Náttúran

Sigurför vargsnigilsins: Drottnari garðsins

Hann graðkar sig í gegnum garðinn og fjölgar sér ótrúlega hratt. Vargsnigillinn er á góðri leið með að leggja undir sig heiminn en nú eiga sníkjudýr og DNA-greiningar að stöðva kvikindið.

BIRT: 18/10/2022

Slímug slóð eyðileggingar liggur í gegnum blómabeðið. Við enda slóðarinnar má sjá feitan brúnan snigil færast hægt fram á við meðan 27.000 tennur á skráptungu hans graðka sig í gegnum jarðarber og skrautplöntur.

 

Við fyrstu sýn virðist þetta ekkert sérlega uggvænlegt en hér er á ferðinni eitt hataðasta dýr garðeigenda og hefur þess vegna fengið viðurnefnið „vargsnigill“. Og snigill þessi er ekki einungis skaðræði í matjurtagörðum. Stóri svarti skógarsnigillinn sem er landlægur í m.a. Skandinavíu, á nú í hættu að verða útrýmt eftir því sem vargsnigillinn dreifist sífellt lengra út í heiminum.

 

En nú eru vísindamenn tilbúnir að stöðva þessa innrás.

 

Nýrri tækni er ætlað að bjarga vistkerfum tímanlega áður en þau sýkjast og eru yfirtekin af þessu slímuga skaðræðisdýri.

 

Sniglar hafa verið til í 500 milljón ár

Sniglar tilheyra einum elsta dýrahóp jarðar, lindýrum. Fyrstu merki um snigla eru 541 – 485 milljón ára gömul en sumir vísindamenn telja að þeir hafi komið mun fyrr fram.

 

Þar sem lindýr hafa engin bein sem geta varðveist er þekking steingervafræðinga á sniglum fortíðar ansi götótt. Þó er vitað að elstu sniglarnir voru sjávardýr og fyrstu sniglarnir skriðu upp á land fyrir um 350 milljón árum.

 

Margar tegundir fortíðar hurfu síðan við fjölda-útrýminguna fyrir 65 milljón árum sem gerði út af við risaeðlurnar.

 

Þessi atburður beindi sniglunum inn á nýja þróunarbraut sem leiddi til þeirra snigla sem við þekkjum nú til dags.

Þessi 480 milljón ára gamli Calvapilosa kroegeri er frumstæður ættingi allra núlifandi lindýra – þar með talinn vargsnigilsins. Steingervingar sýna að dýrið var með innbyggðan hjálm.

Núna eru til um 70.000 tegundir af sniglum sem gerir þá að tegundaríkasta lindýri heims.

 

Sniglar eru mikilvægir fyrir vistkerfi þar sem þeir virka eins og eins konar öskukallar. Þeir éta dauð dýr og plöntur og hraða niðurbroti lífrænna efna. Þeir endurnýta þannig lífræn efni og losa næringarefni aftur út í jarðveginn.

 

Tegundirnar finnast í fjölmörgum formum og litum – sumar með lítil hús, aðrar með stór, sumar með slétt hús og aðrar með göddótt hús. Og svo eru auðvitað allir þeir sem bera engin hús og einn þeirra er hinn hataði íberski skógarsnigill nú þekktur sem vargsnigill.

 

Skaðræðið er franskt

Rétt eins og sniglar geta verið gagnlegir í vistkerfum þar sem þeir passa náttúrulega inn, geta þeir skapað jafn mikið vandamál þar sem þeir eiga ekki heima.

 

Vargsnigillinn er dæmi um óvelkominn gest sem á ekki uppruna í Skandinavíu og getur því valdið miklum skaða.

 

Og það eru ekki einungis garðar fólks sem liggja undir árás, heldur einnig margar af uppáhalds fæðutegundum okkar.

2003 var árið þegar fyrsti vargsnigillinn fannst á Íslandi.

Vart varð við fyrsta snigilinn í Svíþjóð árið 1975 og frá árinu 1997 hefur útbreiðsla hans margfaldast. Sniglarnir hafa líklega borist þangað með mold og plöntum þar sem egg og ungir sniglar hafa leynst í miklum mæli.

 

Eins og nafnið bendir til er íberíski skógarsnigillinn upprunalega talinn vera frá Spáni og Portúgal en sú hugmynd kann að vera röng.

 

Árið 2020 stóðu vísindamenn frá Póllandi, Þýskalandi og Noregi fyrir erfðarannsóknum á vargsniglum í 26 evrópskum löndum.

 

Greiningar þeirra sýna að vargsnigillinn er ekki sami skógarsnigill og finnst á Íberíuskaga. Þess í stað er íberíusnigillinn frá svæði í Frakklandi sem liggur nærri vesturhluta Þýskalands.

Á fáeinum áratugum hefur vargsnigillinn dreifst frá upprunastað sínum í Frakklandi til jafn fjarlægra staða eins og Mexíkó og Grænlands.

Núna hefur vargsnigillinn dreifst yfir mestan hluta Evrópu. Kuldi hindrar hann ekki þar sem þegar hefur sést til hans í Finnlandi, á Íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi.

 

Og nú síðast varð hans einnig vart á jafn fjarlægum slóðum og í Mexíkó árið 2021.

 

Fá dýr ráða niðurlögum hans

Helsti vandinn við vargsnigla er jafnframt lykill hans að farsæld: Hann étur hvað sem er, allt frá káli og grænmeti yfir í kryddjurtir, skrautjurtir og ávexti – einkum jarðarber sem hanga lágt eyðileggjast þegar vargsnigillinn leggur til atlögu.

 

Skýrslur frá Póllandi sýna að snigillinn graðkar í sig meira en 100 mismunandi plöntutegundir og jarðaberjaakur nokkur í Noregi missti um helming uppskerunnar vegna kvikindisins.

 

Einnig hræ, saur og slím rýkur upp í kjaft hans og hann étur þess vegna tegundafélaga sína ef hann skríður fram á einn dauðan slíkan.

50% af jarðarberjauppskeru hefur vargsnigillinn étið á norskum ökrum.

Þar fyrir utan á vargsnigillinn sér fáa óvini á norðlægum breiddargráðum.

 

Broddgeltir, froskar og fáeinar fuglategundir geta étið vargsnigil en kjósa fremur innfædda skógarsnigla þar sem vargsniglar eru seigari og mun slímugri. Svartþröstur getur þó fundið upp á því að þurrka sniglana í sólinni til að fjarlægja slímið áður en hann étur snigilinn.

 

Almennt óttast menn ágengar tegundir vegna þess hve skjótar þær eru að laga sig að nýjum aðstæðum og geta þannig keppt við staðbundnar tegundir.

 

Í einni rannsókn könnuðu vísindamenn aðlögunarhæfni vargsnigla miðað við brúnsnigilinn – innfæddan norðurevrópskan skógarsnigil – með því að láta sniglana vera í mismunandi hita og með ýmis konar fæðu.

 

Getan til að takast á við slíkar breytingar var síðan metin út frá því hversu margir sniglar lifðu af og eins hve mörg egg þeir framleiddu yfir sumarið.

 

Í ljós kom að þegar hiti var hár hafði vargsnigillinn algjöra yfirburði og hann spjaraði sig einnig betur þegar hungrið svarf að.

Vargsnigillinn er byggður fyrir farsæld.

Hann getur tímgast með öðrum tegundum og gaddað sig í gegnum hvað eina þökk sé skráptungu með 27.000 tönnum. Undraverð líffæri hans gera hann óstöðvandi.

1. Fleiri tennur en hvítháfurinn

Tungan er þakin með allt að 27.000 örsmáum tönnum sem m.a. innihalda kítin – sama efni og ytri stoðgrind skordýra. Skráptungan virkar eins og rifjárn sem tætir í sundur fæðuna og leiðir hana inn í munnopið.

2. Makast við allt og alla

Vargsnigillinn er tvíkynja og kynfæri hans sem nefnast ovotestis, framleiða bæði egg og sáðfrumur sem eru send út í gegnum kynfæraopið á höfði skepnunnar. Þegar tveir sniglar makast verða báðir frjóvgaðir og verpa 20 – 30 eggjum hvor.

3. Saurinn kemur út að framanverðu

Innyfli snigilsins eru umsnúin í 180 gráður og því eru sum af innri líffærum staðsett á frábrugðinn máta en hjá öðrum dýrum. Þetta felur í sér að þarmurinn og þvagrásin liggja fyrir neðan öndunarop dýrsins.

4. Klístrugt slím drepur bakteríur

Vargsnigillinn seytir út sérstaklega seigu slími (ljósrautt) frá níu mismunandi gerðum af slímkirtlum. Slímið er eins konar fljótandi kristallaslepja sem bæði hjálpar sniglinum að renna yfir yfirborð og verja sig gegn bakteríusýkingum.

Vargsnigillinn er byggður fyrir farsæld.

Hann getur tímgast með öðrum tegundum og gaddað sig í gegnum hvað eina þökk sé skráptungu með 27.000 tönnum. Undraverð líffæri hans gera hann óstöðvandi.

1. Fleiri tennur en hvítháfurinn

Tungan er þakin með allt að 27.000 örsmáum tönnum sem m.a. innihalda kítin – sama efni og ytri stoðgrind skordýra. Skráptungan virkar eins og rifjárn sem tætir í sundur fæðuna og leiðir hana inn í munnopið.

2. Makast við allt og alla

Vargsnigillinn er tvíkynja og kynfæri hans sem nefnast ovotestis, framleiða bæði egg og sáðfrumur sem eru send út í gegnum kynfæraopið á höfði skepnunnar. Þegar tveir sniglar makast verða báðir frjóvgaðir og verpa 20 – 30 eggjum hvor.

3. Saurinn kemur út að framanverðu

Innyfli snigilsins eru umsnúin í 180 gráður og því eru sum af innri líffærum staðsett á frábrugðinn máta en hjá öðrum dýrum. Þetta felur í sér að þarmurinn og þvagrásin liggja fyrir neðan öndunarop dýrsins.

4. Klístrugt slím drepur bakteríur

Vargsnigillinn seytir út sérstaklega seigu slími (ljósrautt) frá níu mismunandi gerðum af slímkirtlum. Slímið er eins konar fljótandi kristallaslepja sem bæði hjálpar sniglinum að renna yfir yfirborð og verja sig gegn bakteríusýkingum.

Svissneskar rannsóknir sýna jafnframt að meltingarfæri vargsnigilsins geta unnið næringu úr fæðutegundum sem innfæddir sniglar geta ekki nýtt sér. Það veitir augljóst forskot.

 

Auk þess er ágengi snigillinn mun virkari og hraðskreiðari heldur en sniglar viðkomandi landa.

 

Í rannsókn báru vísindamenn saman virkni vargsnigilsins við virkni rauða skógarsnigilsins.

 

Settar voru örflögur á 450 snigla og þeim sleppt í þrenns konar landslagi. Niðurstöðurnar sýndu að vargsniglarnir fóru mun skjótar yfir og voru virkari heldur en rauði skógarsnigillinn.

Hraði vargsnigilsins er allt að níu metrar á klst

Því má sjá að vargsnigillinn er harðger skepna sem étur meira, lagar sig betur að aðstæðum og fer hraðar yfir en aðrir sniglar – og þetta kann að skipta sköpum varðandi hvaða sniglar lifa af til lengri tíma litið.

 

Vargsnigillinn er nefnilega með enn eitt vopn í innrásarplönum sínum – hömlulítið kynlíf.

 

Slímugt kynlíf í görðum

Þar sem vargsnigillinn er stöðugt að fylla sig af næringu getur hann framleitt furðulega mörg egg og þar sem kynlíf hans einkennist jafnframt af miklu fjöllyndi, þá er hér komin uppskrift að stórkostlegri aukningu í fjölda snigla.

 

Tímgunartíð vargsnigla stendur jafnan frá júlí til september þar sem segja má að garðarnir séu gegnsósa af slímugu kynlífi. Snigillinn er tvíkynja og getur því verið bæði karl- og kvendýr við mökunina.

 

Þegar vargsnigill verður var við mögulegan maka hefst það með því að parið fer í svokallaðan yin-yang dans, þar sem sniglarnir hringa hvor annan og sleikja slím hvor af öðrum í gríð og erg.

 

Mökunardansinn fær kynfærin til að bólgna upp og sniglarnir þrýsta kynopum sínum sem liggja á höfðunum, saman. Þessu næst hefst gagnkvæm frjóvgun með litlum sekki sem kallast spermatofor sem færir sáðfrumur til makans.

Kynop snigilsins er í höfðinu. Við pörun blása tvíkynjasniglarnir upp himnulíka sekki og skiptast á sæðisfrumum.

Mökunin stendur í tvo til þrjá tíma og gerist oftast um nætur.

 

Þessi gagnkvæma frjóvgun felur í sér að mökunin leiðir ekki til eins heldur tveggja frjóvgaðra snigla sem geta verpt allt að 400 eggjum á ári. Eggin eru jafnan í klasa sem telja 20 – 30 stykki undir steinum eða í holum í jarðveginum.

 

Þessir gröðu vargsniglar láta sér ekki nægja að makast við tegundafélaga heldur tæla þeir einnig innfædda skógarsnigla.

 

Þrátt fyrir að þessar ólíku tegundir skógarsnigla hafi skilist að fyrir um fimm milljón árum eru sumir færir um að makast þannig að afkvæmin innihalda gen frá báðum tegundum.

 

Fræðilega séð getur slík skipting á genum leitt til meiri líffræðilegrar fjölbreytni en vísindamenn óttast að þetta muni gera útaf við margar upprunalegar tegundir skógarsnigla. 

LESTU EINNIG

Þar sem vargsniglar eru mun fleiri heldur en svartir og rauðir skógarsniglar á sumum svæðum mun erfðafræðileg blöndun með tímanum fela í sér að skógarsniglar staðarins hverfa smám saman sem hreinar tegundir.

 

En vargsnigillinn getur ekki reiknað með að leggja undir sig heiminn baráttulaust.


Sýklar eiga að stöðva innrásina


Vísindamenn við University of Iowa eru nefnilega tilbúnir með tækni sem á að stöðva þessa framrás dráparasniglanna.

 

Tæknin nefnist Environmental DNA (e. DNA) og er notuð til að þefa uppi ágenga snigla svo skjótt sem kostur er og áður en fjöldi þeirra verður stjórnlaus.


Sniglarnir skilja eftir sig úrgang, húðfrumur og slím sem innihalda agnarlítið magn af DNA og þannig má finna þá. Með því að taka sýni úr jarðveginum og vinna DNA í honum geta vísindamenn afhjúpað hvort ágengar tegundir séu komnar á tiltekin svæði.

 

Ef koma vargsnigilsins uppgötvast strax verður mun auðveldara að berjast gegn honum.

Ágengir sniglar fara um heim

Risi, skaðræðiskvikindi og sælkerabiti – þrír aðrir sniglar hafa náð að koma sér inn á lista alþjóðlegra náttúruverndarsamtaka yfir 100 verstu ágengu tegundir heims.

1. Risavaxinn gælusnigill varð að meindýri

Með hús sem er allt að 20 cm langt er afríski risasnigillinn stærstur í heimi. Risi þessi var fluttur inn til BNA sem gæludýr en nú hefur þessi gráðuga skepna sloppið út í náttúruna þar sem hún veldur miklum vanda í landbúnaði.

2. Skaðræðisskepna útrýmir innfæddum

Úlfasnigillinn er eini snigillinn sem leitar uppi lifandi bráð. Árið 1955 var hann fluttur til Hawaii til að berjast við afríska risasnigilinn. Þessi snigill lagðist samt á margar aðrar sniglategundir og hefur nú þegar útrýmt átta innfæddum sniglategundum.

3. Sælkerasnigill ógnar hrísgrjónaökrum

Upp úr 1980 var eplasnigillinn fluttur frá Suður-Ameríku til Suðaustur-Asíu sem eftirsóttur matarsnigill. En snigillinn slapp frá mörkuðunum og þar sem hann étur alls konar plöntur sem eru nærri ferskvatni ógnar hann nú hrísgrjónaframleiðslu í mörgum löndum.

Þegar sniglarnir hafa komið sér fyrir á einhverju svæði getur verið ákaflega erfitt að losna við þá.

 

Þetta geta margir garðeigendur svo sannarlega staðfest. Þrátt fyrir hatrammar tilraunir til að berjast við sniglana virðist fátt duga gegn þessum harðgeru kvikindum. Salt, hvítlaukur, bjórgildrur og sniglagirðingar eru nokkrar þeirra aðferða sem hafa verið reyndar.

 

Aðrir nota sniglaeitur sem hefur þann ókost að það virkar einnig á önnur dýr – þar með talið náttúrulega óvini sniglanna. Annar möguleiki felst í að smita sniglana með t.d. hringormum sem éta þá upp innan frá.

 

Slíkar lausnir taka þó ekki fram þeirri sem er hvað einföldust, að safna sniglunum saman með höndunum. Best væri ef vargsniglum er safnað saman um leið og þeir finnast á vorin og snemma sumars áður en þeir ná að stækka, makast og verpa eggjum.

 

Þannig að barátta okkar gegn vargsniglinum krefst ennþá þess að við setjum upp vinnuhanskana, því þrátt fyrir að snigillinn sé mjúkur og hægfara virðist innrás hans alls ekki lokið. Þvert á móti og því er mál að láta hendur standa fram úr ermum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jonas Grosen Meldal

Shutterstock,© Esben Horn & Jakob Vinther, SPL

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

5 haldbærar sannanir um að jörðin er hnöttótt

Alheimurinn

Tungl Júpíters á að veita svar við einni helstu ráðgátu lífsins: Leiðangur til Evrópu 

Náttúran

Segulmagn bjargar okkur frá banvænum ögnum

Náttúran

Þegar jörðin hreykir sér 

Lifandi Saga

Hvers vegna borða Japanar sushi?

Alheimurinn

Má ímynda sér líf án vatns?

Lifandi Saga

Hvert var hlutverk Martins Bormanns í nasistaflokknum?

Alheimurinn

Stjörnufræðingar finna fyrstu frumvísa að Vetrarbrautinni

Maðurinn

Hve hratt fer blóðið um líkamann?

Lifandi Saga

Fjöldamorð SS leiddi til miskunnarlausrar hefndar

Lifandi Saga

Hvað var gula?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is