15 °C
Svo lágt þarf hitastigið að vera til að efni í loftsteinum virki sem ofurleiðarar. Það er þó dálítið hærra hitastig en gildir um önnur efni sem finnast á jörðinni.