Tækni

Stærsta farþegaþota heims flýgur þrjá tíma á matarolíu

Það er risastórt skref stigið í grænum flutningum þegar stærsta farþegaþota heims getur flogið á 100% sjálfbærri orku.

BIRT: 15/04/2022

Í fyrsta sinn í sögunni hefur Airbus 380-þota farið í þriggja tíma langt flug með alveg sjálfbæra matarolíu sem aðaleldsneyti.

 

Þessi heimsins stærsta farþegaþota rúmar 545 farþega á þremur farrýmum og tilraunaútgáfa þessarar tveggja hæða vélar fór þessa ferð frá heimahöfn Airbus í Toulouse í Frakklandi og inn til öruggrar lendingar í Nice.

 

Fjórum dögum síðar var afrekið endurtekið og Rolls Royce Trent 900-hreyflarnir fóðraðir á alls 27 tonnum af sjálfbærri blöndu endurnýttrar matarolíu og öðru eldsneyti unnu úr ræktarplöntum og eldsneyti sem ekki telst til jarðefnaeldsneytis.

 

Síðasta árið hefur Airbus sent á loft þrjár gerðir tilraunavéla knúnar sjálfbæru eldsneyti og allar hafa þær lent heilu og höldnu. Auk A380-vélarinnar voru þetta A319Neo og A350-vélar og í öllum tilvikum var notað svipað eldsneyti.

 

Minnkar koltvísýringslosun um 80%

Flugfélög á borð við Air France, Lufthansa og Singapore Airlines nota hinar 280 tonna Airbus 380-vélar á flugleiðum sínum og því aukast nú til muna líkurnar á grænni framtíð í farþegaflugi.

 

Airbus 380 hefur flugþol upp á nærri 15.000 km og því getur sjálfbært eldsneyti átt þátt í að draga úr koltvísýringslosun í eyðslufreku flugi yfir hálfan hnöttinn um allt að 80%.

Tilraunavél Airbus, A380, flug MSN1, tekur á loft í Toulouse í Frakkalandi 25. mars kl. 08.43.

Auk þess að vera vistvænni kostur ættu forsvarsmenn flugfélaga að kætast yfir því að græna eldsneytið er allt að 3% öflugra. Þegar eyðslan er 14 lítrar á hvern kílómetra safnast svo litlar tölur saman í eina miklu stærri.

 

Sá galli er þó á þessu að vistvæna eldsneytisblandan er ennþá hátt í fimmfalt dýrari en hefðbundið eldsneyti, enda er framleiðslan tiltölulega ný af nálinni og magnið lítið enn sem komið er.

 

Flugmiðarnir verða þess vegna talsvert dýrari fyrstu árin, nema stjórnvöld styðji fjárhagslega við þessa grænu byltingu en það hefur verið gert áður, t.d. í vindorkuiðnaði.

 

Engin koltvísýringslosun 2050

Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, hafa lýst yfir því markmiði að flug verði kolefnishlutlaust árið 2050.

 

Því markmiði á að ná með því að nota nýjar eldsneytisblöndur, svipað því sem Airbus er nú að gera.

 

Eftirspurn eftir þessari nýju eldsneytisblöndu var aðeins 100 milljón lítrar árið 2021 en flugfloti heimsins notar árlega 200 milljarða lítra.

 

Vistvænt eldsneyti er sem sagt einungis um 0,05% af öllu flugeldsneyti en þess er vænst að þetta hlutfall muni hækka verulega á komandi árum, þegar flughreyflar verða í auknum mæli gerðir þannig að þeir geti brennt blönduðu eldsneyti til að draga úr kolefnislosun.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: MADS ELKÆR

© Airbus S.A.S. / A. Doumenjou / Master Films

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.