Hraðasti smíðisgripur manna er hvorki þota né eldflaug. Það er hins vegar stálhlemmur frá kjarnorkusprengjutilraun Bandaríkjamanna.
Í ágúst árið 1957 gerðu Bandaríkjamenn sprengjutilraun sem þeir nefndu Pascal B. Sprengja var sprengd í botni 157 metra djúprar holu og 500 kg þungur stálhlemmur og steypa var sett ofan á hana.
Árið 1957 gerði BNA tilraunir með 29 kjarnorkusprengjur í verkefninu „Operation Blumbbob“.
Vísindamennirnir stilltu upp háhraðamyndavél til að ná stálhlemminum á mynd þegar hann skaust upp úr holunni eins og byssukúla. Hraðinn kom þeim í opna skjöldu.
Við þessa gríðarlegu sprengingu sem skaut upp mörg hundruð metra hárri eldsúlu, náði myndavélin aðeins einni mynd af hlemminum, áður en hann hvarf.
Myndskeið: Sjáðu nokkrar af Operation Blumbbob kjarnorkusprengingunum:
Útreikningar sýndu að hraði hlemmsins var heilir 200.000 km/klst. – hraðar en nokkur annar smíðisgripur manna.
Samkvæmt vísindamönnunum gæti hlemmurinn hafa náð út úr gufuhvolfi jarðar. Ef svo er þá eru BNA fyrsta landið til að senda einhvern hlut út í geim – og hlemmurinn er ennþá á ferðinni.