Heilsa

Óhollur lífsstíll ungs fólks styttir ævina

Ef þú ert unglingur sem reykir, drekkur áfengi, hreyfir þig of lítið og ert með of háan líkamsþyngdarstuðul (BMI) eykur það gríðarlega álagið á líkamann og styttir á endanum ævina. Það sýnir finnsk rannsókn á lífstíl 5000 tvíbura.

BIRT: 25/03/2023

Venjulega reiknum við aldur okkar í árum – en líffræðilega klukkan getur gengur hraðar ef við förum ekki vel með líkamann. Það sýnir rannsókn frá háskólanum í Jyväskylä í Finnlandi, þar sem gögn um 5000 finnskum tvíburum voru skoðuð.

 

Tvíburarnir 5.000 voru spurðir um hæð og þyngd og hversu oft þeir reyktu, drukku áfengi og hreyfðu sig þegar þeir voru 12, 14 og 17 ára. Síðar, þegar 824 þátttakenda í rannsókninni voru 21 og 25 ára, voru aftur tekin blóðsýni til að kanna DNA-merki, svokallaða metýlhópa, sem tengjast öldruninni.

 

Þau 16 prósent unglinga sem höfðu óheilbrigðasta lífsstílinn hvað varðar reykingar, reglubundna áfengisneyslu og litla hreyfingu voru á bilinu 1,8 til 2,4 líffræðilegum árum eldri á tvítugsaldri en jafnaldrar með eðlilegan og skynsaman lífsstíl.

 

Bara ef unga fólkið vissi betur

Þar sem þátttakendur voru tvíburar var einnig hægt að ákvarða að 60 prósent líffræðilegrar öldrunar væru vegna erfðaþátta og 40 prósent væri vegna umhverfis, þar með talið lífsstíls.

 

Veikleiki rannsóknarinnar er að tölurnar eru byggðar á svörum frá þáttakendunum sjálfum um lífsstílinn sem endurspeglar ekki alltaf raunveruleikann.

 

Samt sem áður eru tölurnar umhugsunarverðar og gagnlegar segja vísindamennirnir að baki rannsóknarverkefninu.

 

„Ég tel að ef unglingar áttuðu sig á hvað t.a.m. reykingar hafa mikil áhrif, myndi það hvetja þá til að lifa heilbrigðara lífi,“ segir yfirmaður rannsóknarteymissins Anna Kankaanpää frá háskólanum í Jyväskylä.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: POUL TVILUM

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.