Menning og saga

5 villibörn: Börn sem í raun og veru ólust upp meðal dýra

Allir þekkja söguna af Móglí sem á uppruna í barnabók eftir Rudyard Kipling. En það eru til fjölmörg dæmi þess að börn hafi í raun og sannleika alist upp meðal dýra.

BIRT: 03/01/2024

1. Móglí í Úganda: Lék sér við apa

Árið 1991 villtist kona í skógi í Úganda þar sem hópur grænleitra markatta (smáapa) umkringdi hana. Einn þeirra vakti athygli hennar því hann var skottlaus. Svo rann upp fyrir henni að þetta var drengur, á að giska 5-6 ára. Hún fékk svo karlmann í lið með sér og saman sóttu þau drenginn, John Ssebunya sem var grútskítugur og alsettur örum og sárum.

 

Atferlisfræðingar ákváðu að fara með John aftur út í skóg til að fræðast um þetta „Móglí-uppeldi“ meðal apanna. Hann gat tjáð sig á hálfgerðu smábarnamáli og sagði þeim að aparnir leituðu lúsa hver á öðrum en aldrei á honum. Vísindamennirnir drógu þá ályktun að aparnir hefðu aldrei beinlínis viðurkennt hann sem einn af hópnum. John gat þó sagt þeim að hann hefði tekið þátt í feluleik með öpunum.

2. Móglí í Úkraínu: Át eins og hundur

Oksana Malaya var 19 mánaða þegar henni var komið fyrir á barnaheimili. Eftir það tók líf hennar óvænta stefnu.

 

Frá þriggja til átta ára aldurs lifði hún meðal hunda barnaheimilisins í hundagerði. Hún var fljót að tileinka sér atferli hundanna og þegar hún fannst var hún alveg ótalandi en hljóp um á fjórum fótum og gelti, reif í sig mat og lapti vatn. Hún er nú orðin fullorðin en greindarvísitala hennar mælist á við sex ára barn.

Þróunin skekkist

Börn sem lifa villt eiga á hættu að glata mikilvægri hæfni miðað við önnur börn.

 

– Heilinn grisjast

Við fjögurra ára aldur tekur heilinn að aðlaga sig og sérhæfa þannig að þau tauganet sem sjaldnast eru notuð gisna og tengingar hverfa. Villibörn þróa ekki tungumál eða mannlega félagsfærni og eiga því á hættu að standa höllum fæti bæði varðandi málgetu og félagsfærni alla ævi.

 

– Áhrif á skaplyndi

Snerting dregur úr streituhormónum í blóði og það er mikilvægt fyrir þróun heilastöðva sem stýra minni, námi, áætlunum og tilfinningum. Uppeldi meðal dýra getur þess vegna skaðað hæfnina til að muna, bregðast eðlilega við og skapa félagstengingar.

 

– Geta ekki lesið aðra

Yfirleitt læra börn að lesa í svip og tilfinningar annarra á 3-5 ára aldri og í því samhengi er augnsamband mikilvægt fyrir þroska heilans. Vanrækt börn og einhverf börn forðast augnsamband og einangra sig félagslega. Hið sama má sjá hjá villibörnum. Barnið skilur ekki tilfinningar og líkamstjáningu annarra. T.d. skilur það ekki kosti þess að deila einhverju með öðrum.

3. Móglí á Fiji-eyjum: Gaggaði eins og hæna

Þegar Sujit Kumar á Fiji-eyjum stóð einn uppi á unga aldri, var hann samt ekki einn. Hann lifði í hópi hænsna þar til hann var átta ára og á þessum tíma þróaðist hann í eins konar mannlegan risakjúkling.

 

Þegar hann uppgötvaðist talaði hann einungis með gagghljóðum, hann vafði sig saman líkt og hæna og plokkaði mat með fingrunum, svipað því sem hænur gera með goggnum. Fyndi hann sér ógnað, reif hann og beit. Sujit er nú kominn yfir fertugt en að því er greindarstig og tilfinningar varðar er hann ámóta og lítið barn.

4. Móglí í BNA: Faðirinn gelti á hana

Hin úkraínska Oksana lærði hundavenjur sínar af hundum en bandarísk stúlka sem nefnd var Genie lærði dýrahegðun af föður sínum. Hann batt hana við stól strax sem smábarn og hélt því áfram allt þangað til félagsmálayfirvöld í Los Angeles tóku hana til sín þegar hún var þrettán ára.

 

Faðirinn tjáði sig aðallega við hana með því að urra og gelta eins og hundur. Eftir að Genie losnaði úr prísundinni tókst Genie að læra talsverðan orðaforða en henni tókst aldrei að setja orðin saman í eðlilegar setningar.

LESTU EINNIG

5. Móglí í Frakklandi: Læknar gáfu hann upp á bátinn

Árið 1800 fannst 12 ára drengur úti í skógi í Frakklandi. Öfugt við Móglí hafði hann verið aleinn í langan tíma og ekki einu sinni haft félagsskap af dýrum, þegar læknar tóku hann að sér til að kenna honum að tala og sýna tilfinningar.

 

Þótt Viktor, eins og drengurinn var nefndur, skildi málið og gæti lært að lesa einfaldar setningar voru árin í skóginum orðin of mörg til að lengra yrði komist og hann lærði aldrei að tala. Læknarnir gáfust upp eftir fimm ár og létu hann afskiptalausan hjá ráðskonunni. Hjá henni dvaldist Viktor til dauðadags árið 1828.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: JAKOB ESPERSEN OG BERIT VIUF

Shutterstock,© BBC Photo Library,© NOVA,© REX/All Over

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is