Norður- og suðurljós, öflugir stormar, tungl og risastórir rykhringir.
NASA hefur birt nýjar myndir af Júpíter teknar af James Webb geimsjónaukanum (JWST) í júlí og eru þær myndir eru hreint út sagt stórkostlegar.
Myndirnar voru teknar með myndavél sem fangar innrautt og nærinnrautt ljós og rafsegulbylgjur sem berast frá himintunglum alheimsins.
Með því að endurkóða bylgjurnar í liti sem falla innan þess litrófs sem við sjáum, geta NASA, CSA og ESA nú sýnt okkur stærstu plánetu sólkerfisins í allri sinni dýrð.
Á myndinni sjást norðurljós og suðurljós Júpíters sem appelsínugult, gult og grænt ljós á norður- og suðurskauti plánetunnar. „Stóri rauði bletturinn“, háþrýstistormurinn sem er svo stór að það gæti þakið jörðina alla, birtist á myndinni sem hvítur blettur vegna þess að skýjahulan endurkastar ljósbylgjum sólarinnar.
Á myndinni hér að ofan má sjá hringa Júpíters sem og tunglin Amalthea og Adrastea (annað og þriðja hraðskreiðustu tunglin í sólkerfinu á eftir innsta tungli Júpíters, Metis).
Heidi Hammel, ein þeirra sem stýrir þessum athugunum á sólkerfinu okkar, útskýrir að hvítu blettirnir og línurnar á myndinni séu líklegast toppar skýja frá stormum Júpíters. Dökku borðarnir norðan við miðbaug Júpíters hafa minni skýjahulu og endurkasta því minna ljósi.
Hringurinn sem sést á myndinni er ryk frá tunglinu Adrastea sem hreyfist á 31,37 kílómetra hraða á sekúndu. Staða hringsins er viðhaldið af þyngd Adrastea.
Litlu hvítu blettirnir neðst á myndinni sýna ljós frá vetrarbrautum sem skína í gegn í fjarlægum bakgrunni myndarinnar.