Sum slys eru fáránleg. Önnur alls ólíkleg og einmitt slíkt slys átti sér stað þriðjudaginn 30. nóvember 1954 og gerði bandaríska konu svo víðfræga að blaðamenn sátu um hús hennar í marga daga.
Þetta furðulega óhapp átti sér stað um hádegisbilið þegar Ann Hodges hugðist leggja sig í smástund.
Hún vaknaði við mikinn hávaða og fann fyrir verkjum í mjöðminni áður en hún uppgötvaði að steinn á stærð við greipaldin hafði brotist gegnum þak hússins.
Steinninn hafði eyðilagt útvarp áður en hann lenti á henni og í fyrstu hélt Ann Hodges að börn væru þarna að verki. Þetta reyndist þess í stað vera 3,9 kg þungur loftsteinn úr geimnum.
Ann Hodges varð því fyrsta manneskja heims til að verða fyrir loftsteini.