Menning og saga

Steinaldarkonur veiddu stór dýr

Uppgröftur 9.000 ára grafar breytir hugmyndum manna um hlutverk kynjanna í veiðimanna- og safnarasamfélagi steinaldar.

BIRT: 23/02/2023

Þegar fornleifafræðingar frá Kaliforníuháskóla fundu 9.000 ára gamla gröf í Perúhluta Andesfjalla kom innihaldið þeim á óvart.

 

Í gröfinni voru vönduð áhöld úr tinnu, bæði hnífar og spjótsoddar sem þykja örugg merki þess að þarna hafi verið jarðsettur veiðimaður sem naut virðingar.

 

Auk verðmætra áhalda sinna hafði veiðimaðurinn fengið sýnishorn af bráð sinni með sér í gröfina.

Fyrir 9.000 árum var 17-19 ára stúlka jarðsett í fjalllendi í Perú. Í gröfina voru m.a. lagðir spjótsoddar sem þykir benda til að hún hafi stundað veiðar.

Vísindamennirnir fundu bein úr stórum villidýrum, svo sem lamadýrum og hjörtum og svo verkfæri til að flá dýrin og hreinsa skinnið.

 

En merkilegust þóttu bein veiðimannsins sjálfs. Þau voru mjóslegin og létt og þetta vakti grun um að þetta væru kvenbein.

 

Tennurnar afhjúpuðu kynið

Tennurnar voru sendar í rannsókn og á grundvelli prótínsins amelogenins í glerungnum reyndist unnt að slá því föstu að þarna lægi kona. Grunurinn var þar með staðfestur. Konan hefur ekki verið nema 17-19 ára. 

Stóru dýrin sem veidd voru í Suður-Ameríku vorur m.a. lamadýr. Það sýna bein úr dýrum sem voru í gröfinni.

Þessi uppgötvun stingur algerlega í stúf við þá almennu skoðun að það hafi verið karlmennirnir sem sáu um veiðiskap en konur hins vegar safnað rótum, ávöxtum og berjum meðfram barnagæslunni.

 

Ástæða þess að kynjahlutverk á steinöld eru svo rótgróin er ekki síst sú að verkaskipting kynjanna er einmitt þannig, t.d. í veiði- og safnaraættbálkum í Afríku.

Alls fundust 24 veiðivopn og verkfæri í gröf ungu konunnar - þar á meðal fíngerðir spjótoddar og verkfæri til að skera bráðinni og vinna skinnið.

Til að ákvarða hvort veiðikonan í Perú hafi verið alger undantekning frá reglunni fóru vísindamennirnir í gegnum uppgraftarskýrslur frá 107 gröfum steinaldarmanna í Norður- og Suður-Ameríku sem allar voru meira en 8.000 ára gamlar.

39% steinaldargrafa í Ameríku, þar sem veiðivopn fundust, virðast vera grafir kvenna.

Veiðiáhöld höfðu fundist í 26 gröfum og konur virtust hafa verið grafnar í tíu af þeim.

 

Þessi uppgötvun skorar á hólm viðtekin sjónarmið varðandi verkaskiptingu kynjanna og samfélagsbyggingu á steinöld.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

© Randy Haas et al.,© Matthew Verdolivo, US Davis IET Academic Technology Services,© Randy Haas/UC Davis

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Stjörnufræðingar finna fyrstu frumvísa að Vetrarbrautinni

Maðurinn

Hve hratt fer blóðið um líkamann?

Lifandi Saga

Fjöldamorð SS leiddi til miskunnarlausrar hefndar

Lifandi Saga

Hvað var gula?

Náttúran

Öflugasta bit heims – Hér eru fimm dýr sem ekki væri gott að enda í skoltinum á

Náttúran

Geta elliglöp herjað á hunda?

Lifandi Saga

Martröð í Mogadishu

Náttúran

Eðlisfræðingar afnema hlutlægan raunveruleika 

Lifandi Saga

Af hverju vill Indland heita Bharat?

Lifandi Saga

Hve mikið af gulli fannst í gullæðinu?

Alheimurinn

Með þvergöngu Venusar var hægt að mæla sólkerfið

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is