Jörðin

Vísindamenn skýra 100 ára gamlan loftsteins-leyndardóm

Ný kenning getur skýrt hvernig loftsteinn olli gríðarlegri eyðileggingu í Rússlandi fyrir 112 árum án þess að skilja eftir gíg eða svo mikið sem brot.

BIRT: 29/05/2023

Sprengingin yfir Tunguska í Síberíu 1908 er meðal stærstu ráðgátna jarðfræðinnar. 80 milljónir trjáa lögðust flatar á 2.000 ferkílómetra svæði og sjónarvottar segja frá ljósleiftri sem breiddist út um himinhvolfið í heila mínútu en í kjölfarið kom höggbylgja sem braut gluggarúður og feykti fólki um koll í 60 kílómetra fjarlægð.

 

Eina skýringin sem vísindamenn hafa getað gefið fram að þessu er að þarna hafi annað hvort stór loftsteinn úr bergi eða halastjarna úr ís verið á ferðinni. Atburðurinn varð kl. 07.17 þann 30. júní. Gallinn er sá að aldrei hefur fundist neinn gígur.

Höggbylgja felldi 80 milljón tré í Tunguska í Síberíu á sumarmorgni 1908. Trúlegast er að loftsteinn hafi verið á ferð.

Það gæti stafað af því að loftsteinninn hafi splundrast áður en hann náði til jarðar en þá ættu brot úr honum að hafa dreifst um svæðið en þau hafa aldrei fundist.

 

Sökudólgurinn lágfljúgandi járnhnöttur

Nú hafa vísindamenn hjá rússnesku vísindaakademíunni í Moskvu loks leyst þessa ráðgátu. Með hjálp tölvulíkans hafa þeir reiknað út að hafi loftsteinninn ekki verið úr klöpp heldur járni og honum ekki slegið niður heldur hafi hann þeyst gegnum gufuhvolfið í 10-15 km hæð, myndu afleiðingarnar koma heim og saman við eyðilegginguna og frásagnir sjónarvotta.

Loftsteinn hlífði jörðinni

Nýleg rannsókn bendir til að sprengingin yfir Tunguska í Síberíu 1908 hafi orðið af völdum loftsteins sem þaut í gegnum gufuhvolfið.

1. Loftsteinn flýgur lágt

Járnloftsteinn, um 200 metrar í þvermál, stefnir á jörðina. Hann er á 72.000 km hraða og kemur úr lágu horni, kringum 10 gráður.

2. Höggbylgja breiðist út

Í 10-15 km hæð yfir skógum Síberíu sendir járnsteinninn höggbylgju gegnum glóandi heitt loft. Á 2.000 ferkílómetra svæði sviðna tré og falla til jarðar.

3. Járnið fór sína leið

Vegna þess að loftsteinninn var úr járni komst hann lítt skaddaður í gegnum gufuhvolfið. Í stað þess að brotna tekur hann stefnuna út úr gufuhvolfinu aftur og heldur áfram för sinni kringum sólina.

3. Járnið fór sína leið

Vegna þess að loftsteinninn var úr járni komst hann lítt skaddaður í gegnum gufuhvolfið. Í stað þess að brotna tekur hann stefnuna út úr gufuhvolfinu aftur og heldur áfram för sinni kringum sólina.

1. Loftsteinn flýgur lágt

Járnloftsteinn, um 200 metrar í þvermál, stefnir á jörðina. Hann er á 72.000 km hraða og kemur úr lágu horni, kringum 10 gráður.

2. Höggbylgja breiðist út

Í 10-15 km hæð yfir skógum Síberíu sendir járnsteinninn höggbylgju gegnum glóandi heitt loft. Á 2.000 ferkílómetra svæði sviðna tré og falla til jarðar.

3. Járnið fór sína leið

Vegna þess að loftsteinninn var úr járni komst hann lítt skaddaður í gegnum gufuhvolfið. Í stað þess að brotna tekur hann stefnuna út úr gufuhvolfinu aftur og heldur áfram för sinni kringum sólina.

Samkvæmt útkomu tölvulíkansins hefur þessi járnsteinn verið allt að 200 metrar í þvermál og komið inn í gufuhvolfið í tiltölulega lágum vinkli, 9-11 gráðum miðað við yfirborð jarðar.

 

Yfir Tunguska kom steinninn næst yfirborðinu og þar hefur hann skapað brennandi heita höggbylgju sem felldi tré og sveið yfirborðið. En vegna stærðar sinnar og hraða, um 11 km á sekúndu, hefur hann haft í sér svo mikla hreyfiorku að hann skall ekki til jarðar heldur hélt áfram og náði aftur út úr gufuhvolfinu.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

Claus Lunau,© Sovfoto/Universal Images Group/Getty Images

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvenær komu fyrstu gauksklukkurnar fram?

Náttúran

Af hverju verða hlutir rafmagnaðir?

Náttúran

Topp 5 – Hvaða sprengiefni er eldfimast?

Maðurinn

Hugtökin vinstri og hægri stríða gegn eðli okkar

Náttúran

Geta dýr einnig orðið ástfangin?

Lifandi Saga

Mahatma Gandhi – Frelsishetja Indlands

Lifandi Saga

Pestin lagði Rómarríki í gröfina

Tækni

Tilviljanir skópu helstu sigra vísindamanna

Maðurinn

Af hverju klæjar mig undan ull?

Heilsa

Er ekki hægt að fá krabbamein í hjartað?

Náttúran

Taumhald á gróðureldum: Skógareldar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.