Alheimurinn

Sólgos lýsir upp allt sólkerfið

Sólin sendir stöðugt frá sér hraðfleygar rafhlaðnar agnir sem mynda mikla ljósadýrð þegar þær rekast á sameindir í lofthjúp reikistjarnanna, svo úr verða norður- og suðurljós.

BIRT: 13/11/2024

 

Sólin sendir stöðugt frá sér straum af þunnu gasi með sólarvindinum. Þegar sólin er sérlega virk losnar gasið í risastórum bólum, svonefndum kórónuskvettum, ellegar sólblossum, en svo kallast öflugar sprengingar í efra gufuhvolfinu.

 

Norðurljósin myndast þegar hraðfleygar rafhlaðnar agnir frá sólinni, á borð við vetniskjarna og rafeindir, þeytast gegnum sólkerfið á leifturhraða.

 

Jörðin

Orkuríkar agnir mynda norðurljós.

 

Segulsvið jarðar leiðir agnir frá sólinni í átt að heimskautunum. Þar færa agnirnar sameindum gufuhvolfsins aukna orku, sem fær þær til til að lýsa upp sem norðurljós eða suðurljós.

 

Þegar sólin sendir frá sér mikið magn agna verður ljósið sérlega sterkt og teygist lengra frá heimskautunum.

 

Júpíter

Eldvirkni á tungli Júpíters eykur birtu norðurljósanna.

 

Eldsumbrot á tunglinu Io hefur áhrif á norðurljós Júpíters. Agnir frá eldgosi dragast að seguslsviði plánetunnar og tengjast sameindum í lofthjúpnum.

 

Stöðug norður- og suðurljós við póla Júpíters eru hin öflugustu í sólkerfinu.

 

Mars

Segulljós breiða úr sér yfir reikistjörnuna.

Á nágrannareikistjörnu okkar verður norðurljósa ekki einvörðungu vart við heimskautin, því þar er ekki nægilega sterkt segulsvið til að flytja agnirnar.

 

Þess í stað berast sólaragnir út í gufuhvolfið. Í raun og veru gætu norðurljósin á Mars þakið allt gufuhvolf plánetunnar.

 

Úranus

Hallinn færir til ljósbletti.

Á þriðju stærstu reikistjörnu sólkerfisins myndast segulljós víðsfjarri norður- og suðurskauti plánetunnar.

 

Ástæðan er sú að segulsvið Úranusar er með 59 gráðu halla miðað við snúningsöxulinn. Vísindamennirnir álíta að hallinn eigi rætur að rekja til áreksturs við aðra plánetu.

 

Satúrnus

Heimskautin lýsast upp svo dögum skiptir.

 

Segulsvið Satúrnusar færir agnir sólarinnar í átt að heimskautunum og þar myndast hringlaga segulljós.

 

Þegar sólin er mjög virk lýsir sterkt segulljós reikistjörnuna upp svo dögum skiptir, en á jörðu stendur skært ljósið aðeins yfir í nokkrar mínútur.

 

 

Teknar voru myndir úr Cassini geimfarinu yfir sexhyrnda skýinu á norðurskauti Satúrnusar.

 

Vísindamennirnir áttuðu sig á því að segulljósið myndaðist jafnframt í blettum innan hringsins, nær heimskautinu.

 

Ljósið kann að stafa af segultengingu milli Satúrnusar og tungla reikistjörnunnar.

LESTU EINNIG

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

Lifandi Saga

Hvers vegna brann Hindenburg? 

Náttúran

Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Lifandi Saga

Hvað voru fyrsta og annað ríkið?

Lifandi Saga

El-Alamein: Montgomery sigrar Rommel í sandbylnum

Lifandi Saga

Hvers vegna geta kosningar verið svona ótrúlega jafnar?

Náttúran

Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Náttúran

Geta hvalir gleypt fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is