Astrólabíum eða stjörnuhæðarmælir var fjölhæft verkfæri sem tengdist ólíkum þáttum sem vörðuðu himintunglin – t.d. stjörnufræði og siglingafræði.
Með aðstoð þess – en líkja má því við líkan af himninum – var hægt að ráða á hvaða breiddargráðu maður væri staddur eða hver staðartíminn væri.
Allt þetta gat astrólabíum:
- Sagt þér hvað tímanum leið út frá staðsetningu sólarinnar.
- Gert stjörnukort manns með því að kortleggja stjörnuhimininn.
- Sagt nákvæmlega fyrir um sólarupprás og sólsetur.
- Fundið á hvaða breiddargráðu maður er staddur.
- Ákvarðað nákvæma stöðu á himninum fyrir tungl, sól og stjörnur.
- Fundið stefnuna til tiltekinnar borgar eða kennileitis.
Til eru lýsingar á svipuðu apparati hjá Forngrikkjum sem líkist stjörnuhæðarmæli en það var vinsælt í Mið-Austurlöndum á 6. öld.
Þar var apparatið þróað frekar af arabískum vísindamönnum, til að nota mætti það t.d. við að ákvarða fimm bænatíma múslima og finna í hvaða átt Mekka væri.
Sjáðu hvernig astrólabíum er notað:
Tímatakan hófst við að maður stillti vísinn í átt að sólu.
Skífurnar í stjörnuhæðarmælinum þurftu að stemma við stjörnuhimininn. Því var hægt að skipta út skífum, enda var t.d. ekki hægt að nota sömu skífuna í París og London.
Gegnumboruð skífa sýndi stjörnuhimininn og árlega braut sólar.
Tímatakan hófst við að maður stillti vísinn í átt að sólu.
Skífurnar í stjörnuhæðarmælinum þurftu að stemma við stjörnuhimininn. Því var hægt að skipta út skífum, enda var t.d. ekki hægt að nota sömu skífuna í París og London.
Gegnumboruð skífa sýndi stjörnuhimininn og árlega braut sólar.
Á miðöldum barst tólið aftur til Evrópu, þar sem stjörnuspekingar hrifust af því.
Með hjálp þess leituðust Evrópubúar við að ráðfæra sig við stjörnurnar til að finna réttan tíma, t.d. til að halda í stríð eða taka mikilvægar ákvarðanir í einkalífinu.
Sextantar og mekanískar klukkur komu í staðinn fyrir stjörnuhæðarmælinn á 17. öld.