Lifandi Saga

Snjallsími fortíðar: Astrólabíum létti lífið

Forn-Grikkir þekktu verkfærið og líkt og með snjallsíma nútímans var stöðugt verið að betrumbæta og uppfæra það.

BIRT: 07/06/2023

Astrólabíum eða stjörnuhæðarmælir var fjölhæft verkfæri sem tengdist ólíkum þáttum sem vörðuðu himintunglin – t.d. stjörnufræði og siglingafræði.

 

Með aðstoð þess – en líkja má því við líkan af himninum – var hægt að ráða á hvaða breiddargráðu maður væri staddur eða hver staðartíminn væri.

Allt þetta gat astrólabíum:

  • Sagt þér hvað tímanum leið út frá staðsetningu sólarinnar.

 

  • Gert stjörnukort manns með því að kortleggja stjörnuhimininn.

 

  • Sagt nákvæmlega fyrir um sólarupprás og sólsetur.

 

  • Fundið á hvaða breiddargráðu maður er staddur.

 

  • Ákvarðað nákvæma stöðu á himninum fyrir tungl, sól og stjörnur.

 

  • Fundið stefnuna til tiltekinnar borgar eða kennileitis.

Til eru lýsingar á svipuðu apparati hjá Forngrikkjum sem líkist stjörnuhæðarmæli en það var vinsælt í Mið-Austurlöndum á 6. öld.

 

Þar var apparatið þróað frekar af arabískum vísindamönnum, til að nota mætti það t.d. við að ákvarða fimm bænatíma múslima og finna í hvaða átt Mekka væri.

 

Sjáðu hvernig astrólabíum er notað:

Tímatakan hófst við að maður stillti vísinn í átt að sólu.

Skífurnar í stjörnuhæðarmælinum þurftu að stemma við stjörnuhimininn. Því var hægt að skipta út skífum, enda var t.d. ekki hægt að nota sömu skífuna í París og London.

Gegnumboruð skífa sýndi stjörnuhimininn og árlega braut sólar.

Tímatakan hófst við að maður stillti vísinn í átt að sólu.

Skífurnar í stjörnuhæðarmælinum þurftu að stemma við stjörnuhimininn. Því var hægt að skipta út skífum, enda var t.d. ekki hægt að nota sömu skífuna í París og London.

Gegnumboruð skífa sýndi stjörnuhimininn og árlega braut sólar.

Á miðöldum barst tólið aftur til Evrópu, þar sem stjörnuspekingar hrifust af því.

 

Með hjálp þess leituðust Evrópubúar við að ráðfæra sig við stjörnurnar til að finna réttan tíma, t.d. til að halda í stríð eða taka mikilvægar ákvarðanir í einkalífinu.

 

Sextantar og mekanískar klukkur komu í staðinn fyrir stjörnuhæðarmælinn á 17. öld.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ & BUE KINDTLER-NIELSEN

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.