Pappírsflugvél í geimferð

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Geimferðir

Flugverkfræðingur við háskólann í Tokyo hyggst nú biðja næsta japanska geimfarann að taka með sér 100 pappírsflugvélar og kasta þeim út úr alþjóðlegu geimstöðinni.

 

Þetta hljómar óneitanlega sem einhvers konar brandari, en tilraunin er reyndar gerð í fyllstu alvöru, því vísindamennirnir hyggjast þróa lítil og létt geimför sem snúið geti aftur til jarðar.

 

Það er prófessorinn Shinji Suzuki sem hefur þróað pappírsflaugarnar í samstarfi við japönsku Origami-samtökin, en origami er heiti á ævafornri japanskri hefð við að brjóta pappír.

 

Pappírsflaugarnar eru 20 sm langar og nefstuttar til að draga úr hitamyndun þegar þær berast inn í gufuhvolfið. Þær eru gerðar úr sérstökum, kísilblönduðum pappír, sem hefur meira hitaþol.

 

Tilraunir í vindgöngum hafa sýnt að pappírsflaugarnar þola allt að sjöfaldan hljóðhraða og hátt í 200 stiga hita. Það eru sem sagt nokkrar líkur til að einhverjar þeirra gætu borist alla leið niður til jarðar.

 

Það er á hinn bóginn erfitt að sjá fyrir hvar pappírsflaugarnar muni lenda og tölfræðilega má gera ráð fyrir að flestar lendi á hafi. Suzuki hyggst því setja á pappírinn texta á fjölmörgum tungumálum þar sem finnendur eru hvattir til að koma flaugunum til skila. Næsta kynslóð slíkra flauga verður trúlega búin útvarpssendi sem gerir þær finnanlegri.

 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is