Lifandi Saga

Raðmorðingjar: Á barnsaldri pyntuðu glæpamennirnir dýr

Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar geisuðu raðmorð líkt og faraldrar í Bandaríkjunum. Þetta varð til þess að sérfræðingar innan lögreglunnar fóru að rannsaka hvað væri sameiginlegt með þessum mönnum sem lent höfðu á villigötum.

BIRT: 22/07/2023

Hugtakið „raðmorð“ varð til í Þýskalandi á 4. áratug tuttugustu aldar. Hugtakið barst ekki til Bandaríkjanna fyrr en árið 1974 þegar afbrotafræðingurinn Robert Ressler notaði það í fyrirlestri sem hann hélt.

 

Á sjötta og sjöunda áratugnum tók hann viðtöl við alls 36 dæmda raðmorðingja til að reyna að setja sig inn í hugarheim þeirra, í von um að geta komið í veg fyrir að sá næsti í röðinni léti til skarar skríða. Á þessum árum lék urmull raðmorðingja lausum hala.

 

Á árunum milli 1980 og 1990 sagði Robert Ressler: „Raðmorðum má í raun líkja við faraldur. Þær tegundir glæpa sem við verðum vitni að í dag áttu sér ekki stað í sama umfangi fyrir miðja öldina. Einstaklingur sem myrðir 10, 12 eða 15 manns er tiltölulega nýtt fyrirbæri í afbrotasögu Bandaríkjanna“.

 

Á þessum sama áratug var alríkislögreglunni kunnugt um 823 virka raðmorðingja sem á árinu 1987 myrtu alls 361 einstakling (þessi fjöldi er enn metfjöldi fyrir Bandaríkin).

 

Áratugurinn milli 1980 og 1990 hefur fyrir bragðið verið kallaður „raðmorðaáratugurinn“. Á árunum upp úr 1990 fækkaði raðmorðingjum niður í alls 724 og þeim fer sífellt fækkandi. Á undanförnum áratug er talið að einungis 201 raðmorðingi hafi verið að verki í Bandaríkjunum.

 

Raðmorðingjar eru knúnir af kynlífi

Í kvikmyndum hefur raðmorðingjum verið lýst sem einkar greindum mönnum (t.d. Hannibal Lecter í kvikmyndinni „Lömbin þagna“, sem geðsjúklingum (t.d. Norman Bates í „Psycho“) ellegar þá sem heillandi siðblindingjum (Patrick Bateman í „American Psycho“). Raunveruleikinn er þó oftar en ekki allt annar.

 

Enginn fæðist sem raðmorðingi. Þeir alast að öllu jöfnu upp í brotnum fjölskyldum þar sem feðurnir eru annað hvort fjarverandi eða óvirkir, með stjórnsamar mæður og ofgnótt andlegrar og líkamlegrar valdbeitingar.

Langflestir höfðu þeir gaman af að pynta dýr á barnsaldri.

Margir raðmorðingjar vættu rúmið fram eftir öllum aldri, aðrir höfðu unun af því að kveikja í en langflestir höfðu þeir gaman af að pynta og deyða dýr á barnsaldri.

 

Langflestir raðmorðingjar eru karlar og rannsóknir hafa leitt í ljós að þeir urðu í æsku fyrir atburði sem hafði djúpstæð áhrif á þá, svo sem eins og umferðarslys eða slátrun dýrs sem þeir hafa aldrei getað komist yfir.

 

Að öllu jöfnu eru morðingjar sjaldnast geðveikir eða sérlega greindir og er greindarvísitala þeirra yfirleitt eilítið lægri en við á um meðaltal þjóðarinnar.

 

Flestir eru þeir knúnir af kynferðislegri girnd sem þarf alls ekki að beinast að kynlífi sem slíku, heldur er það vald yfir fórnarlambinu og ofbeldi gegn því sem færir þeim fullnægju.

 

Spurningin er svo hvers vegna svo margir raðmorðingjar komu fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum á árunum milli 1970 og 1990.

 

Þessi spurning var lögð fyrir Mike Aamodt sem er prófessor í sálfræði við Radford háskóla í Virginíufylki.

 

„Þessu er einstaklega erfitt að svara, því við vitum ekki fyrir víst hvort aukningin á 8. og 9. áratugunum var veruleg miðað við áratugina á undan. Hugtakið „raðmorðingi“ þekktist ekki fyrir 1970 og þess vegna fyrirfinnast engar upplýsingar um raðmorð fyrir þann tíma“, segir Mike Aamodt en hann átti einmitt þátt í að setja á laggirnar gagnasafn yfir raðmorðingja árið 1992 í Radford.

 

Gagnasafnið er það yfirgripsmesta í heimi en það hefur að geyma upplýsingar um 5.079 raðmorðingja, allt frá árinu 1900 fram til okkar daga. Alls 68% fórnarlambanna voru í Bandaríkjunum.

 

Mike Aamodt bendir á þann möguleika að gífurleg aukningin kunni að hafa stafað af þáverandi löggjöf:

 

„Á 8. og 9. áratug síðustu aldar fengu langtum fleiri fangar reynslulausn í Bandaríkjunum en tíðkast í dag. Þetta er einkar mikilvægt atriði því gagnasafn okkar yfir raðmorðingja gefur til kynna að rösklega 80% allra raðmorðingja í sögu Bandaríkjanna hafi varið einhverjum tíma í fangelsi áður en þeir myrtu í fyrsta sinn. Tæp 18% allra raðmorðingja höfðu verið dæmdir fyrir morð, þeim sleppt og létu svo til skarar skríða á nýjan leik“.

Fjórar gerðir af raðmorðingjum

Í tímamótabók sinni „Raðmorðingjar“ frá árinu 1988 flokkuðu afbrotafræðingarnir Ronald Holmes, Stephen Holmes og James De Burger raðmorðingja miðað við ástæður morðanna en ekki aðferðirnar sem alríkislögreglan flokkar iðulega samkvæmt.

 

Höfundarnir greindu fjórar gerðir af morðingjum og bjó hver gerð yfir sinni sérstöku ástæðu fyrir því að myrða.

 

Vald og stjórnun

Langflestir raðmorðingjar fá kynferðislega fullnægingu út úr því að beita valdi og vera við stjórn.

 

Þeir njóta þess að pynta og auðmýkja fórnarlömb sín. Í augum morðingjanna er sjálft morðið oft merki þess æðsta valds sem þeir hafa yfir fórnarlömbunum.

 

Geðrænir kvillar

Þessir raðmorðingjar heyra raddir eða sjá ofsjónir sem krefjast þess að þeir deyði tiltekna manneskju.

 

Skipunin berst frá myrkrahöfðingjanum eða guði. Raðmorðingjar af þessari gerð þjást nær allir af einhvers konar geðsjúkdómum.

 

Sérstakt ætlunarverk

Raðmorðingjar af þessari gerð eru sannfærðir um að þeim beri skylda til að útmá tiltekinn hóp fólks sem ekki sé þess verðugur að lifa.

 

Fórnarlömbin eru gjarnan gleðikonur, börn, gamalmenni eða fólk af tilteknum kynþætti.

 

Njóta þess að drepa

Mannætur og náriðlar hafa nautn af því að misþyrma fórnarlömbunum og leggja þau sér til munns.

 

Í þessum hópi eru einnig raðmorðingjar sem hafa nautn af því beinlínis að deyða.

 

Spennan verður að sjálfu markmiðinu. Þessi gerð raðmorðingja er yfirleitt gædd góðum gáfum.

Flest raðmorð framin í Kaliforníu

Nokkrir af alræmdustu morðingjunum komu fram á sjónarsviðið í „raðmorðingjafaraldrinum“ í Kaliforníu.

 

Þrátt fyrir hina alræmdu raðmorðingja „Næturhrellinn“, „Kaliforníudráparann“ og „Svefnhrottann“ sem bættu óhugnanlegum köflum við afbrotasögu Bandaríkjanna, var Kalifornía engan veginn það ríki sem flesta raðmorðingja var að finna í. Þeir voru meira að segja fleiri í Alaska og Flórída en Kalifornía vermdi 7. sætið.

 

Kalifornía var hins vegar það fylki sem flestir íbúar voru í eða alls um 40 milljón manns, svo það kom engum á óvart að flest fórnarlömb raðmorðingja væri að finna þar en þau voru alls 1.777 talsins á árunum eftir 1900.

 

Fjöldinn samsvarar um 14 hundraðshlutum allra fórnarlamba raðmorðingja í gjörvöllum Bandaríkjunum.

 

Raðmorðingjar eru sjaldséðir í dag

Virkum raðmorðingjum hefur fækkað sem nemur um 85% frá því á síðasta áratug 20. aldar og ef marka má tölur frá bandarísku alríkislögreglunni er innan við eitt prósent allra morða í Bandaríkjunum í dag framið af raðmorðingja.

 

Ef marka má raðmorðingjasérfræðinginn Enzo Yaksic stafar þessi fækkun ekki hvað síst af því að lögreglunni hefur farið verulega fram í að góma raðmorðingjana áður en þeir fremja þrjú eða fleiri morð en það er einmitt skilgreiningin á raðmorðingja.

 

Lögreglan hefur áratugum saman rannsakað hvað einkennir morðingjana og henni reynist nú auðvelt að koma auga á líkindi í morðmálunum og fyrir vikið tekst þeim oft að stöðva glæpamennina mjög fljótt.

 

Allar götur frá árinu 2000 hefur erfðaefni sem finnst á morðstað í mörgum tilvikum orðið til að sakfella morðingjana. Þá gefa bæði alnetið og snjallsímar lögreglunni kost á að fylgjast grannt með ferðum þeirra sem liggja undir grun.

„Hugsanlega eru til þúsundir raðmorðingja sem við þekkjum hvorki haus né sporð á“.

Mike Aamodt, prófessor í sálfræði við Radford háskóla í Virginíufylki.

Þetta er þó ekki jákvætt að öllu leyti, því ef lögreglunni hefur farið fram í að góma morðingjana má einnig gera því skóna að þeir síðarnefndu hafi lært að forðast gildrur lögreglunnar.

 

Þetta sýnir sig jafnframt í fækkun þeirra mála sem lögreglunni tekst að upplýsa. Árið 1965 upplýsti lögreglan í Bandaríkjunum alls 91% allra morða en árið 2017 hafi hlutfallið lækkað niður í 61%.

 

„Hugsanlega eru til þúsundir raðmorðingja sem við þekkjum hvorki haus né sporð á og sem okkur fyrir bragðið hefur ekki tekist að bera kennsl á“, segir Aamodt.

Lesið meira um sálarlíf raðmorðingja

Colin Wilson: The Serial Killers, Virgin Books, 2007

Robert K. Ressler: Whoever Fights Monsters, St. Martin’s Press, 1992

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Andreas Ebbesen Jensen

New YOrk Dally News,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hér eru aðeins leyfð kvendýr og afkvæmi þeirra: Kvennasambýli hafsins

Náttúran

Hvernig myndast haglél?

Maðurinn

Hvað er stífkrampi?

Alheimurinn

Af hverju eru plánetur og sólir alltaf kúlulaga?

Lifandi Saga

„Pólskir riddarar réðust á þýska skriðdreka“

Náttúran

Finna skordýr sársauka?

Maðurinn

Heilaþvottur á að losa þig við versta óttann

Maðurinn

Sannleikurinn um heilabilun

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is