Persítar 2022
Halastjarnan Swift-Tuttle leggur leið sína framhjá innra sólkerfinu, milli Sólar og Júpíters, á 133 ára fresti.
Við munum ekki sjá hana aftur fyrr en árið 2126 – en núna er jörðin að fara í gegnum slóð ryks og smásteina sem halastjarnan hefur skilið eftir sig.
Leifar Swift-Tuttle er loftsteinaþyrping þvert yfir sólkerfið og þegar jörðin skellur á þyrpingunni á hverju sumri umbreytast rykið og smásteinarnir í sannkallaða flugeldasýningu á himni.
Þessi litlu brot halastjörnunnar skella á lofthjúpinn okkar og bjóða upp á stórbrotið loftsteinaregn Persítanna.
Hvenær er hægt að sjá Persítanna?
Persítarnir skella á Íslandi á milli 17. júlí og 24. ágúst 2022. Hið stórbrotna loftsteinaregn nær hámarki nóttina milli 12. og 13. ágúst.
MYNDSKEIÐ: Horfðu á Persítana dreifast yfir næturhimininn
Myndskeiðið sýnir Persítanna í Þýskalandi árið 2019.
Persítarnir skella í lofthjúp jarðar á 60 kílómetra hraða á sekúndu. Þetta leiðir til þjöppunar á loftinu fyrir framan þá, sem hitnar í yfir 1000 gráður.
Hátt hitastig veldur því að loftsteinarnir brenna upp og það eru þessar brennandi agnir sem við sjáum sem stjörnuhröp.
Á venjulegri nóttu er venjulega hægt að sjá 2-8 stjörnuhröp á klukkustund, en þegar Persítarnir ná hámarki nóttina á milli 12. og 13. ágúst og ef aðstæður eru góðar sjást allt að 100 stjörnuhröp á klukkustund.
Uppruni Persíta er í stjörnumerkinu Perseifur – þaðan kemur nafnið - Persítar.
Svona er best að sjá Persítanna
Lifandi vísindi leiðbeina þér um hvernig þú getur best upplifað Persítana á Íslandi.
- Hvenær: Nóttina milli 12. og 13. ágúst nær Persítadrífan hámarki. Bíddu þar til himininn er orðinn mjög dimmur. Stjörnuhröpunum fjölgar seinni hluta nætur.
- Hvar: Persítarnir virðast eiga uppruna sinn frá punkti á himni í norðaustur átt, en þeir munu birtast hvar sem er á himninum. Sterkt tunglsljós mun því miður yfirgnæfa daufustu stjörnuhröpin.
Persítar: Jörðin þverar braut halastjörnunnar
Halastjörnur eru á braut um sólina eins og reikistjörnur, en brautir halastjarna fara yfir brautir reikistjarnanna. Því lendir jörðin oft í þeim leifum sem halastjörnur skilja eftir sig á brautum sínum.
1 – Halastjarna samanstendur af ís og ryki og skilur eftir agnir á braut sinni um sólina.
2 – Þegar jörðin fer yfir braut halastjörnunnar á hverju ári brenna agnirnar upp í lofthjúpnum og mynda stjörnuhröp.
Loftsteinadrífur ársins 2022
Persítarnir eru ekki eina loftsteinadrífan sem hægt er að sjá árið 2022. Kíktu á listann okkar hér að neðan og vertu tilbúinn þegar þessi fallegu himnesku fyrirbæri eiga sér stað.
- Persítar – 17. júlí – 24 ágúst 2022
- Óríonítar – 2. október – 7. nóvember 2022
- Taurítar/Norðlægir – 13. október – 2. desember 2022
- Leónítar – 6. nóvember – 30 nóvember 2022
- Geminítar – 4. desember – 20 desember 2022
- Úrsítar – 17. desember – 26 desember 2022